Leit

Leitað var að:
Fjöldi niðurstaða: 531

1
Ljúffengur kjúklingaréttur

Helgukjúklingur (Tandoori kjúklingaréttur)

Þessi uppskrift kemur frá Helgu kunningjakonu minni í Englabörnunum sem fékk hana frá Erlu í Englabörnunum sem fékk hana frá.... o.s.frv.

2
Bananakjúklingurinn með rúsínusósunni

Kjúklingur með bönunum og rúsínum

Það hljómar kannski skrítið að setja hvítlauk, rúsínur og banana saman, en það er ferlega gott. Rétturinn verður ekki of sætur því hann er frekar mikið kryddaður.

3
Mildur og góður kjúklingaréttur

Thailenskur kjúklingur í grænni karrísósu með kókoshrísgrjónum

Þetta er uppskrift sem ég fékk af heimasíðu Waitrose en það er búðin sem við verslum alltaf í hérna í London.

4

Kókosgrillaður kjúklingur

Þessi réttur er frekar sterkur en góður engu að síður, upplagður fyrir þá sem vilja bragðmikinn, indverskan mat.

5

Kashmiri kjúklingur

Þessi réttur er byggður á hefðbundinni uppskrift frá norður-Indlandi (eða svo stendur í kjúklingabókinni minni góðu). Frekar sterkur réttur en bragðgóður.

6
Mildur og góður kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna

Coronation kjúklingasalat

Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.

7

Víetnamskur kjúklingur í svartbaunasósu

Það er mjög sérstakt bragð af svartbaunasósunni, hvorki súrt né sætt heldur akkúrat á milli. Sósan passar vel með cashewhnetunum.

8

Kjúklingakarríréttur

Þetta er svona mildur laugardagskjúklingur, ofsalega fínn með grófu brauði, byggi eða hýðishrísgrjónum og góðu salati.

9
Reglulega hollur fiskréttur

Fiskur með kókosflögum og basil

Ég hef notað frosinn þorsk í þennan rétt en það er miklu betra að nota ferskan þorsk. Er mér sagt.

10

Þorskur í ofni

Ég hef ekki borðað þorsk síðan sumarið 2003 þegar ég lenti í „„atvikinu”. Við vorum með matarboð úti í garði í London í æðislegu veðri.

11

Suðrænn fiskiréttur

Þetta er voða einföld, holl og góð uppskrift, fín svona í miðri viku þegar tímaleysið háir okkur einna mest.

12

Kínversk ýsa

Hljómar skringilega kannski, kínversk ýsa, en þessi réttur er algjört nammi, algjör dekurýsa og alveg þess virði að prófa hann. Bráðhollur réttur í þokkabót.

13
Mexikönsk ýsa

Mexikönsk ýsa

Nokkuð bragðmikill en afar góður fiskréttur, bakaður í ofni. Nota má steinbít, þorsk eða lúðu í stað ýsunnar. Best er að vera búin að útbúa salsasósuna með smá fyrirvara.

14
Spennandi og bragðgóð fiskisúpa

Thailensk fiskisúpa

Þetta er svona uppskrift sem maður gerir bara um helgar eða þegar maður hefur nægan tíma því hún er dáldið tímafrek.

15
Litrík fiskisúpa frá Miðjarðarhafi

Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu

Þessi súpa er hrikalega bragðgóð, seðjandi og ótrúlega holl. Frábær vetrarsúpa því maður hitnar alveg í gegn við að borða hana. Súpan hentar vel fyrir þá sem hafa glúteinóþol og mjólkuróþol.

16
Mild og bragðgóð súpa fyrir alla fjölskylduna

Kókos- og límónusúpa

Þessi súpa er svolítið „öðruvísi”, krydduð en ansi góð og sérlega drjúg. Kókosmjólkin, engiferið og límónan passa vel saman og gefa ferskt bragð með thailensku ívafi.

17

Tofu- og kjúklingabaunabuff

Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.

18

Eggjadropa- og krabbakjötssúpa

Voða létt, próteinrík og góð súpa, mest megnis vatn og maískorn en afskaplega bragðgóð og fljótleg í undirbúningi. Það er hægt að kaupa bæði frosið og niðursoðið krabbakjöt.

19
Eggjadropasúpa

Eggjadropa og maískornasúpa

Þessi súpa er voðalega einföld og þægileg, upplögð svona í miðri viku. Hún er líka holl, próteinrík, trefjarík og góð í forrétt ef þið eruð með austurlenska veislu á borðum.

20
Ódýr, einföld, bragðgóð og vegan núðlusúpa

Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa

Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.

21
Einföld og saðsöm kjúklingabaunasúpa

Kjúklingabaunasúpa

Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur matur, svoleiðis á hann að vera! Súpan er saðsöm og er sérlega ódýr sem er ekki amalegt fyrir svona hollan og góðan mat.

22
Blaðlauks og kartöflusúpa - einföld, ódýr og bragðgóð súpa

Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa

Þessi súpa er einföld, bragðgóð og ódýr og alveg upplögð í lok mánaðarins þegar buddan er farin að léttast. Súpan hentar vel þeim sem hafa mjólkuróþol sem og glúteinóþol.

23
Sveppasúpan fína, ódýr og góður matur

Sveppasúpa

Þetta er bara svona hefðbundin sveppasúpa, ekkert flókin en alveg rosalega góð og einn ódýrasti matur sem fyrir finnst held ég.

24

Sudusúpa (indversk fiskisúpa)

Eins og svo oft áður höfum við fengið frábæran mat hjá Helgu og Þórhalli vinafólki okkar, þau eru snilldarkokkar. Þessi uppskrift kemur frá indverskri kunningjakonu þeirra, Sudu að nafni.

25

Mexikönsk chili súpa með sojakjöti

Þessi súpa er frekar „hot” og fín á köldum vetrardegi þegar mann vantar hlýju í sig.

26
Léttur og litríkur núðluréttur

Kjúklinga Chow Mein (núðluréttur)

Það eru óteljandi afbrigði af Chow Mein og hvert land (og álfa) hefur sína útgáfu.

27
Skálina og skeiðina keypti ég í Kenya en hitaplattann í Rwanda

Rækjur í kókossósu

Borgar (bróðir) og Elín konan hans eru algjörir snilldarkokkar, það er alltaf gott að borða hjá þeim og maturinn sem þau gera er alltaf spes og öðruvísi og afar bragðgóður.

28
Ferskur og bragðgóður hrísgrjónaréttur

Thailensk hrísgrjón (með kjúklingi eða án)

Nammi namm, þessi hrísgrjónaréttur er svo ferskur og góður.

29

Egg Fu Yung með hýðishrísgrjónum

Þetta er uppskrift sem ég fann í einni af matreiðslubókunum mínum. Þetta er svona ekta kínverskur réttur (nema vantar olíuna sem er oft á austurlensku stöðunum).

30
Fimm krydda grænmetisnúðlur

Austurlenskar fimm krydda grænmetisnúðlur

„Fimm-krydda" hljómar kannski flókið, en er í raun er hægt að kaupa samnefnt krydd í flestum stærri matvöruverslunum og heitir þá yfirleitt „five spice" eða „chinese five spice".

31
Reglulega ljúfur og bragðgóður indverskur hrísgrjónaréttur

Grænmetis Pilau

Klassískur indverskur réttur, mjög bragðgóður og mildur og upplagður sem fjölskyldumáltíð. Ég smakkaði svona Pilau fyrst á uppáhalds indverska veitingastaðnum okkar í London.

32

Paella með hýðishrísgrjónum

Árið 2000, í ágústmánuði vorum við Jóhannes stödd í litlu, spænsku fjallaþorpi sem heitir Mijas.

33
Dásamlega léttur og fínn núðluréttur

Steiktar núðlur og grænmeti

Þetta er bara svona týpískur, austurlenskur núðluréttur. Það er ekkert eitt afgerandi bragð af honum, bara frekar mildur og fínn fyrir þá sem þola til dæmis illa sterkt kryddbragð.

34

Spaghetti með kræklingasósu

Þetta er fínn réttur í miðri viku þegar maður hefur ekki allt of mikinn tíma en vill búa til staðgóðan og hollan mat.

35

Kúskús með bökuðu grænmeti

Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.

36
Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Sko þessi ostakaka hét fyrst curd ostakaka en curd er enska fyrir ysting og mér fannst ekki hægt að nefna kökuna ystingsostaköku, hljómar ekki beint girnilega.

37
Létt og fínt kjúklingasalat

Kjúklingasalat með mangókarrísósu

Það er upplagt að hafa þessa uppskrift daginn eftir Tandoori kjúklinginn því hráefnin eru ekkert ósvipuð (kryddin og mango chutneyið).

38
Kjúklingasumarsalat

Kjúklingasumarsalat

Eins og nafnið ber með sér, þá er eiginlega skylda að borða þetta kjúklingasalat úti, á góðum sumardegi þegar sólin er alveg að fara að setjast (ok viðurkenni að það er aðeins auðveldara hérna í London heldur en heima á Íslandi, en það má alltaf reyna, tjalda yfir borðið eða eitthvað, he he).

39

Palak Koftas (Kryddaðar spínatbollur)

Þetta er indversk uppskrift og nokkuð flókin en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi!!! Bollurnar eru frekar bragðmildar og henta því vel fyrir alla fjölskylduna.

40
Grænmetisburrito

Burrito

Ef Jóhannes fær að ráða hvað eigi að vera í matinn (hann fær stundum að ráða) þá segir hann án undantekningar „mmmm burritos”.

41

Einfalt hrísgrjónasalat

Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.

42

Spergilkáls- og blómkálsréttur í ofni

Ég fékk þessa uppskrift af netinu fyrir hundrað árum. Þetta er bara svona ódýr grænmetisréttur í miðri viku, engin flottheit, ekkert flókið, bara hollt og gott.

43

Eggja- og grænmetisréttur í ofni

Þessi réttur er bara svona hversdagsmatur, ekkert neitt spari en engu að síður bragðgóður, próteinríkur, magur, hollur og verulega þægilegur réttur.

44
Fátt jafnast á við heimatilbúna pizzu

Speltpizza með grænmeti, heimalagaðri pizzasósu og mozzarella

Pizzur eru alltaf góðar en heimagerðar eru samt bestar því þá veit maður nákvæmlega hvað er sett ofan á og í þær.

45
Seðjandi og próteinríkur drykkur

Banana- og döðlu skyrdrykkur

Eitt kvöldið þegar ég var ein heima hérna í London (Jóhannes var í viðskiptaferð í Portúgal), var ekkert til í &i

46

Kiwi- og bananadrykkur

Þetta var bara svona tilraun einn laugardaginn með ávexti úr ísskápnum. Saðsamur og hollur drykkur, fullur af vítamínum og skemmtilega grænn á litinn.

47
Mmmm kósí jólaglögg, svoo góður og hollur drykkur

Jólaglögg (óáfengt)

Ég smakkaði í fyrsta skipti jólaglögg (óáfengt að sjálfsögðu) í jólaboði hjá yfirmanni mínum í verslun sem ég vann í með skóla í mörg ár.  Ég gleymi því ekki hvað mér fannst jólaglöggið gott.

48

Fylltar pönnukökur (crepes) með byggi og sinnepssósu

Nammi namm, við fórum einu sinni á veitingastað í Nice, Frakklandi og fengum okkur „crepes” þ.e. fylltar pönnukökur.

49

Ferskur aspars með appelsínu-sesamsósu

Þetta er nú eiginlega forréttur, mjög spes (en góður) á bragðið og hentar ekki með öllu. Ég hafði smjörbaunasalat í aðalrétt og þetta var mjög gott með.

50
Létt og trefjarík grænmetisbuff

Gulrótarbuff

Mmm alveg ferlega góð og létt grænmetisbuff með voða lítilli fitu en heilmiklu af trefjum og vítamínum.

51

Hummus

Við fáum okkur afskaplega oft hummus og nýbakað brauð, með fullt af grænmeti og það er ofsalega góð máltíð. Maður verður alveg pakksaddur.

52
Grænmetislasagna. Nammi namm

Lasagna með sojakjöti

Þessi uppskrift, er blanda úr 4 uppskriftum að lasagna.

53
Heslihnetu-  og grænmetisborgarar, í miklu uppáhaldi hjá mér

Heslihnetu- og grænmetisborgarar með papriku- og coriandermauki

Þetta er uppskrift, tekin nánast beint frá Deliu Smith. Hún var „prófuð” á Jóhannesi og mömmu hans þegar við bjuggum í Harrow (Bretlandi).

54
Ljúffengur, ódýr og auðveldur pottréttur fyrir alla fjölskylduna

Chili con elote (chili pottréttur með maískorni)

Reglulega góður pottréttur hér og auðveldur (þó hann virki flókinn). Gott er að búa hann til deginum áður en á að borða hann því hann verður bara betri svoleiðis.

55
Aðeins hollari en á Starbucks og bara ekkert síðri!!

Starbucks samloka

Kaffihúsamatur er enginn hollustumatur enda fáum við okkur afskaplega sjaldan mat á kaffihúsum enda dýr og of óhollur fyrir minn smekk!

56

Chili non carne (chillipottréttur með sojakjöti)

Þessi réttur lætur ekki mikið yfir sér, en er mjög góður og einfaldur, upplagður í miðri viku. Best er að gera svolítið stóran skammt og taka með sér í nestisboxið eða borða í hádegismat heima.

57

Sveppasósa

Úff ég lenti aldeilis í því haustið 2002. Ég var búsett í London og&;var að fá Elvu vinkonu og mömmu hennar í mat.

58
Frísklegt og fallegt salat

Coriander- og perusalsa

Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.

59

Pottréttur með sojakjöti, ananas og grænmeti

Þessi pottréttur er mjög fínn og saðsamur. Maður getur gert risaskammt og hitað upp í nokkra daga því hann verður betri og betri (eru samt takmörk fyrir því hversu lengi hann dugar he he).

60
Spaghetti bolognese, með spelt spagetti og sojakjöti

Spaghetti bolognese (með sojakjöti)

Mér fannst spaghetti og bollur alltaf hrikalega góður matur hérna í gamla daga (var ekki hrifin af kjöti en fann ekki svo mikið kjötbragð af bollunum).

61
Gróft og hollt brauð

Gróft fjölkornabrauð

Maður getur alveg fiktað með innihaldið í þessu brauði því uppskriftin er svo einföld og sveigjanleg.

62
Góðar og hollar speltbollur með öllum mat

Góðar brauðbollur með öllum mat

Þessar brauðbollur er auðvelt að búa til og má setja eitthvað annað en sólþurrkaða tómata og ólífur í þær. Það er t.d. upplagt að setja rifnar gulrætur, grillaða papriku og jafnvel kúrbít út í bollurnar.

63

Gulrótarbrauð

Þetta brauð er seðjandi og hollt, inniheldur bæði vítamín og trefjar. Það er ægilega gott alveg sjóðandi heitt úr ofninum með osti ofan á. Eða mér finnst það best svoleiðis.

