Í útileguna

Hörfræskex
Hörfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og losa um í pípulögninni okkar þannig að ekkert ætti að stíflast! Hörfræ eru einnig mikilvæg í baráttunni við að sporna gegn krabbameini t.d.

Grjónaklattar
Þessir klattar eru komnir frá konu að nafni Sigga Rúna en var send mér af Lísu sem á uppskriftina að Frönsku súkkulaðikökunni hér á vefnum. Ég fékk að birta uppskriftina enda alveg stórgóð og auðveld og mjög ódýr...sannkallaðir Kreppuklattar!!

Súkkulaði- og pistachiohafrabitar
Uppskrift þessi kemur upprunalega úr The Australian Women's Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Hafrakex
Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum
Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!

Muesli með hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum
Hrikalega hollt og heimatilbúið muesli fyrir utan að vera bæði ódýrara og betra en út úr búð (að mínu mati að minnsta kosti).

Banana-, döðlu- og möndlustangir
Ef þessar orkustangir koma ykkur ekki upp síðustu metrana upp fjallið þá veit ég ekki hvað gerir það. Þær eru stútfullar af próteinum, flóknum kolvetnum, hollri fitu og meira að segja kalki!

Möndlukúlur frá miðausturlöndum
Þetta konfekt myndi seint teljast létt. Eftir kvöldmat, með kaffinu er maður eiginlega saddur eftir hálfa svona kúlu.

Útilegupottréttur með kúskús
Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.
