Vetur
Vetur
Ég leggst eiginlega í dvala yfir veturinn þ.e. ég er hin mesta kuldaskræfa og er meinilla við snjó...Ég lærði fljótt á fyrstu árunum okkar í London að besti staðurinn var eldhúsið því þar var hlýjasti staðurinn í húsinu a.m.k. á meðan bakaraofninn var í gangi...sem var nánast alltaf því mér var alltaf kalt.
Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins
Þessi muffinsar eru reglulega góðir. Það er eitthvað svo unaðslega frábært við bakaðar pecanhnetur og bláber, samsetningin er bara hreint út sagt ómótstæðileg.
Appelsínu- og kanilte
Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt.
Asparssúpa
Fyrir mér er asparssúpa jólasúpa. Heima hjá mér var alltaf elduð asparssúpa og hún var bara höfð bláspari þ.e. einungis á jólunum.
Bakaðar sætar kartöflur með osti og tómatsalsa
Þessi uppskrift er nánast beint upp úr ofsalega góðri bók sem ég á og heitir Gluten-free Cooking. Mæli með henni fyrir þá sem þurfa að passa glútein í mat.
Bakaður byggréttur með spínati, hvítlauk og sveppum
Í þennan rétt má nota ýmislegt grænmeti eins og papriku, sellerí og fleira en einnig er hann góður eins og hann er.
Banana- og engiferbrauð
Bananar og engifer í sömu sæng hljómar kannski svolítið skringilega en útkoman er frábær!!!!
Bauna- og spínatsúpa
Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.
Baunaréttur frá Rwanda
Þegar ég var í Rwanda febrúar 2008 hitti ég stúlku að nafni Nadine í bænum Ruhengeri sem er við rætur Virunga fjallanna.
Bláberjate
Bláber eru flokkuð sem súperfæða (ofur holl) og ekki að undra þar sem þau eru algjörlega pakkfull af andoxunarefnum og vítamínum.
Burrito
Ef Jóhannes fær að ráða hvað eigi að vera í matinn (hann fær stundum að ráða) þá segir hann án undantekningar „mmmm burritos”.
Chili con elote (chili pottréttur með maískorni)
Reglulega góður pottréttur hér og auðveldur (þó hann virki flókinn). Gott er að búa hann til deginum áður en á að borða hann því hann verður bara betri svoleiðis.
Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk
Haldið þið ekki að gasið á eldavélinni hafið klárast akkúrat þegar ég var að búa til þennan rétt. Það voru um 20 mínútur eftir af eldunartímanum.
Döðlu- og appelsínusmákökur
Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á og heitir Vegan Cooking.
Döðlu- og valhnetubrauð
Þetta er samsetning úr mörgum döðlubrauðsuppskriftum. Þetta er voða fínt kökubrauð með sunnudagskaffinu og passar sérlega vel í nestisboxið fyrir stóra sem smáa.
Eggjadropa og maískornasúpa
Þessi súpa er voðalega einföld og þægileg, upplögð svona í miðri viku. Hún er líka holl, próteinrík, trefjarík og góð í forrétt ef þið eruð með austurlenska veislu á borðum.
Eggjadropa- og krabbakjötssúpa
Voða létt, próteinrík og góð súpa, mest megnis vatn og maískorn en afskaplega bragðgóð og fljótleg í undirbúningi. Það er hægt að kaupa bæði frosið og niðursoðið krabbakjöt.
Einfaldur grænmetisréttur í ofni
Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).
Engiferbrauð
Þessi uppskrift kom svo sannarlega á óvart, brauðið var verulega gott!!! Ég fann þessa uppskrift (þ.e. upprunalegu útgáfuna af henni) í einhverjum bæklingi sem ég greip með mér í búðinni í London.
Eplakaka
Þetta er hollari útgáfa af hefðbundnum sykurleðju-hveiti-smjör eplakökum en stendur engu að síður vel fyrir sínu.
Eplakaka Sigrúnar Erlings
Þessa uppskrift af eplaköku gaf Sigrún Erlings, mágkona mín mér. Hún sagði að allir á heimilinu lofuðu hana í hástert og þar sem hún er holl líka hentaði hún vel mínum búskap og eldhúsi!!!
Fiskibollur
Þessar gömlu góðu, íslensku fiskibollur svíkja engan og líklega eru flest íslensk heimili með einhvers konar fiskibollur á boðst&oac
Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu
Þessi súpa er hrikalega bragðgóð, seðjandi og ótrúlega holl. Frábær vetrarsúpa því maður hitnar alveg í gegn við að borða hana. Súpan hentar vel fyrir þá sem hafa glúteinóþol og mjólkuróþol.
Fiskur með kókosflögum og basil
Ég hef notað frosinn þorsk í þennan rétt en það er miklu betra að nota ferskan þorsk. Er mér sagt.
Franska súkkulaðikakan hennar Lísu
Lísa Hjalt vinkona mín er mögnuð kona og þriggja barna móðir, ein af þessum íslensku ofurkonum sem virðast geta allt.
Fyllt eggaldin
Þetta er mjög fínn réttur til að búa til í miðri viku því hann er fljótlegur, ódýr en um leið saðsamur. Nota má hýðishrísgrjón eða bygg í staðinn fyrir pasta.
Litlar hnetusteikur með tómatsívafi
Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.
Fylltar pönnukökur (crepes) með hvítlaukssósu, shiitake sveppum og spínati
Þetta hráefni átti ég til í ísskápnum og ég hafði fryst pönnukökur nokkrum vikum áður. Ég tók pönnukökurnar úr frystinum og útbjó þennan fína rétt.
Hnetu- og karríborgarar
Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.
Svartbauna- og maískornasúpa
Þessi súpa er úr bók sem ég á sem heitir Marie Claire: Kitchen The Ultimate Recipe Collection og inniheldur helling af góðum uppskriftum.
Humarsúpa
Humar er mjög próteinríkur og magur og inniheldur omega 3 fitusýrur. Hann þarf ekki að kosta mann neglur og nýra ef maður kaupir brotna skel og frekar smáan humar.
Grænmeti í grænu karrímauki og kókossósu
Bragðgóð, ódýr og góð máltíð, mitt á milli grænmetissúpu og grænmetisrétts með sósu.
Bláberjate
Bláber eru flokkuð sem súperfæða (ofur holl) og ekki að undra þar sem þau eru algjörlega pakkfull af andoxunarefnum og vítamínum.
Wagamama laxanúðlur
Margir þekkja Wagamama núðlustaðinn í London. Hann er reglulega fínn. Þeir elda ekki bara góðan mat heldur eru þeir einnig meðvitaðir um náttúru og endurvinnslu.
Myntute
Þetta er nú varla uppskrift, heldur frekar leiðbeiningar. Ég mæli með því að þið útbúið myntute enda fátt betra en myntute úr ferskum myntublöðum.