64
Brauð með traustabrestum

Sveitabrauð

Þetta er svolítið sveitalegt speltbrauð og er alveg æðislegt beint úr ofninum, nýbakað.

65
Einfalt og gott brauð

Brauð með öllu mögulegu í

Þetta er fyrsta brauðið sem ég bakaði úr spelti á sínum tíma og það var bara mjög gott.

66
Brauð með sólblóma- og sesamfræjum

Brauð með sólblóma- og sesamfræjum

Þessi uppskrift var að mig minnir aftan á fyrsta speltpakkanum sem ég keypti. Það var ekkert auðvelt að fá spelti hérna í London fyrst eftir að við fluttum árið 2001.

67
Gróft og gott brauð við öll tækifæri

Grunnuppskrift að brauði

Það er hægt að nota allt mögulegt í þetta brauð, hnetur, haframjöl, ólífur og krydd og bara hvað sem til er í skápnum. Mjög einfalt og tekur stuttan tíma að búa til.

68
Einföld og fljótleg kaka, upplögð í afmæli og fleira

Einföld og fljótleg kaka með carob

Ég er mjög hrifin af kökunum á Grænum kosti (þessi uppskrift er þaðan) því ég borða ekki þessar venjulegu kökur sem eru hlaðnar óhollostu eins og smjöri, hvítum sykri, hvítu hveiti, rjóma osfrv.

69
Kúskúskaka skreytt með vínberjum, cashew hnetum og möndluflögum

Kúskúskaka með ávöxtum

Þessa köku geri ég oft (hún er af Grænum kosti og birt með góðfúslegu leyfi Sollu).

70
Einföld og holl bananakaka

Döðlu- og bananakaka

Ok í fyrsta skipti sem ég gerði þessa köku, notaði ég bókhveiti og ég sver það, botninn varð á litinn og bragðið eins og sement, hvorki ég né Jóhannes gátum borðað kökuna, jakk.

71
Fitulítil súkkulaðikaka

Súkkulaðikaka í magrari kantinum, með kremi

Þetta er prýðileg „súkkulaðikaka” og já, já, já ég veit að hún er ekkert í líkingu við djúsí, franska súkkulaðiköku en maður þarf þó ekki að hafa samviskubit yfir stífluðum æðum og 100 aukakílóum!

72

Haframjölsterta

Þessi haframjölsterta er nú ekki eins klessulega óholl og venjuleg haframjölsterta en er engu að síður alveg prýðileg.

73
Gulrótarkakan (allra fyrsta kakan sem ég bakaði)

Gulrótarkaka (sú allra fyrsta!)

Þessi kaka er allra, allra, allra fyrsta kakan sem ég „bakaði” á ævinni og ég var orðin 24 ára!!!

74
Alvöru gulrótarkaka en ekki með óhollu kremi!

Gulrótarkaka með kremi

Sumir fá sér gulrótarkökusneið á kaffihúsum af því „eitthvað með gulrótum HLÝTUR að vera hollt, ekki satt&rd

75

Gulrótarkaka með döðlu-aprikósukremi

Þessi gulrótarkaka er svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Munið að í venjulegu gulrótarkökukremi fara um það bil 200 g af rjómaosti ásamt flórsykri og fleiri miður hollu.

76
Hollar og góðar carobbitakökur

Carobbitakökur

Ef þið eruð bara fyrir dísætar smákökur þá eru þessar ekki fyrir ykkur. Hins vegar ef þið viljið hollar smákökur, og ekki hroðalega sætar þá er þessi uppskrift upplögð!!!

77
Banana- og döðlusmákökur

Banana- og döðlusmákökur

Þessa uppskrift fann ég eftir eitthvert rápið á netinu en breytti henni töluvert. Þessar smákökur eru afskaplega hollar og innihalda trefjar og prótein.

78
Konfekt sem er upplagt á jólunum og alla hina dagana líka!

Konfekt

Þessi uppskrift af konfekti er blanda úr nokkrum uppskriftum því eitt skiptið ætlaði ég að búa til hollt konfekt og var með 2 uppskrift

79
 Kökurnar urðu svolítið ljótar því ég á ekki rjómasprautupoka

Ítalskar súkkulaði- og möndlusmákökur

Ég fékk þessa uppskrift úr ítölsku matreiðslubókinni hennar Elvu vinkonu sem ég var einu sinni með í láni (sko ég var með bókina að láni, ekki Elvu).

80
Hollar smákökur fyrir jólin

Rúsínuhafrakökur

Þessar smákökur eru svo, svo góðar og jólalegar og það kemur hreint út sagt yndisleg lykt í húsið þegar maður bakar þær.

81
Bananamuffins. Hollir og góðir með kaffinu.

Bananamuffins

Muffinsgerðin á þessu heimili er nú alveg sér kapituli.

82
Frísklegir og hollir muffinsar í morgunsárið

Morgunverðarmuffins með appelsínukeim

Þessi uppskrift er upprunalega frá Nigellu Lawson (úr How to be a Domestic Goddess) en ég er aðeins búin að hollustuvæna hana.

83
Ljúffengir epla og hveitiklíðsmuffinsar

Epla- og hveitiklíðsmuffins

Þessi uppskrift var aftan á hveitiklíðspakka sem ég keypti einhvern tímann. Mjög holl og góð (með smá breytingum auðvitað), og upplagt að nota epli sem eru farin að láta aðeins á sjá.

84
Gulrótarmuffins, hollir og bragðgóðir

Gulrótarmuffins

Þetta er sama grunnuppskrift og í gulrótarkökunni með kreminu. Jóhannesi finnst gulrótarkakan svo góð og af því hann er svo mikill muffinskarl þá datt honum í hug að gæti verið gott að búa til muffins úr sama deigi.

85
Bláberjamuffins

Bláberja- og valhnetumuffins

Þessa uppskrift fann ég í Living etc. (húsablað) sem ég var áskrifandi að hérna í London (einn kosturinn við að búa&;í London&;er að maður getur verið áskrifandi að fullt af blöðum fyrir lítinn pening.

86
Hollir og trefjaríkir muffinsar

Sveitamuffins með eplum og hveitiklíð

Þessi uppskrift var aftan á snepli úr einhverjum stórmarkaði hér í London.

87
Djúsí muffins með bláberjauppskeru haustsins

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins

Þessi muffinsar eru reglulega góðir. Það er eitthvað svo unaðslega frábært við bakaðar pecanhnetur og bláber, samsetningin er bara hreint út sagt ómótstæðileg.

88
Súkkulaðimuffins

Súkkulaðimuffins

Hollir og góðir, einfaldir og þægilegir, alltaf góð blanda. Upplagt er að frysta helling af muffinsunum og taka svo með sér þegar maður er á hlaupum!!!!

89
Einfalt og hollt bananabrauð

Bananabrauð

Þetta er afskaplega einföld og fljótleg uppskrift að bananabrauði.

90

Próteinríkt haframjöls- og bananabrauð

Þessi uppskrift var víst búin til af einhverri vaxtaræktarkonu (útskýrir kannski allar eggjahvíturnar!!) en mér var send uppskriftin.

91
Ilmandi kryddbrauð

Kryddbrauð

Mmmmmmm þessi uppskrift er rosalega góð og brauðið er æðislegt alveg glænýtt úr ofninum og pínu klesst. Múskatið gefur sterkt og kryddað bragð.

92
Upplagt með sunnudagskaffinu

Engiferbrauð

Þessi uppskrift kom svo sannarlega á óvart, brauðið var verulega gott!!! Ég fann þessa uppskrift (þ.e. upprunalegu útgáfuna af henni) í einhverjum bæklingi sem ég greip með mér í búðinni í London.

93
Ljúflega kryddað kökubrauð, fullkomið með tebollanum

Banana- og engiferbrauð

Bananar og engifer í sömu sæng hljómar kannski svolítið skringilega en útkoman er frábær!!!!

94
Hollur og góður súkkulaðiís

Döðlu- og súkkulaðiís

Ég var ekki mikið fyrir að búa til ís hérna áður fyrr, því aðaluppistaðan í þessum hefðbundnu ísuppskriftum er yfirleitt eggjarauður, sykur og rjómi.

95

Döðlu- og hnetubúðingur

Þetta er bragðgóður og sérlega hollur búðingur og hentar einstaklega vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Ég geri hann oft á föstudegi til að eiga yfir helgi því hann geymist vel.

96
Afmælisdöðlutertan sígilda og góða

Afmælisdöðluterta

Ég hef gert þessa köku fyrir ótal afmælisveislur, fermingarveislur, jólaboð, kaffiboð o.fl.

97
Kælandi og hressandi salat sem passar við kryddaðan mat

Banana-, möndlu- og jógúrtsalat

Þetta salat er mjög hollt og bragðgott og er einkar fljótlegt í undirbúningi. Það passar vel með krydduðum mat eins og þeim sem maður fær stundum frá Indlandi og Mexico.

98

Pítusósa

Þessi létta pítusósa er nú tööööööluvert hollari en hefðbundin pítusósa sem er bara eitrað kransæðakítti. Þessi pítusósa passar vel með pítubrauði, sem ídýfa eða ofan á salat.

99
Holl og góð sinnepssósa

Sinnepssósa

Þessi sinnepssósa er holl og góð og passar með alveg ótrúlegum fjölda af uppskriftum.

100
Þessir eru ægilega góðir og passlega kryddaðir

Kryddaðir appelsínu- og gulrótarmuffins

Ég fékk þessa uppskrift úr einni muffins bók sem ég á sem heitir Muffins; Fast and Fantastic.

101
Ómótstæðileg og holl sjávarréttarsúpa

Sjávarréttasúpa

Þessi súpa er sérlega seðjandi en samt létt í maga.

102
Hollur, einfaldur og góður túnfiskréttur

Túnfiskspastaréttur

Ég hafði aldrei þorað að setja túnfisk í pasta, veit ekki afhverju, mér hafði aldrei þótt það girnilegt þegar ég sá myndir í uppskriftabókum.

103
Ljúf og einföld eplakaka

Eplakaka

Þetta er hollari útgáfa af hefðbundnum sykurleðju-hveiti-smjör eplakökum en stendur engu að síður vel fyrir sínu.

104

Taco með sojahakki

Ég notaði sojakjötshakk í þennan rétt og það var mjög gott. Maður þarf bara að vera búinn að láta hakkið liggja í kryddlegi áður en maður útbýr réttinn (eins og þarf alltaf með sojakjöt).

105
Litríkur og hollur kjúklingaréttur með sósu

Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum (og sósu)

Það er upplagt að gera þessa uppskrift vel stóra svo maður geti haft hana í matinn tvo daga í röð (og jafnvel í nesti þriðja d

106

Skyr (kvarg) bollur

Kvarg (Quark) er fitulaus mjúkostur sem fæst t.d. í London. Hann fékkst eitt sinn á Íslandi en sölu hans var hætt, því miður enda er hráefnið eðalgott t.d. í bakaðar ostakökur.

107

Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)

Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.

108

Kryddaðir muesli muffins

Þetta er uppskrift sem ég henti saman einn sunnudagsmorguninn.

109

Döðlu- og valhnetubrauð

Þetta er samsetning úr mörgum döðlubrauðsuppskriftum. Þetta er voða fínt kökubrauð með sunnudagskaffinu og passar sérlega vel í nestisboxið fyrir stóra sem smáa.

110

Indverskur fiskiréttur

Þetta er einn af uppáhalds fiskiréttunum hans Jóhannesar. Sósan hentar einnig fyrir kjúkling og grænmeti því hún er mild og bragðgóð.

111

Orkumuffins

Þessi uppskrift er dálítið tímafrek þannig að gefið ykkur góðan tíma ef þið ætlið að fara að baka hana.

112

Korma kjúklingur með frönskum baunum og raita gúrkusósu

Við förum stundum á indverska staði hérna í London og þegar við förum með fólki sem er ekki mikið fyrir kryddað, þá mælum við með „Chicken Korma” því það er mildur réttur og ekki með miklum chili pipar.

113

Raita gúrkusósa

Þetta er sósa sem er oft notuð með indverskum mat því hún „kælir" munninn ef maður er að borða eitthvað sterkt. Þetta er líka fín ídýfa fyrir alls kyns niðurskorið grænmeti.

114

Korma grænmetiréttur með raita gúrkusósu

Upplagður indverskur grænmetisréttur fyrir alla fjölskylduna. Fullur af vítamínum, próteinum, kalki, járni&;og trefjum.

115

Bananasplitt (bakaðir bananar)

Þetta er eftirréttur sem má gera annað hvort heima eða bara úti á grillinu, á ferðalaginu, upp í sumarbústað eða hvar sem er.

116
Pítupizzur - einfaldar og sniðugar

Pítu-pizzur (nokkrar útgáfur)

Ok þetta hljómar kannski pínu skrítið, pítu-pizzur en það sem málið snýst um er að nota pítubrauðin sem pizzubotna því það sparar tíma og fyrirhöfn svona þegar maður er að flýta sér.

117
Bláberjaostakakan góða

Bláberjaostakaka

Þessi uppskrift er nánast sú sama og að Ostakökunni með gríska jógúrtinu og pistachiohnetunum hérna á síðunni.

118
Létt og ljúft kjúklingasalat

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat

Þetta er einfaldur og hollur réttur, upplagður á sumardegi eða þegar maður vill bera fram kaldan og hollan rétt.

119

Napoleon kjúklingur (Marengo kjúklingur)

Þennan kjúklingarétt eldaði Jóhannes einu sinni (hann eldar einu sinni á 5 ára fresti).

120
Sesamnúðlur, einfaldur og saðsamur réttur

Sesamnúðlur

Þetta er núðluréttur sem ég held dálítið upp á en hráefnin eru kannski frekar óvenjuleg; chilli, sesamfræ og hnetusmjör.

121
Suðrænn muffins með ananas og kókos

Hawaii ananasmuffins

Þessi uppskrift er upprunalega úr bók sem ég pantaði af Amazon og heitir The Joy of Muffins. Nigella Lawson (sjónvarpskokkur) mælti með henni og ég sé ekki eftir að hafa keypt hana.

122

Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa

Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.

123

Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)

Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!

124
Chapati (indverskar flatkökur)

Chapati (indverskar flatkökur)

Þetta brauð ætti með réttu að heita heimsins einfaldasta brauð. Það hentar vel með indverskum mat því það er hlutlaust í bragði (minnir helst á ristað pítubrauð en er samt gerlaust).

125
Hressandi og nærandi drykkur með papaya

Papaya- og bananahristingur

Ég átti papaya sem var á leiðinni að skemmast svo ég ákvað að skera það í bita og frysta það. Var reyndar ekki viss um hvort yrði í lagi með það en ákvað að prófa og notaði í „hristing”.

126

Hálfmánar

Ég held að þessi uppskrift sé upprunalega af Grænum Kosti því ég sá svipaða uppskrift í bókinni hennar Sollu. Uppskriftin er allavega góð eins og allt frá henni.

127

Túnfiskréttur í brauði

Þennan mat smökkuðum við fyrst hjá Smára bróður og Önnu Stínu konunni hans þegar við vorum í sumarfríi á Íslandi 2003.

