Jólauppskriftir

Ofnbakað rótargrænmeti

Þessi uppskrift er upprunalega frá Deliu Smith sem ég held mikið upp á en ég hef þó gert örlitlar breytingar á henni (og þá er ég að meina uppskriftinni, …ekki Deliu ho ho).

Bláberjaísterta, fagurblá og holl

Bláberjaísterta

Hafið þið einhvern tímann spáð í hvort að bláber haldi fegurðarsamkeppni? Ég gat ekki annað eftir einn berjamóinn. Ég valdi þátttakendur í keppnina og við Jóhannes dæmdum.

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Súkkulaði- og kókosnammi....unaðslegt

Súkkulaði- og kókosnammi

Þetta er einfalt og þægilegt konfekt að búa til og upplagt til að eiga í ísskápnum þegar gesti ber að garði.

Kókos og hvítlaukmaukið

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu

Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.

Hnetusósan góða

Hnetusósa frá Uganda

Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.

Gulrætur með afrískum áhrifum

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu

Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu.

Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Litlu hollustubökurnar

Litlar ávaxtabökur með carob- og cashewkremi

Það er fátt sem toppar þennan eftirrétt í hollustu. Hann inniheldur holla fitu, trefjar, prótein, vítamín, flókin kolvetni og fleira gott fyrir okkur.

Ekkert ráð er betra við kulda en heitur grjónagrautur!

Grjónagrautur

Heitið á uppskriftinni ætti eiginlega að vera „Grjónagrauturinn hans Jóhannesar..en mín uppskrift er samt betri”.

Syndicate content