Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)
26. maí, 2003
Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!! Ef þið eruð ekki hrifin af papaya (ég er ekki svo hrifin af því sjálf) má nota mango í staðinn. Það skiptir reyndar miklu máli hvers konar papaya maður notar því það sem fæst á Íslandi er freikar bleikt á litinn en það sem maður fær almennt t.d. í Kenya og víðar er líkara mangoi að lit og áferð og er alveg óætt fyrir minn smekk (bragðast eins og gubb!!!).
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)
Fyrir 2-3 sem meðlæti
Innihald
- 175 g hrein sojajógúrt. Einnig má nota venjulega jógúrt eða AB mjólk
- Hálft vel þroskað papaya, afhýtt, steinhreinsað og skorið í litla bita
- 2 msk ferskt coriander, saxað smátt
- 0.5 tsk fínt rifinn börkur af límónu
- 1 tsk límónusafi (eða meira eftir smekk)
- Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)
Aðferð
- Blandið saman jógúrti, papaya, límónuberki, coriander og safa í skál.
- Kryddið með salti og blandið vel saman.
- Setjið plastfilmu yfir og geymið í um 30 mínútur í kæli svo bragðið „taki sig".
Gott að hafa í huga
- Einnig má nota vel þroskað mango í stað papaya.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024