128
Jarðarberjadrykkur, fullur af hollustu

Jarðarberjahristingur

Vissuð þið að til eru 600 afbrigði af jarðarberjum? Þetta var fróðleikskorn dagsins í boði CafeSigrun!

129
Mildur og góður drykkur

Mjólkurhristingur með döðlum og aprikósum

Þetta er hollur og næringarríkur drykkur sem hentar vel sem létt máltíð á daginn, ég tala nú ekki um ef maður er t.d. á kafi í námsbókunum.

130
Ljúf og góð eplakaka

Eplakaka Sigrúnar Erlings

Þessa uppskrift af eplaköku gaf Sigrún Erlings, mágkona mín mér. Hún sagði að allir á heimilinu lofuðu hana í hástert og þar sem hún er holl líka hentaði hún vel mínum búskap og eldhúsi!!!

131
Hollar og góðar skonsur

Kryddaðar skonsur með þurrkuðum ávöxtum

Þetta voru fyrstu skonsur sem ég bakaði og hef bakað þær milljón sinnum síðan.

132

Harissakjúklingur

Þessi uppskrift kemur úr bókinni okkar Moro. Moro er skrifuð af hjónum sem hafa ferðast um allan heim til að kynna sér ólíka matarmenningu og hefðir.

133

Kryddaðar strengjabaunir

Þessi uppskrift er komin frá Tamila fólkinu í suðurhluta Indlands (reyndar fékk ég hana bara úr indverskri matreiðslubók sem ég á). Baunirnar eru gott meðlæti með ýmsum grjóna- og karríréttum.

134

Spínatkartöflur (Aloo Palak)

Þetta er mjög hefðbundið indverskt meðlæti sem maður pantar yfirleitt alltaf þegar maður fer á indverskan stað (bara eins og maður pantar grjón líka).

135

Tómata og eggaldin súrkrás (pickle)

Þetta er svona frekar sætsterkt meðlæti (samt ekki of sætt) sem er fínt þegar maður er að borða t.d. sætan indverskan mat.

136

Spínat Pilau (Grjón með spínati)

Þennan rétt má bæði hafa sem meðlæti eða borða einan sér með t.d. chapati brauði. Bragðgóður og hollur réttur.

137

Raita með gúrku og myntu (jógúrtsósa)

Raita (jógúrtsósa) er algerlega ómissandi í indverskri matargerð þar sem hún „jafnar út" bragð.

138

Grænmetisborgarar án lauks

Mig vantaði uppskrift að einhverju sem var ekki of sterkt, ekki með lauk eða hvítlauk, eða tómötum því við vorum að fá mömmu og pabba mat.

139
Hollt og gott rækjusalat

Rækjusalat

Þetta er létt útgáfa af hefðbundnu rækjusalati og voðalega gott með brauði, kexi, hrökkbrauði o.fl. Ég set basil og karrí út í salatið og mér finnst það gefa mjög gott bragð.

140
Hollt og gott túnfisksalat

Túnfiskssalat

Létt og gott túnfisksalat, passar æðislega vel með brauði og alls kyns kexi og hrökkbrauði. Ég borða sjaldan hráan lauk en mörgum finnst gott að setja rauðlauk í túnfisksalatið.

141
Speltpasta með reyktum laxi

Pasta með reyktum laxi eða silungi

Þetta er æðislega góð uppskrift. Ég nota yfirleitt reyktan silung úr Slíðdalstjörn í Borgarfirði (vatninu sem foreldrar mínir og fleiri eru með á leigu).

142
Ilmandi piparkökudropar

Piparkökudropar

Mig langaði svo að baka hollar piparkökur því ég elska lyktina sem kemur þegar þær eru að bakast.

143

Súkkulaðiostakaka

Ostakökur eru yfirleitt ekki hollar. Punktur. Hvað þá súkkulaðikökur.

144

Hrísgrjónasalat

Þessi réttur er stútfullur af hollustu. Í honum eru paprikur, avacado, hýðishrísgrjón, tómatar og fleira.

145

Indverskt Pachadi með blómkáli

Þessi réttur er hefðbundinn réttur frá Kerala í Suður-Indlandi og í honum er blómkálið látið marinerast í súrmjólk (eða jógúrt) áður en það er eldað.

146
Orku- og vítamínpakki í einum kubbi

Flap Jack (orkukubbur)

Það er voða gott að hafa svona&;orkukubba við hendina ef maður er t.d. að fara í flugferð, bílferð eða í gönguferð og þarf „orkuskot” fljótt, nú eða í nesti í skólann eða vinnuna.

147

Vefjur með grænmeti

Þessi uppskrift kemur úr uppáhaldsbókinni minni þ.e. Grænn Kostur-Hagkaupsbókinni. Hún er frábær og ég mæli með því að allir eigi eintak!

148

Muesli (eiginlega granóla)

Grunninn að þessari uppskrift fékk ég um daginn hjá Smára bróður. Hún er örlítið breytt en ekki mikið, megin uppistaðan er sú sama.

149
Er eitthvað betra en pönnsur með sultu og rjóma?

Pönnsur (pönnukökur)

Hér er fín uppskrift af speltpönnukökum. Pönnukökur með góðri hindberja- eða jarðarberjasultu (og svolítilli slettu af þeyttum rjóma) er eitt það besta sem ég fæ. Nammi namm.

150

Fyllt eggaldin

Þetta er mjög fínn réttur til að búa til í miðri viku því hann er fljótlegur, ódýr en um leið saðsamur. Nota má hýðishrísgrjón eða bygg í staðinn fyrir pasta.

151
Kjúklingabaunabuff með byggi og hvítlauksjógúrtsósu

Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu

Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á sem heitir Delia’s Vegeterian Collection og er ein af uppáhalds uppskriftabókunum m&iacute

152
Dásamlegt og léttkryddað brauð

Epla- og apríkósubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt eftir matinn og alls ekki of sætt. Það er léttkryddað og passar reglulega vel með kaffi- eða tebollanum!

153

Hvítlauksjógúrtsósa

Þetta er létt og fín sósa með t.d. niðurskornu grænmeti, grænmetisbuffum og borgurum o.s.frv. Hún hentar einnig einstaklega vel með grillmat hvers konar sem og bökuðum kartöflum.

154

Linsubaunabuff

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftabókinni Grænn kostur Hagkaupa sem ég held mikið upp á. Það er upplagt að búa til fullt af buffum og frysta.

155

Grísk salatsósa

Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.

156

Grænmetismauk

Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum og ég smakkaði maukið fyrst hjá Önnu Stínu mágkonu minni. Við kláruðum maukið upp til agna.

157

Grísk tzatziki ídýfa

Þetta er fín ídýfa t.d. með brauði en einnig er gott að nota hana með alls konar grilluðum mat.

158
Þykkur og nærandi bananasdrykkur

Bananashristingur (Banana- og ananas hristingur)

Þetta er reglulega svalandi og frískur sumardrykkur.

159

Karrípottréttur með nýrna- og kjúklingabaunum

Það sniðuga við pottrétti er að maður getur búið til heilan helling af þeim í einu og annað hvort átt mat í nokkra daga eða fryst það sem er umfram.

160
Hollar gulrótarkökur

Gulrótarkökur

Þessar gulrótarkökur eru fínar með kaffinu en einnig eru þær upplagðar sem jólasmákökur.

161
Baunamauk

Pintóbaunamauk

Þessi uppskrift er úr bókinni Grænn Kostur Hagkaupa sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég minnkaði olíumagnið aðeins og notað smávegis af eplasafa í staðinn.

162

Grænmetisbaka

Þetta er fínindis baka, hægt að nota alls kyns grænmeti í hana og er því ódýr og sniðug. Svo er líka þægilegt að búa til böku og hita afganginn upp bara næsta dag.

163
Ljúffengur, einfaldur og hollur fiskiréttur frá Indlandi

Fiskiréttur frá Goa

Þetta er frekar einfaldur indverskur fiskiréttur. Goa er eitt af „ríkjum” Indlands sem að Portúgalar réðu einu sinni yfir. Það skiptir svo sem engu máli, rétturinn er fínn og hollur.

164

Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum

Þessi súpa lætur lítið yfir sér og virkar ekki svo spennandi á blaði en er bara ofsalega fín, og ekki síst ef þið eigi&e

165
Djúsí hnetukaka, borin fram með þeyttum rjóma

Djúsí kaka með hnetum

Þessi kaka er afar ljúffeng og holl með öllum hnetunum og þurrkuðu ávöxtunum. Hún er ekki hráfæðiskaka því hneturnar eru ristaðar og súkkulaðið er ekki hrátt en auðvelt er að leysa hvoru tveggja.

166
Fylltar paprikur

Fylltar paprikur

Þessa uppskrift smakkaði ég fyrst á námskeiði hjá Sollu á Grænum kosti og birti ég uppskriftina með góðfúslegu leyfi hennar. Þetta er mjög saðsamur matur en hollur og góður þar sem í honum eru t.d.

167
Biscotti með möndlum, dásamlegt með kaffinu

Biscotti með möndlum

Þetta er nokkuð holl útgáfa af ítalska biscotti kexinu. Eina fitan í þessari uppskrift kemur úr möndlunum en það er holl fita svo við skulum ekkert fá svo mikið samviskubit.

168
Nammi namm, holl útgáfa af ís. Myndina tók Jónsi vinur minn

Súkkulaðibitaís

Ég var lengi búin að vera að prófa mig áfram með ís sem væri hollur, léttur og án eggja. Ég held að það hafi tekist hér.

169
Þykkur og gómsætur drykkur

Mango- og hnetusmjörsdrykkur

Ég var að nota mango og banana sem var á síðasta snúningi og úr varð alveg voðalega góður drykkur (smoothie).

170
Dásamlega þykkur og ljúffengur banana- og hnetusmjörsdrykkur (smoothie)

Banana- og hnetusmjörsdrykkur

Nammi nammi, hnetusmjör og bananar eru unaðsleg blanda. Þessi drykkur er fínn eftir ræktina enda er hann stútfullur af orku, hollri fitu og próteinum.

171

Heilsubrauð Önnu Stínu

Mjög gott og próteinríkt brauð eftir uppskrift Önnu Stínu mágkonu en hún var að fikta sig áfram í eldhúsinu.

172

Salat sem passar með ýmsum mat

Þetta salat er hægt að nota við ýmis tækifæri og með ýmsum mat enda létt að búa til og afskaplega litríkt og fallegt. Fullt af vítamínum!

173

Kalt hrísgrjónasalat

Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum&;og hollri fitu.

174

Mango- og appelsínudrykkur

Upplagt er að búa til þennan drykk þegar maður á mango sem er alveg að renna út á tíma! Þetta er próteinríkur drykkur, inniheldur holla fitu og er fullur af C vítamíni og trefjum í þokkabót.

175
Saðsöm, einföld og bragðgóð súpa

Thailensk núðlusúpa með rækjum

Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.

176
Einfalt og þægilegt og hollt og gott. Getur varla verið betra

Sætar kartöflur bakaðar í ofni

Þetta er nú varla uppskrift því aðferðin er svo einföld að það er næstum því hlægilegt.

177

Sashimi túnfiskur með miso sósu

Þetta er voða gott salat, sérstaklega sem forréttur fyrir sushimatarboð. Nauðsynlegt er að nota besta mögulega túnfisk sem hægt er að fá.

178
Einfaldur og ljúffengur pastaréttur

Pasta með reyktum laxi og spínati

Fyrir ykkur sem ekki veiðið (og reykið) fiskinn sjálf þá er auðvelt að kaupa reyktan fisk í flestum verslunum (bæði silung og lax).

179
Austur afríska súpan fína

Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum

Þessi súpa er rosa fín og matarmikil. Ég held að það sé ekki til fullkomnari haustsúpa, svei mér þá.

180
Afrískt kökubrauð (eða teabread)

Afrískt sítrónu- og appelsínukökubrauð með birkifræjum

Þetta kökubrauð passar vel sem létt síðdegiskaka/brauð með kaffi eða tei. Þessa köku er best að bera fram sama dag og hún er bökuð en einnig má frysta hana og jafnvel rista sneiðarnar.

181
Hollir og góðir borgarar

Bauna- og túnfisksborgarar

Þessi uppskrift er auðveld í undirbúningi því mest af hráefninu fer í matvinnsluvél.

182
Paprikumauk

Paprikumauk með svörtum ólífum

Þetta er hollt og gott mauk, tilvalið ofan á snittur í boð eða ofan á ristabrauð í hádeginu. Best er að nota matvinnsluvél eða töfrasprota til að mauka. Maukið má frysta.

183
Grilluð grænmetissamloka

Grilluð grænmetissamloka

Þessi er nú einföld en engu að síður bragðgóð og með alveg hellings grænmeti. Það er upplagt að nota afgangana úr ísskápnum í vikulok, í eina svona grillaða.

184
Afrískur pottréttur, litríkur og hollur

Kitheri (afrískur pottréttur)

Þennan pottrétt smakkaði ég fyrst í Afríku (Kenya) árið 2005. Mér fannst hann hrikalega góður en eftir ótal ferðir

185
Biscotti með pistachiohnetum

Biscotti með pistachiohnetum

Ég elska biscotti. Það er handhægt (passar vel í t.d. nestisbox og bakpoka), geymist vel, er frekar auðvelt að búa til og er bara nokkuð hollt.

186
Dásamlega góður banana- og kókosdrykkur (smoothie)

Banana- og kókosdrykkur

Þetta er afar bragðgóður, einfaldur og hollur drykkur (smoothie).

187
Kókosbrauðbollur í skál frá Uganda

Kókosbrauðbollur

Þetta er það brauð sem ég baka sennilega hvað oftast og geri þá yfirleitt brauðbollur frekar en brauð. Mér finnst það svo létt og fínt og alveg ofsalega bragðgott.

188

Svampbotnar Freyju M.

Uppskriftin að þessum svampbotnum koma frá notanda vefjarins, konu að nafni Freyja M.

189
Undir áhrifum frá New York, hollt og gott grænmetissalat

New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum

Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.

190
Kex fyrir ástralska og nýsjálenska hermenn

Ástralskt hermannakex (ANZAC)

Þessi uppskrift kemur frá einum notanda vefjarins sem heitir Sólborg Hafsteinsdóttir.

191
Holl sulta upplögð á vöfflurnar

Döðlusulta

Þetta er heimsins einfaldasta sulta og passar rosa vel með t.d. vöfflum, í haframjölstertur (milli laga) ofan á kex með osti, ofan á hummus og margt fleira.

192
Gulrótar- og bananabrauð

Gulrótar- og bananabrauð

Þetta er svona kökubrauð (þrátt fyrir að vera í laginu eins og kaka) og er fínt með t.d. tei eða kaffi.

193
Glúteinlausar grískar möndlukökur, upplagðar með kaffinu

Grískar möndlukökur

Þetta eru svokallaðar grískar möndlukökur.

194
Jógúrtís með ananas og kiwi

Jógúrtís með ananas og kiwi

Þetta er dálítið suðrænn ís þar sem í honum er meðal annars ananas og kiwi.

