Blóðdrykkurinn góði
13. janúar, 2008
Drykkurinn er ekki ÚR blóði (ég er ekki vampíra) heldur FYRIR blóðið...því þegar maður er lágur í járni þá er þessi drykkur upplagður. Sveskjurnar eru sérlega járnríkar og appelsínusafinn aðstoðar við upptöku járnsins í líkamanum. Ef þið fáið sojajógúrt er gott að nota hana því mjólkurvörur geta hindrað upptöku járns en engu að síður er gott að hjálpa meltingunni svo þess vegna er AB mjólkin góð líka (svo lengi sem þið eruð ekki vegan eða með mjólkuróþol).
Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þessa uppskrift.

Blóðdrykkurinn...ekki úr blóði heldur er hann góður fyrir blóðið!
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Blóðdrykkurinn góði
Fyrir 2
Innihald
- 6-8 sveskjur, saxaðar smátt
- 100 ml hreinn appelsínusafi
- 2 msk sojajógúrt
- Klípa af kanil
Aðferð
- Saxið sveskjurnar og setjið í blandara ásamt appelsínusafanum. Blandið í um 30 sekúndur eða þangað til sveskjurnar eru vel maukaðar.
- Bætið sojajógúrt og kanil saman við og blandið áfram í 30 sekúndur eða þangað til drykkurinn er silkimjúkur.
- Bætið við meira af sojajógúrti út í ef þið viljið en einnig má þynna drykkinn með meiri appelsínusafa.
- Berið fram strax.
Gott að hafa í huga
- Ef þið eruð ekki með mjólkuróþol og ekki vegan, má nota hreina jógúrt eða AB mjólk í staðinn fyrir sojajógúrt.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2025