Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka. Það þarf reyndar að útbúa vanilluísinn fyrst svo gerið ráð fyrir því í undirbúningnum. Það er mjög gott að eiga helling af þessum ís í frystinum, í smá skömmtum og nota svo í svona hristing.


Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Fyrir 2 -3

Innihald

 • 500 ml hálffrosinn vanilluís
 • 1 vel þroskaður banani
 • 50-100 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)

Aðferð

 1. Setjið ísinn í blandara ásamt mjólk og banana. 
 2. Blandið í um 10 sekúndur.
 3. Berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Það má alveg bæta t.d. ferskum jarðarberjum eða bláberjum út í.
 • Til að fá meira vanillubragð má setja 1 tsk af vanilludropum (úr heilsubúð) út í.
 • Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
einn plús átta eru