195
Nammi namm mangó og kókos

Mango- og kókosís

Þessi ís er afar bragðgóður enda mjög skemmtilegt bragð sem kemur þegar maður blandar mango og kókos saman.

196
Svo gott með kaffinu, biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim

Biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim

Þessar biscotti kökur eru meiriháttar góðar með kaffinu, frábærar til að dýfa í teið eða kaffið.

197
Gott að maula

Hrískökur með súkkulaði eða carob

Þetta er einstaklega fljótlegt og upplagt að gera þegar mann langar í eitthvað sætt en ekki neitt of óhollt.

198
Svolítið gult og gróft en rosa gott

Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi

Þetta er orkumikið brauð og tilvalið á köldum vetrardegi þegar mann langar að kúra sig inni með te, brauð og ost.

199
Linsubaunamauk úr gulum linsum

Gult linsubaunamauk

Þetta er fínasta baunamauk, rosa gott til að dýfa pítubrauði í eða setja ofan á nýbakað brauð, eða hrökkbrauð. Maukið er einfalt og afar ódýrt.

200
Fínt súkkulaðikrem á kökur

Súkkulaðikrem á köku

Fínt krem á flestar kökur. Það er ekki oft sem súkkulaðikrem er beinlínis hollt en hér er krem sem nota má með góðri samvisku og inniheldur meira að segja járn og andoxunarefni og fleira gott fyrir okkur!

201
Súkkulaðibiscotti, æði með kaffinu

Súkkulaði biscotti með möndlum og þurrkuðum kirsuberjum

Ég fann einhvern tímann uppskrift að súkkulaðibiscotti sem innihélt um 310 grömm af sykri. Ég lýg því ekki.

202
Súkkulaði tofubúðingur

Súkkulaðibúðingur (með tofu)

Já það er magnað að þessi búðingur sé hollur. Enginn rjómi, ekkert smjör, ekkert matarlím og aðeins 4 mtsk rapadura hrásykur.

203
Hollur og próteinríkur túnfisksréttur

Túnfiskur með núðlum

Þetta er afar próteinrík og holl fæða og ekki amalegt að fá sér svona fína blöndu af kolvetnum og próteinum eftir ræktina! Gerist varla betra.

204
Sólskinskúla

Sólskinskúla

Við kaupum okkur oft svona sólskinskúlur í heilsubúðum hér í London. Þetta eru í raun bara sólblómafræ, rúsínur, hrískökur og byggmaltsíróp (enska: barley malt syrup) blandað saman í kúlu og látið harðna.

205
Lillablár berjadrykkur (smoothie)

Berja- og tofudrykkur

Þessi berjadrykkur (smoothie) er stútfullur af hollustu eins og andoxunarefnum úr berjunum ásamt próteinum, járni og C vítamíni. Mmmmmmm.

206
Frosin jesúterta, full af vítamínum en alger orkubomba

Frosin jesúterta

He he, fyndið nafn í ljósi þess að ég er minnst trúaða manneskja sem fyrir finnst.

207
Kókosbrauðbollur með pistachio hnetum

Kókosbrauðbollur með pistachio- og heslihnetum

Þetta er rosa fín uppskrift sem við Jónsi vinur minn bjuggum til á Skóló eitt kvöldið (þ.e. í íbúðinni á Skólavörðustíg).

208
Syndsamlega góðir sesamtoppar með hlynsírópi

Sesamtoppar

Þessir eru hættulega góðir, svo góðir að mann langar ekkert að hætta að borða þá.

209
Satay hnetusósan unaðslega

Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)

Þessi réttur er hreinn unaður. Hann er hitaeiningaríkur svo maður ætti nú bara að borða hann spari en hann er syndsamlega góður (ég borðaði hann með grænmeti og hann var dásamlegur).

210
Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ég bjó til þessar bollur því mig langaði í bollur til að bera fram með tómatsúpunni frá Zansibar.

211
Afrísk tómatsúpa, holl og góð.

Tómatsúpa frá Zanzibar

Þessi súpa er mjög einföld og æðislega góð (auk þess að hún er að springa úr vítamínum og andoxunarefnum!).

212
Heitir ávextir með ís

Heitur ávaxtaeftirréttur með hnetum

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá Smára bróður og Önnu Kristínu konunni hans. Þetta er hollur og góður eftirréttur, fullur af vítamínum og andoxunarefnum ásamt hollri fitu úr hnetunum.

213
Vefjur með spínati og hummus

Vefjur með spínati og hummus

Þessi réttur er svo hollur og svo einfaldur að það er hálf asnalegt að borða hann ekki á hverjum degi!

214
Franskar pönnukökur með grænmeti og byggi innan í.

Fylltar pönnukökur (crepes) með grænmeti og byggi

Hver hefur ekki prófað franskar pönnukökur („crepes”)? Unaðslegur, en oft óhollur matur.

215
Malasíska kókossúpan með núðlum og rækjum

Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.

216
Polenta - kornbrauð

Kornbrauð (Polenta) með fræjum

Mig langaði að prófa eitthvað annað en venjulegt speltbrauð og ákvað að prófa kornmjöl (polenta) sem er unnið úr maís.

217
Allt er vænt sem vel er grænt

Græni ísinn

Þessi ís er ofsalega hollur og góður. Svo er hann ljómandi fallegur á litinn svona fagurgrænn!! Það er ekki alltaf sem ísinn kemst alla leið í frystinn því blandan sjálf er svo fáránlega góð.

218
Grillsósan fína frá Afríku

Grillsósa Abdalla Hamisi

Þegar við fórum í eina af ferðunum okkar til Afríku (Kenya) vorið 2006 þá gistum við á stað, sunnarlega á Diani ströndinni í Mombasa.

219
Þó ekki sé það franskt þá er snittubrauðið engu að síður gott

Snittubrauð

Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

220
Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!

Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka.

221
Bruschetta með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu

Bruschetta (snittubrauð með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu)

Þetta er svoooo, svoooo, svoooo góð samsetning og ekki versnar hún með vel þroskuðu avocadoi söxuðu ofan á tómatana. Namm.

222
Ís án mjólkur, aðaluppistaðan er cashewhnetur

Cashewís

Þetta er ægilega góður ís og hentar vel fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða vilja engar dýraafurðir og/eða eru jurtaætur (enska: vegan).

223
Mango chutney, frábært með indverskum mat

Mangomauk (mango chutney)

Ég er svo ótrúlega montin yfir að hafa búið til mango chutney og það eitt besta mango chutney sem ég hef smakkað.

224
Mangokarrísósa, hentar með margvíslegum mat

Mangokarrísósa

Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk!

225
Döðlu- og tofudrykkur (smoothie)

Döðlu- og tofudrykkur

Þetta er einföld og holl uppskrift og hentar vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Í uppskriftina þarf frosinn banana en ef þið eruð ekki búin að frysta bananann, setjið þá nokkra&;ísmola út í.

226
Litrík og falleg kaka, fín í hvaða veislu sem er

Dökk súkkulaðikaka (án súkkulaðis)

Þetta er bara ansi sniðug uppskrift. Þessi kaka inniheldur ekki súkkulaði eða kakó, ekkert smjör, ekkert hveiti, engan sykur, engan flórsykur og engan rjóma! Aðaluppistaðan er hnetur og carob.

227
Spaghetti með sveppum

Spaghetti með sveppum

Þetta er fín og einföld uppskrift og þurrkuðu sveppirnir gefa sterkt og gott sveppabragð.

228
Orku- og próteinbitar, voða hollir og góðir

Próteinbiti með carob

Þessir bitar eru hið fullkomna nesti í bíltúrinn, gönguna eða vinnuna. Þeir eru sætir, fullir af próteinum og kalki, andoxunarefnum og hollri fitu.

229
Eftirrétturinn; sumar og sólskin í glasi

Eftirréttur úr sojajógúrti

Prótín, vítamín og flókin kolvetni, kalk og engar mettaðar fitusýrur til að stífla æðarnar. Uppskriftin að hinum fullkomna eftirrétti? Já líklega.

230
Drykkurinn fíni úr jarðarberjum, bönunum og tofu

Jarðarberja- og banana tofudrykkur

Þessi drykkur er fullur af próteinum og vítamínum og er upplagður eftir ræktina eða í eftirmiðdaginn þegar mann vantar orkuskot.

231
Súpa með 10 þúsund hráefnum, eða þar um bil

Thailensk laksa (ekki laxa) súpa

Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.

232
Dásamlega þykkur og góður drykkur (smoothie)

Ananasdrykkur

Þetta er hollur og góður drykkur, ananas á að hreinsa þvagfærakerfið, bæta meltinguna (inniheldur meltingarensímið bromelain), styrkja beinin, lækka blóðþrýsting, er trefjaríkur og ég veit ekki hvað.

233
Orkubiti með carobkremi

Orkubiti með carobkremi

Þetta eru verulega, verulega hollir orkubitar, saðsamir, næringarríkir, fullir af vítamínum, steinefnum, hollri fitu, próteinum og flóknum kolvetnum.

234
Gamli góði hafragrauturinn

Hafragrautur

Hafragraut er nú óþarft að kynna. Hann er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta bensín sem maður getur fengið fyrir daginn.

235
Ískaffi

Íslatte að hætti Freysa

Ég fékk svona íslatte fyrst á kaffihúsi sem heitir Englen í Árhúsum sumarið 2006. Setið var úti í ógnarhita í garðinum bak við kaffihúsið.

236
Hreinsandi og nærandi

Ananas- og bláberjadrykkur

Þessi bláberjadrykkur (smoothie) er sannkallaður vítamíndrykkur. Í bláberjum eru sterk andoxunarefni, B og C vítamín ásamt kalín og kalki og fleira.

237
Svalandi, seðjandi og afar hollur drykkur

Avocado- og hnetudrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er í raun heil máltíð. Hann er fullur af trefjum, próteini, A, C og E vítamínum, kalki og hollri fitu. Sannkölluð vítamínsprengja.

238
Vítamín og hollusta í glasi

Svalandi melónudrykkur frá Kenya

Ég gleymi aldrei þegar við komum til Mombasa vorið 2006 í kæfandi hita og fengum ískaldan melónudrykk í glasi þegar við komum á hótelið okkar. Nammmmmm. Það er fátt meira hressandi í sumarhita.

239
Próteinkrem

Próteinkrem

Þetta krem er EINGÖNGU hugsað fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum og eru á fullu í líkamsræktinni. Það er EKKI ekki ætlað börnum (nema í samráði við lækni).

240
Próteinbitar fyrir líkamsræktina

Próteinbitar

Þessir bitar eru eingöngu hugsaðir fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum eða eru í líkamsrækt og eru ekki hentugir fyri

241
Þrílitt salat í ítölsku fánalitunum, rauðum, grænum og hvítum

Mozzarella salat með tómötum og basil

Þetta salat þekkja eflaust margir sem hafa verið á Ítalíu og er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Ítalir lifa svona lengi.

242
Litríkt og hollt salat

Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)

Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.

243
Útilegunúðlur í íslenskri náttúrunni

Útilegunúðluréttur

Þessi uppskrift er eiginlega hugmyndin hans Jóhannesar.

244
Frábær orkugjafi

Döðlu- og hnetubiti

Þessir hnetubitar eru frábærir í skólann, ræktina, vinnuna, gönguna, hestaferðina og útileguna.

245
Kraftar í kögglum, góður próteinbiti fyrir ræktina

Kraftaköggull - fyrir ræktina

Þessir orkubitar eru alveg svakalega fínir og alveg æðislegir eftir ræktina til að hjálpa vöðvunum aðeins til að stækka.

246
Nektarínu- og perudrykkur

Nektarínu- og perudrykkur

Perur eru trefjaríkar og fullar af C og K vítamínum. Fæstir vita að perur er sá ávöxtur sem veldur hvað minnsta fæðuofnæmi af öllum ávöxtum.

247
Kartöfluflögur...svo hollar

Kartöfluflögur

Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.

248
Hollur og seðjandi gulrótardrykkur

Gulrótar- og ávaxtadrykkur

Gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium) og þær innihalda einnig járn.

249
Gulrótarkaka sem lítur út eins og óholl kaka en er voða holl

Gulrótarkaka með möndlu- og kókoskremi

Kaka sem er best á þriðja degi! Hún er full af kalki, próteinum, hollri fitu og milljón vítamínum.

250
Ávaxta- og cashewhnetuís

Ávaxta- og cashewhnetuís

Þessi ís er ekkert nema vítamín og hollusta. Uppskriftin að ísnum kemur úr bók sem heitir einfaldlega RAW eftir strák að nafni Juliano.

251
Töfradrykkurinn

Töfradrykkur fyrir krakka

Þessi er heldur betur upplagður fyrir krakka. Litirnir eru svo skemmtilegir og ef maður hrærir í drykknum þá breytast litirnir eins og fyrir töfra.

252
Morgunmatur í glasi, góð byrjun á deginum

Morgunverður í glasi

Þessi drykkur er beint úr bókinni Innocent smoothie recipe book frá Innocent fyrirtækinu hér í London sem gerir bestu smoothie drykki í heimi (að mínu mati!!).

253

Melónu-, peru- og ananasdrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er einstaklega nærandi og hreinsandi því bæði melónur og perur eru trefjaríkar. Góður drykkur fyrir sál og líkama!

254
Gulrótar- og bananaskonsur

Gulrótar- og bananaskonsur

Þar sem ég er akkúrat nýkomin frá Skotlandi þá get ég ekki annað en sett inn uppskrift að skonsum.

255
Melónu- og perudrykkur

Melónu- og jógúrtdrykkur

Hreinsandi og nærandi drykkur (smoothie), fullur af vítamínum. Upplagður í morgunsárið eða að loknum krefjandi vinnudegi þegar mann langar í eitthvað sætt... en hollt.

256
Sultukaka með carobkremi

Sultukaka með carobkremi

Þessi kaka er holl og góð og sérlega sniðug ef maður þarf að útbúa köku með góðum fyrirvara því hún geymist í margar vikur, innpökkuð í ísskáp og verður bara betri þannig.

257
Sætar kartöflur með salsa og rifnum osti

Bakaðar sætar kartöflur með osti og tómatsalsa

Þessi uppskrift er nánast beint upp úr ofsalega góðri bók sem ég á og heitir Gluten-free Cooking. Mæli með henni fyrir þá sem þurfa að passa glútein í mat.

258
Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Ég bjó til þetta brauð úr afgöngum sem ég átti úr sætum kartöflum. Brauðið er trefjaríkt og ríkt af C vítamíni en verður svolítið þurrt á öðrum degi.

259
Útilegupottréttur með kúskús

Útilegupottréttur með kúskús

Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.

260
Fjölskylduvæn og frábær súpa

Graskerssúpa með grilluðu maískorni

Þessi uppskrift kemur nánast beint upp úr Delia Smith grænmetisbókinni minni (Delia's Vegetarian Collection) sem er frábær.

