Cashewhneturjómi
25. nóvember, 2006
Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum. Þetta er mjög hollur rjómi þar sem cashewhnetur innihalda minni fitu en aðrar hnetur. Um 75% af fitunni í cashewhnetunum eru ómetteðu fitusýrurnar oleic sýrur sem er sama holla einómettaða fitan sem finnst í ólífuolíu. Sýran stuðlar að heilbrigðu hjarta, sérstaklega hjá sykursjúkum. Cashewhnetur innihalda einnig kopar, kalk og fosfór og auðvitað prótein.
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Vegan
Cashewhneturjómi
Gerir 200 ml
Innihald
- 190 g cashewhnetur lagðar í bleyti í um 2 tíma
- 2 döðlur lagðar í bleyti í um 2 tíma
- 1 tsk vanilludropar eða vanilluduft
- 125 ml hreinn appelsínusafi
Aðferð
- Hellið vatninu af cashewhnetunum og döðlunum (vatnið er ekki notað).
- Blandið öllu saman í matvinnsluvél, blandið mjög vel eða þangað til rjóminn er orðinn mjúkur og flaueliskenndur og engir bitar eru eftir. Gæti tekið 3-4 mínútur eða lengur.
- Setjið í skál og plastfilmu yfir.
- Kælið rjómann í ísskáp áður en hann er borinn fram.
Gott að hafa í huga
- Hægt er að nota t.d. heslihnetur eða möndlur í staðinn fyrir cashewhnetur.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024
Ummæli um uppskriftina
11. ágú. 2013
Hæ hæ.
Takk fyrir frábæra síðu.
Hvað geymist þetta lengi í kæli?
Kv. móðir ungabarns með mjólkuróþol
11. ágú. 2013
Hæ hó og takk :)
Ég myndi geyma hann í viku en ef þú ætlar að geyma hann lengur myndi ég frysta hann. Þú getur líka notað hafrarjóma, sojarjóma eða kókosrjóma fyrir barnið (nema það hafi ofnæmi).