Vetur
Grænmetisbaka með hnetu- og fræbotni
Þessi er upplögð fyrir þá sem eru með glúteinóþol því í bökunni er ekki þessi hefðbundni hveitibotn.
Pad Thai núðlur
Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.
Graskersmauk
Þetta mauk er sniðug viðbót fyrir ungbörnin því grasker er milt og gott og ekki of sætt. Það hentar vel sem grunnmauk sem maður getur fryst og bætt svo alls kyns hráefni út í.
Bauna- og spínatsúpa
Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.
Hálsbólgudrykkur
Ég krækti mér í svæsna hálsbólgu um daginn (sem er óvenjulegt því ég verð aldrei lasin) og vantaði eitthvað til að mýkja hálsinn sem var eins og sandpappír af grófleika 12.
Appelsínu- og kanilte
Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt.
Karríhnetusteik
Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.
Graskers- og bananamuffins
Ég átti smá afgang af graskeri úr annarri uppskrift sem ég hafði verið að undirbúa og hugsaði með mér að ég vildi nú endilega nota það (ég hendi aldrei, aldrei mat).
Valhnetu- og graskersbrauð
Þessi uppskrift kemur reyndar aðeins breytt, úr bók sem heitir Farmers Market Cookbook (Uppskriftabók af bændamarkaðinum).
Ævintýragrasker í kókosmjólk
Þessi réttur fylgdi með spínatréttinum úr dularfulla húsinu í skóginum í Nairobi.