261
Ilmandi kryddað graskerskökubrauð

Kryddað graskerskökubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt að gera þegar maður á svolítinn afgang af graskeri því maður þarf bara 225 g af graskersmauki í uppskriftina.

262
Jólakaka með ensku ívafi, en holl

Jólakaka með ensku ívafi

Bretar elska puddingana sína (puddings).

263
Rúsínuklattar. Ljótir en góðir

Rúsínuklattar

Þetta eru nú eiginlega þykkar pönnsur með rúsínum og jógúrti/súrmjólk.

264
Kaka með kremi úr sætum kartöflum

Möndlu- og furuhnetukaka með kremi úr sætum kartöflum

Ég átti afganga af sætum kartöflum og vissi af þessari uppskrift frá hinni frægu hráfæðiskonu Nomi Shannon (úr bókinni The Raw Gourmet).

265
Góð og holl hnetusteik

Hnetusteik

Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Green World Cookbook: Recipes from Demuths Restaurant og er uppskriftabók frá samnefndum grænmetisstað í Bath, Englandi.

266
Villisveppasósa (maukuð aðeins með töfrasprota)

Villisveppasósa

Þessi sósa passar einstaklega vel með karríhnetusteikinni en er mjög fín með öðrum mat líka.

267
Mjög líklega hollasta jólakonfektið!

Jólakonfekt

Þetta konfekt er nokkuð hollt og gott jólakonfekt, fullt af próteini, hollri fitu, trefjum, C vítamíni, flóknum kolvetnum, andoxunarefnum og járni.

268
Ilmandi ljúffengar smákökur

Döðlu- og appelsínusmákökur

Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á og heitir Vegan Cooking.

269
Svolítið ying og yang kúlur, annar helmingurinn er ljós og hinn dökkur

Möndlukúlur frá miðausturlöndum

Þetta konfekt myndi seint teljast létt. Eftir kvöldmat, með kaffinu er maður eiginlega saddur eftir hálfa svona kúlu.

270

Hnetusteik II

Þetta er hnetusteik sem ég hef stundum gert um jól og hún er frá Sólveigu á Grænum Kosti. Alveg stórgóð steik úr frábærri bók.

271
Þeyttur cashewhneturjómi

Cashewhneturjómi

Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum.

272
Majones í skál

Majones

Þessi uppskrift kemur upprunalega frá breskri konu að nafni Eliza Acton og gaf hún uppskriftina út árið 1840. Ég bætti aðeins við uppskriftina þ.e. setti sinnepsduft, karrí og svolítið agavesíróp saman við.

273
Majones, aldrei hollt svo sem en heimatilbúið er alltaf best

Majones II

Heimatilbúið majones.

274
Syndsamlega góðar jólasmákökur

Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur

Þó þið prófið bara eina smákökuupskrift um jólin þá myndi ég prófa þessa. Smákökurnar eru syndsamlega góðar, algerlega ávanabindandi.

275
Tær og heitsúr sveppasúpa

Tær og heitsúr sveppasúpa

Þessi kemur úr bók sem heitir Veggie Chic eftir Rose Elliot. Súpan er sérlega bragðgóð og þó að ég ætti ekki kaffir lime leaves eða enoki sveppi þá tókst hún rosa vel.

276
Detoxdrykkur

Hreinsandi peru-, gulrótar- og engifersafi

Þennan hreinsandi (detox) drykk er gott að gera í safapressu en fyrir þá sem eiga ekki slíka græju er alveg hægt að mauka perurnar í blandara en þá er drykkurinn aðeins þykkari.

277
Vítamínbomba

Appelsínu, gulrótar og engifersdrykkur

Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka. Engiferið róar magann og oft hefur engifer verið talið betra en sjóveikistöflur þegar maður er sjóveikur.

278
Núðlur í japönskum stíl

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.

279
Aduki baunaspírur vinstra megin, óspíraðar baunir hægra megin

Aduki baunaspírur

Það er ekki erfitt að spíra baunir. Það eina sem maður þarf er krukka, vatn og baunir. Mér finnst reyndar erfiðast að láta Aduki baunir spírast, þær eru pínulítið tregar.

280
Mung baunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Mung baunaspírur

Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.

281
Kjúklingabaunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Kjúklingabaunaspírur

Kjúklingabaunaspírur eru æðislega góðar og komu mér reglulega á óvart. Það er auðveldast að spíra þær af þeim baunum sem ég hef prófað og þær geymast ágætlega í kæli.

282
Mildur og góður fyrsti grautur

Fyrsti grauturinn

Hrísgrauturinn er eitt af því fyrsta sem börn smakka á, á eftir móðurmjólkinni. Hrísgrautur sem ætlaður er ungbörnum fer vel í maga og er mildur á bragðið án þess þó að vera alveg bragðlaus.

283
Grautur fyrir yngsta fólkið

Maís- eða hrísmjölsgrautur

Þessi uppskrift er ósköp venjuleg uppskrift að morgungraut fyrir yngsta fólkið. Grauturinn er léttur í maga og glúteinlaus.

284
Gulrótarmauk, svo hollt og gott

Gulrótarmauk

Gulrótarmauk hentar vel sem fyrsta grænmetismaukið og flest börn eru mjög hrifin af mildu, sætu bragðinu.

285
Ljúfar, mildar og bragðgóðar

Mauk úr sætum kartöflum

Sætar kartöflur eru afar gómsætar sérstaklega fyrir minnstu sælkerana. Litlu börnunum líkar yfirleitt afar vel við sætt, milt bragðið og maukið fer einnig vel í magann.

286
Kartöflumauk

Kartöflumauk

Kartöflumauk eitt og sér er ekki endilega lystugt né gott á bragðið en maukað saman við ýmislegt annað grænmeti er það góð viðbót í fjölbreyttri fæðu ungs barns.

287
Avocadomauk

Avocadomauk

Avocadomauk hljómar kannski ekki vel fyrir suma fullorðna en avocado er svo bráðhollt að maður ætti að byrja að borða það um leið og maður getur!

288
Blandað grænmetismauk í ísmolaboxi

Blandað grænmeti

Þegar tíminn er naumur (eins og alltaf þegar maður er með smábarn á handleggjunum) getur verið gott að mauka mikið magn í einu og frysta. Það sparar manni ómældan tíma.

289
Gulrót og kartafla, sígild blanda

Gulrótar- og kartöflumauk

Þessi blanda, gulrætur og kartöflur er sígild blanda sem örugglega flest börn hafa smakkað einhvern tímann á fyrsta æviárinu.

290
Spergilkál og hrísmjöl, járnríkt og gott mauk

Spergilkáls- og hrísmjölsmauk

Hrísmjöli má blanda við flest ávaxta- og grænmetismauk.

291
Sæt kartafla með hrísmjöli, góð blanda

Mauk úr sætum kartöflum og hrísmjöli

Þessi samsetning er hentug því hún er bæði bragðgóð, mild og fer einnig vel í maga. Lítil kríli fúlsa ákaflega sjaldan við sætum kartöflum og með hrísmjöli getur þessi samsetning ekki klikkað!

292
Tvenns konar mauk

Tvenns konar mauk: Spergilkál og sæt kartafla með hrísmjöli

Þegar búið er til mikið magn af maukuðu grænmeti í einu er um að gera að prófa sig áfram með hráefni og hlutföll.

293
Perumauk, einfalt og hollt

Perumauk

Þetta mauk er hentugt sem fyrsta ávaxtamaukið því perur hafa þann eiginleika að vera nánast lausar við ofnmæmisvaldandi efni.

294
Sætt og milt í maga

Eplamauk

Epli eru prýðileg sem fyrsta mauk þar sem þau valda afar sjaldan ofnæmi hjá litlum börnum.

295
Epla- og perumauk, góð blanda

Epla- og perumauk

Epli og perur eru góð blanda og betri hjón í ávaxtaríkinu er vart hægt að hugsa sér!

296
Bananamauk, mjög einfalt

Bananamauk (og ýmis afbrigði af bananamauki)

Bananamauk er alveg ótrúlega sniðugur matur. Ekki bara fyrir lítil börn heldur nota ég oft bananamauk t.d. í drykki (í blandara) og í bakstur.

297
Mangomauk

Mangomauk

Mango eða papayamauk er hentugt mauk fyrir litlu krílin en það þarf að gæta þess að ávöxturinn sé vel þroskaður því annars er hann allt of súr.

298
Nammi namm, avocado og banani

Avocado og bananamauk

Þegar maður blandar saman avocadoi og banana þá verða einhverjir töfrar til.

299
Kannski ekki fallegt á litinn en afar hollt mauk engu að síður

Sveskjumauk

Þetta mauk er afar hollt og gott. Lítil börn eru yfirleitt mjög hrifin af sveskjum en þess þarf að gæta að þau séu vel maukuð.

300
Gómsætt mauk

Banana- mango og sveskjumauk

Þessi blanda er heppileg fyrir börn sem eru farin að tyggja litla bita. Það þarf að mauka sveskjurnar vel því oft eru litlar flyksur eftir sem litlum börnum gengur illa að kyngja.

301
Hollur kvöldmatur fyrir litla kroppa

Gulrótar-, avocado- og kartöflumauk

Þetta mauk er hentugt að því leytinu að það inniheldur flókin kolvetni og er fyllandi. Það er einnig mátulega sætt vegna gulrótanna og hentar því vel sem grunnmauk með meira grænmeti.

302
Sætar kartöflur og spergilkál

Sætar kartöflur og spergilkál

Sætar kartöflur eru yfirleitt mjög vinsælar hjá yngstu sælkerunum. Þær eru auðmeltar, góðar og sætar og innihalda fullt af vítamínum.

303
Grænt og vænt

Sætar kartöflur, spergilkál, spínat og avacado

Til að koma spínati ofan í litlu krílin getur stundum þurft að dulbúa það enda er það svolítið rammt og bragðsterkt svona eitt og sér.

304
Grænt og hollt

Spergilkálsmauk

Spergilkál (brokkolí) inniheldur járn og mikið af C, K og A vítamíni.

305

Fiskur með kartöflum og grænmeti

Þessi uppskrift kemur úr bæklingi sem heitir Næring ungbarna og er gefin út af Manneldisráði og Miðstöð heilsuverndar barna.

306

Grænmetissoð

Þetta soð má nota í alls kyns grauta og súpur og sömuleiðis má nota það til að sjóða t.d. kjúkling eða fisk í.

307

Kjúklingur með blaðlauk, gulrótum og grænum baunum

Þessi réttur kemur úr frábærri bók Annabel Karmel Top 100 Baby Purees. Hægt er að nota lambakjöt, fisk eða nautakjöt í staðinn fyrir kjúklinginn.

308
Rauður og hollur drykkur

Rauðrófudetoxdrykkur

Ég fann þessa uppskrift aftan á umbúðum drykkjar sem ég keypti frá Innocent hér í London en sá var einmitt detox drykkur.

309
Vítamíndrykkur fullur af járni

Járnríkur og hreinsandi vítamíndrykkur

Ég er sko ekkert að ýkja með því að nefna þennan drykk vítamíndrykk því hann er stútfullur af hollustu.

310
Indversk súpa og afar holl

Mulligatawny súpa (indversk grænmetissúpa)

Einu sinni pantaði ég Mulligatawny súpu á indverskum veitingastað á Brick Lane, London.

311
Skonsur undir japönskum áhrifum

Skonsur með grænu tei og rúsínum

Á ferð okkur um Japan áramótin 2006-7 sáum við á fjölmörgum stöðum að verið var að selja skonsur hvers konar og oft voru þær grænleitar og var þá notað grænt te í uppskriftina.

312
Mango- og engiferssúpa frá Kenya á masai dúk

Mango- og engiferssúpa frá Masai Mara

Þessa súpu fékk ég hjá stúlku sem heitir Margaret Ngugi en hún er kokkur á Mara Simba Lodge í Masai Mara í Kenya en þar dvaldi ég í nokkra daga í febrúar 2007.

313
Brauð með graskers- og sólblómafræjum (án glúteins)

Brauð með graskers- og sólblómafræjum

Þetta er fyrsta glúteinlausa brauðið sem ég set inn á vefinn. Ég gerði þetta brauð örugglega 100 sinnum því það misheppnaðist alltaf en þessi uppskrift á að vera skotheld!

314
Appelsínu- og engiferkaka, glúteinlaus

Appelsínu- og engiferkaka

Þessi kaka er án glúteins og hentar því vel fólki sem þolir glútein illa eða hefur ofnæmi fyrir því. Kakan er mjög góð með kaffinu og er frískleg á bragðið.

315
Glúteinlausir brauðvasar

Brauðvasar

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu glúteinlausa brauði, þetta eru ekki bollur og ekki brauð heldur meira svona eins og vasar.

316
Glúteinlausir möffinsar

Pistachio og súkkulaðibitamuffins

Þessi uppskrift er glúteinlaus og er úr bókinni Gluten-Free French Desserts and Baked Goods eftir Valérie Cupillard.

317
Kókos- og laxasúpa með núðlum

Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.

318
Kræklinga- og kartöflusúpa

Kræklinga- og kartöflusúpa

Þessi súpa er saðsöm og góð og ódýr í þokkabót, kostar innan við 1000 krónur fyrir fjóra! Samt sem áður er þetta súpa sem ég yrði glöð að fá á veitingahúsi, svo góð þótti mér hún.

319
Hollustupopp fyrir alla fjölskylduna!

Hollustupoppkorn

Þetta poppkorn er alveg örugglega hollasta poppkorn sem þið getið búið til. Það er nauðsynlegt að eiga loftpopptæki (air popper) en slík tæki fást í flestum heimilistækjabúðum.

320
Hressandi engifer- og melónudrykkur

Engifer- og melónudrykkur

Þessi drykkur er bara fullur af hollustu. Engifer er hreinsandi og gott fyrir meltinguna og melónan er full af vítamínum. Nota má bæði Galia melónu (ljósgræn að innan) eða hunangsmelónu.

321
Einstaklega hressandi og kemur á óvart

Hressandi morgundrykkur með sætri kartöflu

Þessi drykkur kemur manni af stað á morgnana. Það er smá leyniinnihald í uppskriftinni en það er sæt kartafla! Það er gaman að bjóða gestum upp á þennan drykk og leyfa þeim að giska á innihaldið.

322
Avocado og ananas

Avocado- og ananasdrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er frábær fyrir alla fjölskylduna.

323
Sætur og járnríkur risaeðludrykkur

Sætur og járnríkur spergilkálssafi (risaeðludrykkur)

Þessi drykkur er einstaklega vítamínríkur og hressandi. Í spergilkáli (brokkolíi) er mikið af C og K sem og A vítamínum.

324
Eiturrauður og vítamínríkur safi

Rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi safi er stútfullur af vítamínum og hollustu.

325
Uppáhalds morgunmaturinn minn

Muesli með hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum

Hrikalega hollt og heimatilbúið muesli fyrir utan að vera bæði ódýrara og betra en út úr búð (að mínu mati að minnsta kosti).

326
Vítamínríkur sellerísafi

Járnríkur sellerí-, rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi kemur beint af beljunni svo að segja eða réttara sagt úr bókinni Innocent smoothie recipe book: 57 1/2 recipes from our kitchen to yours og er ein af mínum uppáhalds.

