Bláberja, jarðarberja- og rabarbaraíspinnar
23. ágúst, 2009
Þessir íspinnar eru súperhollir og eru eiginlega C vítamín-, járn,- og andoxunarbomba.
Þessir íspinnar eru súperhollir og eru eiginlega C vítamín-, járn,- og andoxunarbomba. Svo er þeir ljómandi fallegur því það er alltaf gaman að borða tvílita íspinna, sérstaklega ef þeir eru hollir! Hafrarjómi (t.d. frá Oatly) fæst í flestum stærri matvöruverslunum og heilsubúðum. Hann inniheldur glútein svo ef þið hafið ofnæmi fyrir því getið þið t.d. notað sojarjóma eða kókosmjólk).

Tvílitir og bragðgóðir íspinnar, fullir af hollustu
Þessi uppskrift er:
Bláberja, jarðarberja- og rabarbaraíspinnar
Gerir 6 íspinna
Innihald
Jarðarberja- og rabarbarahlutinn:
- 50 g rabrabari
- 50 g jarðarber (fersk eða frosin)
- 50 ml hafrarjómi (einnig má nota sojarjóma)
- 40 ml agavesíróp
Bláberjahlutinn
- 100 g bláber (fersk eða frosin)
- 50 ml hafrarjómi
- 40 ml agavesíróp
Aðferð
Fyrir jarðarberja- og rabarahlutann:
- Skolið rabarbarann og skerið í grófar sneiðar. Setjið svo rabarbarann í matvinnsluvélina.
- Bætið jarðarberjunum út í ásamt 40 ml af agavesírópinu.
- Blandið á fullum krafti í eina mínútu eða þangað til allt er vel maukað.
- Gott er að skafa hliðar matvinnsluvélarinnar nokkrum sinnum og blanda áfram.
- Bætið 50 ml af hafrarjómanum út í og blandið í 30 sekúndur. Setjið í ílát og geymið í ísskápnum.
Fyrir bláberjahlutann:
- Setjið bláberin í matvinnsluvélina ásamt 40 ml af agavesírópinu.
- Blandið á fullum krafti í tvær mínútur eða þangað til allt er vel maukað.
- Gott er að skafa hliðar matvinnsluvélarinnar nokkrum sinnum og blanda áfram.
- Bætið 50 ml af hafrarjómanum út í og blandið í 30 sekúndur. Setjið í skál og geymið í frystinum.
- Hrærið í jarðarberjablöndunni og bláberjablöndunni öðru hvoru í um 2-3 tíma til að brjóta upp ískristallana.
- Hellið jarðarberjablöndunni í íspinnabox (fyllið helminginn af boxinu).
- Setjið íspinnaboxið í frystinn og frystið í nokkra klukkutíma.
- Hellið bláberjablöndunni ofan á og setjið aftur í frystinn.
© CafeSigrun 2025