327
Sumarlegur og frískandi safi

Kiwi- og límónusafi

Þegar Jóhannes smakkaði þennan drykk sagði hann: „Þennan drykk væri ég til í að kaupa oft”.

328
Afrískur baunaréttur

Zanzibar baunir með sætum kartöflum í kókossósu

Zanzibar tilheyrir Tanzaníu sem liggur í austurhluta Afríku. Ég kom til Zanzibar haustið 2007 og féll alveg fyrir töfrum eyjarinnar.

329
Hollir orkubitar

Banana-, döðlu- og möndlustangir

Ef þessar orkustangir koma ykkur ekki upp síðustu metrana upp fjallið þá veit ég ekki hvað gerir það. Þær eru stútfullar af próteinum, flóknum kolvetnum, hollri fitu og meira að segja kalki!

330
Glúteinlausir muffinsar

Bananamuffins

Þessir glúteinlausu bananamuffinsar komu aldeilis á óvart því bæði ég og Jóhannes mauluðum þá með góðri lyst.

331
Sumarlegir muffinsar

Ananas- og gulrótarmuffins

Nammi namm. Þessir eru sumarlegir og góðir með fullt af vítamínum, trefjum og viðlíka hollustu.

332
Frískandi og ljúf kaka

Banana- og hnetukaka með sítrónu-kókoskremi

Þessi holla og sumarlega kaka er óskaplega einföld og það þarf engan bakstursofn til að útbúa hana og hentar því vel t.d. í sumarbústaðnum ef þið eruð ekki með bakaraofn.

333
Fínasta útilegumáltíð

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum

Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!

334
Epla- og vínberjasafi

Epla- og vínberjasafi

Þessi drykkur er nú eins einfaldur og þeir gerast helst. Nota má blá, græn eða rauð vínber (blá eru hollust því þau innihalda mest af andoxunarefnum) en mikilvægt er að þau séu steinalaus.

335
Gulrótarsafinn sívinsæli

Gulrótar- og sellerísafi

Þessi safi er frægur í safaheimum (sennilega jafn frægur og Madonna í mannheimum) en líklega þarf hann samt ekki lífverði og svoleiðis.

336
Litríkur, afrískur grænmetisréttur

Sætar kartöflur í hnetu- og engifersósu

Sætar kartöflur eru notaðar mikið í vestur Afríku og ásamt hnetum gerir þennan rétt bæði saðsaman og sætkryddaðan.

337
Hollar vöfflur

Vöfflur

Það er ekki mikið hægt að segja um vöfflur nema að þær eru rosalega góðar, allavega ef þær eru hollar.

338
Bláberjagrautur er frábær með ferskum bláberjum á haustin

Bláberjagrautur

Þessi uppskrift er tilvalin í berjavertíðinni. Það er ekkert betra en að nota fersk bláber í matinn sinn, hvað þá fyrir litlu börnin.

339
Bláberjalummur, þjóðlegar og góðar

Lummur með bláberjum

Ekta góð lummuuppskrift en auðvitað holl. Það er ekkert betra en að nota fersk bláber úr berjamó!

340
Blómkáls- og kartöflusúpa, fínasta uppskerusúpa

Blómkáls- og kartöflusúpa

Þessi súpa er fullkominn að hausti þegar maður getur notað fínu nýju kartöflurnar og ef maður býr svo vel að eiga blómkál úr garðinum þá er það sko ekki verra.

341
Allt er vænt sem vel er grænt - Hollt guacamole

Guacamole

Guacamole er í rauninni bara avocadomauk. Það hentar ótrúlega vel með alls konar krydduðum mat eða með burrito.

342
Salsa sem er eiginlega salat úr tómötum

Salsa

Þetta er uppskrift að hefðbundnu salsa sem oft er notað í mexikanskan mat en passar einstaklega vel sem meðlæti með öðrum mat líka, ekki síst grillmat sem og inn í vefjur.

343
Hollir kartöflubátar með salsa og guacamole.

Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa

Það er voðalega freistandi fyrir marga að leggjast í snakkát um helgar..fá sér tortillaflögur með quacamole og salsa!

344
Bláberjasulta, krydduð og bragðmikil

Krydduð bláberjasulta

Það er eitthvað algerlega frábært við að blanda saman bláberjum og kanil...samsetningin er eins og fullkomið hjónaband.

345
Litríkt rauðrófusalat

Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha

Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.

346
Grillað mango, gult eins og sólin

Grillað mangó

Þessi réttur er með einföldustu eftirréttum sem til eru en engu að síður er hann góður og hollur.

347
Diskurinn sem brauðið er á, er frá Tanzaníu og er ævaforn

Grillað brauð með tómatsósu, gulrótum og osti

Samsetningin, þ.e. gulrætur, tómatsósa og ostur hljómar kannski fáránleg en hún er líka fáránlega góð!

348
Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

349
Afrískur og heimilislegur ofnréttur

Eggaldin- og tómataofnréttur frá Kenya

Eggaldin og tómatar eru mikið notað hráefni í Kenya og þessi réttur er svona ekta heimilismatur (hjá þeim sem eiga á annað borð eldavél!) og vel seðjandi með góðu brauði.

350
Berist fram við engisprettuhljóð og hlébarðagelt

Spínatrétturinn úr dularfulla húsinu í skóginum í Nairobi

Það er löng saga að segja frá þessum rétti og hvernig ég fékk „uppskrift” að honum. Það atvikaðist þannig að í september 2007 var ég stödd alein í Nairobi.

352
Skálina á myndinni keypti ég á antíkmarkaði einum á Zanzibar

Graskers- og kókossúpa frá Zanzibar

Þessi súpa kemur úr bók sem heitir Zanzibar Kitchen. Það er fátt sem lýsir matnum á Zansibar jafnvel og þessi súpa.

353
Irio, afar vinsæll, afrískur réttur

Irio (kartöflustappa með lauk og baunum)

Þessi réttur er eins afrískur og hugsast getur. Þetta er hefðbundinn matur hjá Kikuyu ættbálkinum, svona eins og grjónagrautur er hjá okkur. Irio er afskaplega milt og gott fyrir magann.

354
Þessa mynd tók ég af teinu sem ég fékk í skóginum

Sítrónugraste úr kryddskóginum á Zanzibar

Þetta te fékk ég á Zanzibar haustið 2007.

355
Litríkur, afrískur grænmetisréttur

Spaghetti ya Mboga (spaghetti með bökuðu grænmeti)

Þessi einfaldi, afríski réttur kom mér á óvart. Ég leyfði tómötunum að malla vel og lengi og það borgar sig að vera þolinmóður því þannig verða þeir bestir og líkastir því sem maður fær í Afríku.

356
Dökkur búðingur, fullur af hollustu

Carobbúðingur

Ekki alveg Royal búðingurinn!!! Þessi hentar vel fyrir þá sem vilja gera vel við sig en vilja ekki óhollustuna sem fylgir venjulegum búðingum.

357
Glúteinlausar piparkökur

Piparkökur

Ég skora á ykkur að baka þessar og segja engum að þær séu glúteinlausar.

358
Glúteinlaust brauð úr hirsi og hrísmjöli

Þriggja korna hirsibrauð

Þetta glúteinlausa brauð er alveg prýðilegt og sérlega hollt. Það eru sólblómafræ, hörfræ og sesamfræ í því og maður getur sett hvaða fræ sem er í staðinn t.d. kúmen, sinnepsfræ, birkifræ o.fl.

359
Valhnetunammi

Valhnetu- og hunangsnammi

Jóhannesi fannst þessar rosalega góðar (og fleiri sem ég þekki) en mér fannst þær síðri, kannski af því að &

360
Fínar og glúteinlausar smákökur

Döðlubitakökur með carob

Það tók mig svolítnn tíma að smíða þessa glúteinlausu uppskrift, annað hvort var deigið allt of lint, allt of þurrt eða

361
Hafrakexið góða

Hafrakex

Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.

362
Gullnar piparkökur

Gullnar piparkökur

Maður minn...lyktin sem kemur þegar maður bakar þessar. Namm. Vildi að ég gæti pakkað henni í krukku og átt að eilífu.

363
Yndisleg hnetusteik

Karríhnetusteik

Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.

364
Graskers og bananamuffinsar

Graskers- og bananamuffins

Ég átti smá afgang af graskeri úr annarri uppskrift sem ég hafði verið að undirbúa og hugsaði með mér að ég vildi nú endilega nota það (ég hendi aldrei, aldrei mat).

365
Banana- og carobbitakökur

Banana- og carobbitakökur

Þessar eru einfaldar og nokkuð hollar þar sem tahini (sesamsmjör/sesammauk) er töluvert fituminna en t.d. venjulegt smjör og hefur þann kost að vera bæði járnríkt og kalkríkt sem og koparríkt.

366
Ilmandi graskersbrauð

Valhnetu- og graskersbrauð

Þessi uppskrift kemur reyndar aðeins breytt, úr bók sem heitir Farmer’s Market Cookbook (Uppskriftabók af bændamarkaðinum).

367
Hnetukökurnar góðu

Hnetusmjörskökur

Nú hugsið þið örugglega..... las ég rétt? Hnetusmjörskökur? Jú þið lásuð rétt. Ég hef notað hnetusmjör í mörg ár og margir hvá við.

368
Epla- og valhnetubaka

Epla- og valhnetubaka

Þessi baka er alveg svakalega holl því hún inniheldur holla fitu (omega 3 fitusýrur) úr valhnetunum sem og prótein, trefjar, flókin kolvetni og annað gott fyrir okkur.

369
Graskersmauk fyrir smáfólkið

Graskersmauk

Þetta mauk er sniðug viðbót fyrir ungbörnin því grasker er milt og gott og ekki of sætt. Það hentar vel sem grunnmauk sem maður getur fryst og bætt svo alls kyns hráefni út í.

370
Blóðdrykkurinn...ekki úr blóði heldur er hann góður fyrir blóðið!

Blóðdrykkurinn góði

Drykkurinn er ekki ÚR blóði (ég er ekki vampíra) heldur FYRIR blóðið...því þegar maður er lágur í járni þá er þessi drykkur upplagður.

371
Einfalda fiskisúpan

Einföld fiskisúpa

Þessi fiskisúpa er bæði einföld og ódýr og upplögð þegar maður á t.d. ýsusporð (ýsuafgang) í ísskápnum. Sem er oft einmitt í miðri viku.

372
Bauna- og spínatsúpa. Mengandi en góð.

Bauna- og spínatsúpa

Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.

373
Hálsbólgudrykkurinn fíni

Hálsbólgudrykkur

Ég krækti mér í svæsna hálsbólgu um daginn (sem er óvenjulegt því ég verð aldrei lasin) og vantaði eitthvað til að mýkja hálsinn sem var eins og sandpappír af grófleika 12.

374
Verulega hollur og góður drykkur

Möndlu-, döðlu- og engifersdrykkur

Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Healing Drinks og er hreint út sagt frábær.

375
Súpan frá 4 Market Place

Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London

Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).

376
Hreinsandi og nærandi safi

Peru- og engifersafi

Þessi safi er afar hreinsandi og vítamínríkur þar sem perur innihalda helling af&;C vítamíni. Til dæmis inniheldur ein pera 11% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni (og sama gildir um kopar).

377
Appelsínu- og kanilte, kryddað og frísklegt

Appelsínu- og kanilte

Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt.

378
Ekkert ráð er betra við kulda en heitur grjónagrautur!

Grjónagrautur

Heitið á uppskriftinni ætti eiginlega að vera „Grjónagrauturinn hans Jóhannesar..en mín uppskrift er samt betri”.

379
Grænmetisbakan góða, glúteinlaus og ofur holl

Grænmetisbaka með hnetu- og fræbotni

Þessi er upplögð fyrir þá sem eru með glúteinóþol því í bökunni er ekki þessi hefðbundni hveitibotn.

380

Peru- og engifermuffins

Þessi uppskrift kemur nokkuð breytt úr nýjustu bókinni hennar Nigellu Lawson, Nigella Express.

381

Tómatsúpa Höddu

Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

382
Ekki kannski mest spennandi útlitslega en súpan er samt létt og holl

Naglasúpan ódýra

Þegar maður á lítið í ísskápnum en er svangur hvað gerir maður þá? Jú maður býr til naglasúpu. Uppskrift af naglasúpu er til á öllum heimilum og þetta er mín útgáfa.

383
Verulega hollur og seðjandi matur

Pad Thai núðlur

Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.

384
Ein af uppáhaldssúpunum mínum þó ég segi sjálf frá

Gulrótar- og kókossúpa frá Zanzibar

Ég hef lengi leitað að uppskrift að gulrótar- og kókossúpu og er hér búin að búa til eina sem er blanda úr nokkrum uppskriftum.

385
Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

386
Litlu hollustubökurnar

Litlar ávaxtabökur með carob- og cashewkremi

Það er fátt sem toppar þennan eftirrétt í hollustu. Hann inniheldur holla fitu, trefjar, prótein, vítamín, flókin kolvetni og fleira gott fyrir okkur.

387
Diskinn á myndinni keypti ég á markaði í Kigali höfuðborg Rwanda

Baunaréttur frá Rwanda

Þegar ég var í Rwanda febrúar 2008 hitti ég stúlku að nafni Nadine í bænum Ruhengeri sem er við rætur Virunga fjallanna.

388
Kókos og hvítlaukmaukið

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu

Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.

389
Hnetusósan góða

Hnetusósa frá Uganda

Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.

390
Myndin er tekin við miðbaug í Uganda

Vefjur með avocadomauki og gulrótum frá Uganda

Þessar vefjur fengum við á miðbaug í Uganda febrúar 2008.

391
Gulrætur með afrískum áhrifum

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu

Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu.

392
Suðrænn og svalandi drykkur sem er frábær í hitanum

Svalandi ananas- og kókosdrykkur frá Uganda

Í rúmlega 40 stiga sátum við Jóhannes ásamt fleira fólki á Ginger sem er veitingastaður í bænum Jinja sem er alveg við upptök Nílar í Uganda eða þar sem Níl byrjar og Viktoríuvatn endar.

393
Swahilifiskur

Ofnbakaður Swahili fiskur með hnetusósu

Það eru sterk Swahili áhrif í þessum rétti en mikið er um fisk, engifer, hvítlauk, lauk og tómata við strendur Indlandshafs og víðar.

394
Mango- og bananamuffins með afrískum áhrifum

Mango- og bananamuffins með pecanhnetum

Það er eitthvað undursamlegt við mango, banana og pecanhnetur. Mango er gríðarlega mikið notað í Afríku og bananar einnig.

395

Sveskju- og bananamauk

Sveskjumauk er kannski ekki besta maukið til að prófa í fyrstu skiptin þar sem það er bæði trefjaríkt og losandi.

396

Sveskju- og perumauk

Fyrsta maukið sem börnin fá, ætti helst ekki að vera sveskjumauk þar sem það getur verið of gróft í magann og getur verið hæg&e

397
Holl og virkilega góð pastasósa

Pastasósa

Þessa pastasósu geri ég gjarnan þegar ég hef nægan tíma og mig langar að dútla í eldhúsinu. Það er eitthvað svo dásamlegt að búa til sína eigin pastasósu.

398
Myndina af pizzabotninum sem Lísa Hjalt bakaði

Pizzabotn

Þetta er spelt pizzabotn sem hentar vel í allan pizzabakstur. Venjulegir botnar eru með geri en þessi er gerlaus.

399
Létt og dásamlegt skyrkrem

Skyrkrem á kökur

Þetta krem passar á nánast allar kökur nema kannski ostakökur.

400
Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

401
Unaðslega mjólkurlausa mjólkin

Cashewmauks- og bananamjólk

Þessi drykkur er unaðslegur, hann er hreinlega eins og flauel upp í manni (ég hef ekki smakkað fljótandi flauel en er viss um að það bragðast sv

402
Maukið fagurlitaða

Kartöflu-, maískorna- og gulrótarmauk

Þetta er gott mauk fyrir litla kroppa en hentar ekki vel sem fyrsta grænmetismaukið. Það hentar betur börn sem eru farin að borða fasta fæðu og eru ekki með ofnæmi fyrir lauk.

403
Léttur og fínn hummus

Kúrbítshummus

Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.

404
Muffins með afrískum áhrifum

Pistachio- og döðlumuffins

Ég veit ekki hvers vegna mér datt í hug pistachio muffinsar þegar ég var við miðbaug Uganda mars 2008.

405
Súkkulaði- og kókosnammi....unaðslegt

Súkkulaði- og kókosnammi

Þetta er einfalt og þægilegt konfekt að búa til og upplagt til að eiga í ísskápnum þegar gesti ber að garði.

406
Thailenskar fiskikökur, bragðgóðar og ákaflega hollar

Thailenskar fiskikökur með sesamsósu

Fiskur og kökur eru kannski ekki tvö orð sem eiga heima í sömu setningunni en enska heitið yfir þessa gerð matar er engu að síður fish cake svo ég held því yfir á íslensk

407
Mjólkurlaus mjólkurdrykkur

Pistachiomjólk

Þetta er frábær morgundrykkur, mátulega sætur og afar saðsamur.

408
Lítríkt og hollt salat

Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu

Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.

409
Afríka í skál

Ávaxtasalat frá Afríku

Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.

410
Sætur og seðjandi bananadrykkur frá Nairobi

Bananadrykkur frá Nairobi

Það var um haustið 2007 þegar við Jóhannes vorum (oft sem áður) í Nairobi. Við vorum nýkomin frá Zanzibar en þar áður höfðum við verið að lóðsa nokkra hópa fólks um Kenya.

411
Holl og góð salatsósa

Epla- og tamarisósa (dressing)

Þessi tamarisalatsósa (dressing) er fín yfir salöt og alls kyns borgara og grillmat. Hún er algjörlega fitulaus og hentar því vel fólki sem vill fá bragðgóða salatsósu en ekki of hitaeiningaríka.

412
Frosnir bananar með ídýfu

Frosnir bananar með súkkulaði og ídýfu

Hafið þið séð þættina Arrested Development?

413
Kókosbananar með afrískum áhrifum

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.

414
Ferskur og góður sumardrykkur

Myntu-, kiwi- og ananasdrykkur

Þessi uppskrift er úr bókinni Lean Food sem er úr The Australian Women’s Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

415
Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.

416
Bláberja- og perudrykkur, fjólublár og góður

Bláberja- og perudrykkur

Perur hafa hreinsandi eiginleika og bláber eru hollustuheimsmeistarar, full af andoxunarefnum og járni. Þetta er sannkallaður hollustudrykkur og upplagt að nota bláberin úr berjamó haustsins.

417
Rabarbarasulta í hollari útgáfu

Rabarbarasulta

Mér hefur eiginlega alltaf þótt rabarbarasulta vond. Þangað til ég gerði mína eigin (svona er ég nú óþolandi he he).

418
Blómkálssúpa, upplögð með haustinu

Blómkálssúpa

Uppskrift þessi er afar einföld og um leið létt og ódýr og eiginlega það ódýr að kalla mætti súpuna Kreppusúpu.

419
Mildur og bragðgóður réttur

Indverskur réttur með sætum kartöflum og spínati

Afar mildur, og bragðgóður réttur.

420
Svolítið sæt og öðruvísi súpa

Haustsúpa með sætum kartöflum og eplum

Þessi súpa er fín fyrir krakkana því hún er mild og svolítíð sæt. Hún fer einkar vel í maga og er stútfull af C vítamínum. Það er ekkert glútein í súpunni og ekki heldur mjólk.

421

Rabarbara- og jarðarberjadrykkur

Elva vinkona mín lagði til að ég prófaði þennan drykk en hann er úr bókinni Innocent Smoothie Recipe Book sem ég held mikið upp á.

422
Glúteinlaus möndlukaka með bláberjabotni

Möndlu- og kókoskaka með bláberjabotni

Þessi kaka er án glúteins og er mjög einföld í smíðum. Ég fann uppskriftina á vef konu sem heitir Jeena og ég held mikið upp á.

423

Ofnbakað rótargrænmeti

Þessi uppskrift er upprunalega frá Deliu Smith sem ég held mikið upp á en ég hef þó gert örlitlar breytingar á henni (og þá er ég að meina uppskriftinni, …ekki Deliu ho ho).

424
Bláberjaísterta, fagurblá og holl

Bláberjaísterta

Hafið þið einhvern tímann spáð í hvort að bláber haldi fegurðarsamkeppni? Ég gat ekki annað eftir einn berjamóinn. Ég valdi þátttakendur í keppnina og við Jóhannes dæmdum.

425
Sígildur rabarbaragrautur nema svolítið í hollari kantinum

Rabarbaragrautur

Það er hægt að gera margar útgáfur af rabarbaragraut og til dæmis er gaman að sjóða bláber með og ég hef líka pr&oacu

426
Einn hollasti drykkur sem til er

Bláberjadrykkur með kókosvatni

Hvað get ég sagt…...ef keppt væri í hollustu drykkja (svona eins og í t.d. 100 m hlaupi) þá væri þessi drykkur í fyrsta sæti (og sennilega öðru og þriðja líka).

427
Afar hollur og frískandi drykkur

Krækiberja- og engiferdrykkur

Þessi drykkur er ferskur og frísklegur og upplagður á haustin þegar maður á krækiber.

428
Heitur og góður ofnréttur

Bakaður byggréttur með spínati, hvítlauk og sveppum

Í þennan rétt má nota ýmislegt grænmeti eins og papriku, sellerí og fleira en einnig er hann góður eins og hann er.

429
Ilmandi, indversk baunasúpa

Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk

Haldið þið ekki að gasið á eldavélinni hafið klárast akkúrat þegar ég var að búa til þennan rétt. Það voru um 20 mínútur eftir af eldunartímanum.

430
Einfaldur og hollur grænmetisréttur í ofni

Einfaldur grænmetisréttur í ofni

Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).

431
Hollar og góðar franskar kartöflur

Franskar kartöflur

Bíðið við…, franskar kartöflur á vef CafeSigrun… er það ekki prentvilla? Er konan orðin klikkuð????

432
Gömlu, góðu íslensku fiskibollurnar, nema hollar

Fiskibollur

Þessar gömlu góðu, íslensku fiskibollur svíkja engan og líklega eru flest íslensk heimili með einhvers konar fiskibollur á boðst&oac

433
Fyrsta kexið fyrir litla fingur og munna

Fyrsta kexið

Þetta kex er mátulega hart (en ekki of), gott á milli fingranna (ekki of gróft) og er hvorki of sætt né of sterkt á neinn hátt. Þetta kex er upplagt að eiga fyrir börnin á milli mála.

434
Nasl fyrir svangan og þreyttan nemanda

Nemandanasl

Þetta er nú eiginlega engin uppskrift heldur frekar upptalning.

435
Dásemdar pecan-, cashew- og súkkulaðikaka

Pecankaka með súkkulaði- og cashewmauksfyllingu

Þessi er dásamlega holl og góð. Í pecanhnetum og cashewhnetum er holl fita sem hjálpar til við að halda hjartanu heilbrigðu.

436
Sveskju- og cashewkonfekt, alveg yfirþyrmandi hollt

Sveskju- og cashewkonfekt

Þetta er mjög einfalt konfekt sem er líka afar hollt. Það er mikið af A vítamíni í sveskjum (sem breytist í Beta-Carotine í líkamanum) og þær eru einnig trefja- og járnríkar.

437
Hollur og góður vanilluís án mjólkur, rjóma eða eggja

Vanilluís

Þetta er ansi holl útgáfa af jóla-vanilluís. Það er enginn rjómi, engin egg og enginn hvítur sykur í ísnum. Ég notaði kókosolíu, agavesíróp og möndlumjólk. Döðlurnar gefa líka sætt bragð.

438
Sérlega einfaldir og fljótlegir bitar, frábærir með kaffinu

Súkkulaði- og möndlubitar (fudge)

Ég veit ekki hvað fudge er á íslensku svo ég lét orðið bara í sviga fyrir aftan nafn uppskriftarinnar.

439
Allt er vænt sem vel er grænt

Súkkulaði- og pistachiohafrabitar

Uppskrift þessi kemur upprunalega úr The Australian Women's Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

440
Afskaplega fljótleg og bragðgóð asparssúpa

Asparssúpa

Fyrir mér er asparssúpa jólasúpa. Heima hjá mér var alltaf elduð asparssúpa og hún var bara höfð bláspari þ.e. einungis á jólunum.

441
Jólalegar og afar bragðgóðar smákökur

Banana-, hafra- og súkkulaðikökur

Mér var bent á þessa uppskrift af Guðrúnu Björgu, notanda CafeSigrun sem búsett er í Frakklandi.

442
Ljúffengar og kryddaðar smákökur

Kryddaðar hafra-, súkkulaði- og rúsínukökur

Ilmurinn sem kemur í eldhúsið þegar maður bakar þessar er ekki bara lokkandi heldur er eins og maður hafi labbað um allt með jólalykt í &

443
Nammi namm þessi kaka er algjört sælgæti

Franska súkkulaðikakan hennar Lísu

Lísa Hjalt vinkona mín er mögnuð kona og þriggja barna móðir, ein af þessum íslensku ofurkonum sem virðast geta allt.

444
Bláber og kakó....ein hollasta samsetning heims!

Bláberja- og súkkulaðiís

Ohhh ég slefa við tilhugsunina. Bláber og súkkulaði…, nammi namm. Þessi ís ætti eiginlega að heita andoxunarís með cashewhnetum.

445
Massíf jólakaka

Súkkulaðiávaxtakakan hennar Nigellu

Þessa uppskrift sendi Lísa Hjalt vinkona mín mér. Upprunalega er uppskriftin frá Nigellu Lawson en ég er búin að gera hana hollari.

446
Sniðugar litlar möndlukökur með kremi

Möndlukökur með súkkulaðikremi

Möndlur eru mjög kalk- og próteinríkar og macadamiahnetur innihalda holla einómettaða fitu, trefjar og einnig innihalda þær kalk og prótein.

447
Merkilega hollar Sörur!

Sörur

Þessar Sörur eru próteinríkar, kalkríkar, með hollri fitu, án smjörs og bara ansi sniðug viðbót við jólabaksturinn.

448
Engiferöl, frískandi og hollt

Engiferöl

Þetta er mín útgáfa af engiferöli (Ginger Ale)” sem er drykkur sem margir sem hafa búið erlendis þekkja.

449
Hreinsandi og nærandi drykkur

Hreinsandi sítrusdrykkur

Þessi drykkur minnti mig alveg svakalega á Afríku þegar ég var að smakka hann til og sérstaklega á Kenya en þar eru appelsínur eilítið súrari en þessar sem við eigum að venjast á Íslandi.

450
Salat undir afrískum áhrifum

Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat

Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).

451

Myntute

Þetta er nú varla uppskrift, heldur frekar leiðbeiningar. Ég mæli með því að þið útbúið myntute enda fátt betra en myntute úr ferskum myntublöðum.

452
Grænar og vænar límónukökur, afskaplega hressandi og góðar

Límónu- og macadamiakökur

Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.

453
Litlar hnetukökur með cashewmauksfyllingu, sérdeilis góðar

Pecanhnetu- og cashewmaukskökur

Ferlega góðar og öðruvísi kökur sem gaman er að bjóða upp á t.d. í matar- eða saumaklúbbnum. Þær eru afar saðsamar enda fullar af hollustu.

454
Gott kex fyrir maga og meltingu

Hörfræskex

Hörfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og losa um í pípulögninni okkar þannig að ekkert ætti að stíflast! Hörfræ eru einnig mikilvæg í baráttunni við að sporna gegn krabbameini t.d.

455
Saðsamir, ódýrir og auðveldir grjónaklattar

Grjónaklattar

Þessir klattar eru komnir frá konu að nafni Sigga Rúna en var send mér af Lísu sem á uppskriftina að Frönsku súkkulaðikökunni hér á vefnum. Ég fékk að birta uppskriftina enda alveg stórgóð og auðveld og mjög ódýr...sannkallaðir Kreppuklattar!!

456
Afskaplega fínar og auðveldar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur

Ég var hér áður fyrr ekki mikil bolludagskona og í bernsku, þegar ég fékk bollur skóf ég rjómann og sultuna úr og borðaði en henti bollunum sjálfum (eða gaf hestunum mínum), mörgum til mikillar ske

457
Ljómandi góðar glúteinlausar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur með cashewrjóma og jarðarberjasósu

Ég get sagt ykkur það...að ég fór næstum því með heilt eggjabú í tilraunir á þessum bollum. Ég keypti eggjabakka eftir eggjabakka eftir eggjabakka og þær mistókust ALLTAF.

458
Páskaegg með heimatilbúnu konfekti

Páskaegg

Ég hef stundum gert páskaegg úr súkkulaði í gegnum tíðina.

459

Bygg- og cashewhnetuborgarar

Þetta eru góðir grænmetis- og hnetuborgarar sem henta vel sem hvers dags matur og gott að eiga þá í frystinum.

460
Verulega hollur og góður núðluréttur

Wagamama laxanúðlur

Margir þekkja Wagamama núðlustaðinn í London. Hann er reglulega fínn. Þeir elda ekki bara góðan mat heldur eru þeir einnig meðvitaðir um náttúru og endurvinnslu.

461
Hollir og góðir bitar, tilvaldir í nestið

Döðlu- og appelsínubitar

Valhnetur eru algjörar galdrahnetur, stútfullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

462
Afar orkuríkir kaffihúsahnullungar og sérlega góðir

Orkuhnullungar

Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

463
Dásamlega litríkur og hollur hummus

Hummus með grillaðri papriku

Góður hummus sem passar með nánast öllu brauði og kexi og er fín tilbreyting frá hefðbundnum hummus.

464
Sesambitar, pakkfullir af vítamínum og hollustu

Sesam- og döðlu orkubitar

Sesamfræ eru kalk- og próteinrík og valhnetur eru fullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

465
Algjör járnkarl

Járnríkur aprikósudrykkur

Þurrkaðar aprikósur innihalda helling af járni og appelsínusafinn hjálpar til við upptöku járnsins í líkamanum.

466
Prótein og kalk í glasi

Prótein- og kalkrík hnetu- og möndlumjólk

Þessi drykkur er mjög próteinríkur og hollur fyrir hjartað sem og beinin. Upplagður að morgni eftir ræktina, sérstaklega fyrir þá sem vilja ekki neinar mjólkurvörur.

467
 Litríkir og hollir íspinnar fyrir alla

Jarðarberja- og banana íspinnar

Þetta eru aldeilis frábærlega hollir íspinnar. Þegar ég dreg þessa úr frystinum brosa bæði krakkar og fullorðnir út að eyrum og sleikja út um.

468
Hreint út sagt dásamlega frískandi drykkur

Ástaraldin- og mangodrykkur

Þessi drykkur er Afríka í glasi (eða að minnsta kosti Tanzanía og Kenya í glasi).

469
Hollur og bragðgóður súkkulaðibúðingur

Súkkulaði- og bananabúðingur

Sérlega sniðugur súkkulaðibúðingur (súkkulaðimús) með hollri fitu úr cashewhnetum sem er afar góð fyrir hjarta og æðar.

470
Hollar og góðar vefjur

Tortilla (vefjur)

Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.

471
Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

472
Dásamlegur ís, fullkominn yfir sumartímann

Rabarbara- og jarðarberjaís

Elva vinkona mín gaukar gjarnan að mér rabarbara yfir sumartímann. Það er alltaf gaman að fá rabarbarasendingu því þá er eiginlega vertíð í eldhúsinu mínu.

473
Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.

474
Afar góður drykkur þó hann sé ljósbrúnn að lit

Rabarbara- og bananadrykkur

Ég veit að drykkurinn lítur ekki sérstaklega girnilega út svona ljósbrúnn en trúið mér...hann er dásamlega góður og fyrirgefst alveg ljótleikinn.

475
Hollur og fjólublár ís

Bláberja- og bananaís

Bláber og bananar. Namm. Þessi ís er mjólkurlaus og eggjalaus og hentar því vel fólki með þess konar óþol..hann er líka góður þó maður hafi ekkert óþol og er sérlega hollur.

476
Járn- og vítamínríkt salat

Klettasalat með rauðrófum og parmesan

Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.

477
Hollir og góðir síðsumars muffinsar

Rabarbaramuffins

Ég var að fikta aðeins í eldhúsinu og mundi eftir rabarbarasultu sem ég átti í ísskápnum. Mér fannst upplagt að prófa sultuna í muffinsa og það tókst svona prýðilega.

478
Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

479
Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

480
Upplögð súpa með haustinu

Grænmeti í grænu karrímauki og kókossósu

Bragðgóð, ódýr og góð máltíð, mitt á milli grænmetissúpu og grænmetisrétts með sósu.

481
Tvílitir og bragðgóðir íspinnar, fullir af hollustu

Bláberja, jarðarberja- og rabarbaraíspinnar

Þessir íspinnar eru súperhollir og eru eiginlega C vítamín-, járn,- og andoxunarbomba.

482
Dásamlega hollt te

Bláberjate

Bláber eru flokkuð sem súperfæða (ofur holl) og ekki að undra þar sem þau eru algjörlega pakkfull af andoxunarefnum og vítamínum.

483
Einfalt og gott brauð

Brauð með kryddjurtum og vorlauk

Þetta er auðvelt brauð að búa til og svolítið öðruvísi með skemmtilegri áferð af sojamjölinu.

484

Fylltar pönnukökur (crepes) með hvítlaukssósu, shiitake sveppum og spínati

Þetta hráefni átti ég til í ísskápnum og ég hafði fryst pönnukökur nokkrum vikum áður. Ég tók pönnukökurnar úr frystinum og útbjó þennan fína rétt.

485
Ægilega hollt og gott snakk

Grillað laxaroð

Sumir kannski vita að hægt er að borða laxaroð en aðrir hugsa eflaust með sér að ég sé orðin galin.

486

Hnetu- og karríborgarar

Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.

487
Auðveld og ódýr súpa

Svartbauna- og maískornasúpa

Þessi súpa er úr bók sem ég á sem heitir Marie Claire: Kitchen –The Ultimate Recipe Collection og inniheldur helling af góðum uppskriftum.

488
Meira seyði en súpa en gott engu að síður

Humarsúpa

Humar er mjög próteinríkur og magur og inniheldur omega 3 fitusýrur. Hann þarf ekki að kosta mann neglur og nýra ef maður kaupir brotna skel og frekar smáan humar.

489
Afar sniðugt viðbit

Hnetusmjör

Það er eitthvað alveg stórkostlegt við að búa til sitt eigið hnetusmjör og um leið spara helling af peningum.

490
Ljúfir og góðir glúteinlausir klattar sem henta í margt

Bananaklattar

Þessir klattar eru glúteinlausir og mjög góðir þegar maður á doppótta og slappa banana (sem eru orðnir ofþroskaðir).

491
Gómsætar hráar smákökur

Valhnetu- og rúsínukökur

Þessar kökur eru svo hollar að þær virka eins og vítamíntöflur. Þær eru óbakaðar og því nýtast ensímin og vítamínin til fulls.

492
Vanillusmákökur, svo góðar

Hlynsíróps- og vanillusmákökur

Þessar smákökur eru mjög jólalegar og góðar og það er nokkuð afgerandi vanillubragð af þeim sem mér finnst einstaklega gott.

493
Svakalega góðar piparkökur!

Piparkökur

Búa má til piparkökukarla (og konur) og alls kyns fleiri skemmtilegar fígúrur úr þessu deigi. Einnig hentar þetta deig fyrir lítil piparkökuhús.

494
Vanillubúðingur, hollur og góður

Vanillubúðingur

Þetta er reyndar meiri bananabúðingur en vanillubúðingur því bananabragðið er nokkuð sterkt.

495
Ljúffengar hnetusteikur

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi

Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

496
Konfektið góða sem passar með öllu

Ávaxtakonfekt

Lísa Hjalt vinkona mín gaukaði að mér þessari uppskrift sem hún rakst á í dönsku blaði. Uppskriftin er einföld og ódýr (engar hnetur) og nokkuð fljótleg.

497
Svolítið ljótar en góðar eru þær!

Heslihnetusmákökur með sultutoppi

Þessar eru nokkuð fljótlegar og auðveldar í undirbúningi. Ekki sakar að fá smá hjálp frá litlum fingrum til að útbúa holu í hverja smáköku þar sem sultan fer ofan í.

498
Syndsamlega góðar en hollar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökurnar hennar Lísu Hjalt

Lísu Hjalt eru flestir farnir að þekkja sem nota þennan vef en hún á m.a. uppskriftina af Frönsku súkkulaðikökunni sem er svo hriiiiiikalega góð.

499
Skemmtileg tilbreyting í konfektflórunni

Ískonfekt

Ískonfekt er alltaf svo skemmtilegt finnst mér því bæði er um að ræða konfekt með t.d. súkkulaði utan um og svo er maður með sörpræs líka því konfektmolinn er frosinn.

500
Rauðrófusalat - fallega vínrautt

Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)

Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.

501
Ferskt og gott salat

Möndlu- og agúrkusalat

Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.

502
Kókoskúlur slá alltaf í gegn

Kókoskúlur

Ég hef fengið ótal fyrirspurnir í gegnum tíðina varðandi kókoskúlur. Þær eru greinilega eitthvað sem fólki þykir ómissandi.

503
Sætir og góðir molar með kaffinu

Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum

Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.

504
Dásamlega (og hráa) gulrótarkakan hans Alberts

Gulrótarkakan hans Alberts

Þessa uppskrift sendi notandi vefjarins, Albert Eiríksson mér og mælti með að ég prófaði. Sem ég gerði daginn eftir og sé ekki eftir því.

505
Frískandi og fullur af C vítamíni

Jarðarberja- og vatnsmelónudrykkur

Þessi drykkur er í miklu uppáhaldi og það er sérstaklega áferðin sem mér finnst svo frábær því hún er loftkennd og freyðandi.

506
Ægilegar góðar biscotti kökur, upplagðar með kaffinu

Biscotti með macadamiahnetum og trönuberjum

Þessar biscottikökur eru alveg hreint dásamlega ljúfar. Maður getur sleppt appelsínuberkinum ef maður vill og þá eru þeir enn þá mildari á bragðið.

507
Ferskt og sumarlegt salat

Ananas og ástaraldin með ristuðum kókosflögum

Þetta er auðveldur eftirréttur sem er suðrænn, litríkur og hollur. Ananas er mjög trefjaríkur og er sérlega góður fyrir meltinguna því hann inniheldur meltingarensímið bromelain.

508
Pride drykkurinn

Pride ísdrykkurinn

Þetta er sannkallaður gleðiísdrykkur, ég sé a.m.k. ekki að neinn geti verið stúrinn yfir að halda á glasi með regnboganum í!

509

Súkkulaðimyntuís

Ég gerði þennan ís nokkrum sinnum því hann misheppnaðist alltaf. Eða sko...hann misheppnaðist ekki í eiginlegri merkingu heldur varð hann svo ljótur á litinn.

510

McDonalds CafeSigrun Matseðillinn

Það eru akkúrat 0% líkur á því að ég myndi hefja samstarf við McDonalds en það mátti reyna að plata ykkur aðeins :)

 

1. apríl!!!!!

511
Dásamlega bleikur og bragðgóður rabarbaraíspinni

Rabarbara- og jarðarberjaíspinnar

Þessir íspinnar/frostpinnar eru afar hollir og upplagðir yfir sumartímann þegar rabarbarinn er að spretta út um allar jarðir.

512
Hinsegin dagar 2013

Pride pinnar (gleðipinnar!)

Þessi uppskrift tók alveg voðalega langan tíma í undirbúningi en aðallega fyrir mig (því hún er sáraeinföld).

513
Kókos- og ananasís

Ananas- og kókosís

Þessi ís er sá fyrsti sem ég prufa með stevia sætu eingöngu. Enginn viðbættur sykur er í ísnum.

514
Góður glassúr, án sykurs

Glassúr á vatnsdeigsbollur

Þessi uppskrift er afskaplega einföld og fljótleg og tekur aðeins nokkrar mínútur að henda henni saman.

515
Krúttlegar hráfæðissmákökur fyrir Valentínusardaginn

Jarðarberjahrákökur

Þessar krúttlegu hráfæðissmákökur eru upplagðar fyrir Valentínusardaginn.

516
Frábærar kornflekskökur í barnaafmælið

Kornflekskökur (kornflögukökur)

Ég ólst upp að hluta í Kanada og margt af því sem fólk af minni kynslóð þekkir, fór alveg fram hjá mér. Eins og t.d. Kardimommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi, Stundin okkar og kornflekskökur.

517
Ilmandi kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Ég hef hundrað sinnum verið beðin um uppskrift af kanilsnúðum í gegnum tíðina. Ég hef yfirleitt átt eina svona baka til en hef ekki birt hana fyrr en nú.

518
Dásamleg rabarbarabaka

Rabarbaracrumble (rabarbaramylsnubaka)

Ég á algjörlega tröllvaxinn rabarbara. Svo tröllvaxinn að stönglarnir ná rúmum metra á hæð (mínus blöðin sem eru eins og regnhlífar að stærð).

519
Prideuppskriftin frá CafeSigrun 2015

Prideuppskrift CafeSigrun 2015: Pridekaka

Prideuppskrift CafeSigrun 2015 er að þessu sinni kaka.

520
Heimatilbúið, sultað engifer (pickled ginger) í sushi

Sultað engifer í sushigerð (gari)

Sultað engifer (pickled ginger) með sushi er alveg ómissandi.

521
Einstaklega bragðgóður og frískandi drykkur eftir hlaupin

Greipaldin- og límónudrykkur

Eiginmaðurinn er að æfa fyrir sitt annað Laugavegsmaraþon og því fylgja alls kyns tilraunir hvað varðar næringu og drykk á langhlaupum.

522
Hræðilega góðar og glúteinlausar smákökur

Möndlu- og kínóa súkkulaðibitakökur

Þessar smákökur eru nú eiginlega allt annað en hollar. Og þó, þær innihalda kalk, járn, prótein og trefjar og eru glúteinlausar í þokkabót.

523
Dásemdarkaka (hráfæðis) bragðgóð og fersk

Súkkulaði- og berjakaka (hráfæðiskaka)

Það er dásamlegt að eiga til eina svona í frystinum sem maður getur gripið til ef gestir kíkja við eða bara þegar græðgin nær yfirhöndinni.

524
Litríkt, einfalt og hollt salat

Kínóasalat með ávöxtum, spínati og fetaosti

Eitt af uppáhaldssalötunum mínum, passar sem meðlæti eða léttur hádegisverður og er alveg hreint frábært í nestisboxið. Það er dúndurhollt, litríkt og bragðgott!

525
Dásamleg hinsegin kaka í tilefni pride 2016

Pride uppskriftin 2016 (óbökuð kaka með salthnetu- og döðlubotni)

Á hverju ári núna í mörg ár hef ég útbúið Pride uppskrift til stuðnings margbreytilegu og alls konar fólki. Án fjölbreytileikans væri lífið afskaplega þurrt og leiðinlegt.

526
Ostakaka með rifsberjum

Ostakaka með rifsberjasósu

Það verður eiginlega að teljast ótrúlegt að þessi uppskrift er sú fyrsta sem ég geri á ævinni sem inniheldur rifsber. Ég hef aldrei búið til rifsberjahlaup, rifsberjasultu né nokkuð annað.

527

Kakó- og heslihnetutrufflur

Trufflur. Orðið eitt færir bros á varir mínar. Hugsanlega ætti að leynast vottur af samviskubiti líka...en það fer lítið fyrir því. Í reynd örlar ekki á samviskubiti. Trufflur eru svo góðar.

528
Möndlusmákökur, glútenlausar jólasmákökur

Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur

Það er ekki oft sem maður getur stært sig af því að bjóða upp á kalkríkar og trefjaríkar smákökur en þessar eru akkúrat þannig. Smákökurnar eru jafnframt glútenlausar og einstaklega fljótlegar.

529
Hnetusmjörskaka óbökuð, upplögð í saumaklúbbinn og dásamlega góð

Hnetusmjörskaka

Fyrir einhverjum árum síðan sá ég uppskrift á netinu á einum af þessum fjölmörgum síðum sem maður rekur augun í á vafri sínu um frumskóga alnetsins.

530
Heslihnetutrufflur

Heslihnetutrufflur

Mig langaði mikið að kalla þessar truflur ástarkúlur eða ánægjudúllur eða gleðibolta....því þær eru svo góðar. Og þær gera mig svo glaða.

531

Pride uppskriftin 2017 - cashewbúðingur

Pride uppskriftir hef ég útbúið með einhverjum hléum í 10 ár eða svo.