Ummæli notenda

Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.

Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!

Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum

Ummæli

Ingibjörg
18. sep. 2006

Takk fyrir flotta síðu, kem örugglega til með að nota uppskriftir héðan þar sem ég er að reyna að bæta hollustuna í mataræði heimilisins, hef þegar séð margar girnilegar!

Kveðja,

Ingibjörg

Kristin Stefansdottir
18. sep. 2006

Takk fyrir flotta síðu,kem til með að kíkja oft í heimsókn til að fá

uppskriftir af hollum réttum.kveðja Kristín

Selma Björnsdóttir
17. sep. 2006

Sæl Sigrún mín!

Ég brosti þegar ég sá þig í blaðinu í morgun :) Gaman að sjá að nammibindinið frá því í 12 ára bekk er ennþá í gildi. Frábærar uppskriftir!! Hver veit nema maður hætti í sykrinum og hveitinu einhvern tíma á næstu árum :) Til hamingju með síðuna

Kveðja

Selma

addi
16. sep. 2006

hæ Sigrún og Jóhannes!

húrra vei! snilldarvefir hjá ykkur

báðir tveir bookmarkaðir og verða mikið skoðaðir!

ég vil svo fá að koma í einn góðan expressó einn veðurdag?

hvar í heiminum er það í dag?

besta kveðja

addi

Hulda Björk
11. sep. 2006

Kæra Sigrún, mig langar að setja inn uppskrift af pizzabotni sem ég gerði í gær, heppnaðist svona líka listavel!! Ég vafraði á netinu þar til ég fann pizzabotn án gers,og aðlagaði hana að mínu hráefni.

Ég nota helst alltaf lífrænar vörur, og olíu sem þolir betur hita, (sólblómaolía til steikingar) og vínsteinslyftiduft.

SPELTPITSA, gerlaus

Botn:

2 msk sólblómaolía

3 bollar spelt

4 tsk lyftiduft

heitt vatn

1 tsk salt

smá krydd (ég notaði reyndar töfrakryddblöndu frá pottagöldrum, salt í henni)

þurrefnin & olían eru sett í hrærivél eða þeytara & blandað vel saman

vatninu bætt útí á meðan hrærivélin er á hægri ferð

deigið á að vera smá klístrað

deigið er flatt út & bakað við ca 200°c í ca 4-5 mín

smyrjið tómatmaukinu á botninn – raðið síðan restinni af fyllingunni ofaná

bakað við ca 200°c í ca. 7-10mín

Mæli með að setja bara nóg af dóti ofaná.... það er svo miklu betra.

Ég setti pepperoni, banana og lauk, og rifinn mozzarella yfir.

Best þótti mér að nota nýja gúmmídúkinn sem leysir smjörpappír og þvott á ofnskúffum af hólmi!! Alger snilld.

bestu kveðjur og þakkir fyrir frábæran vef, hulda.

Sigrún
07. sep. 2006

Takk fyrir frábæra síðu sem ég rambaði á fyrir tilviljun. Hlakka mikið til að prófa uppskriftirnar. Virkilega gott framtak hjá þér.

Kærar þakkir fyrir að leyfa okkur hinum að njóta með þér!

Ingibjörg
03. sep. 2006

Heil og sæl! Ég tók eftir því að þegar þú bakar möffins setur þú bökunarpappír í formin til að þau festist ekki. Mig langaði að benda á að það er hægt að fá alveg frábær tefal möffins form í IKEA (tekur 12 möffins í einu) og ef þau eru spreyuð létt með PAM spreyi (eða öðru slíku) þá hreinlega flýgur möffinsið úr eftir baksturinn ;)

Elsa Dögg
01. sep. 2006

Sæl Sigrún. Ég varð bara að láta vita að ég var að prófa Austur Afrísku grænmetissúpuna og hún er himnesk.

Takk fyrir mig.

Elsa Dögg

CafeSigrun.com
31. ágú. 2006

Það er reyndar misskilningur að ég orðist fitu. Jú ég forðast smjör og þess háttar en ég nota mikið af hnetum í uppskriftirnar mínar. Ég nota reyndar litla fitu en sú fita sem ég nota er holl fita eins og í avacado, hnetum, ólífuolíu, fiski o.s.frv. Ég nota heldur ekki rjóma í mat því mér finnst það ólystugt. Ég aðhyllist ekki Atkins eða þess háttar kúra en ég reyni alltaf að hafa gott hlutfall af fitu, kolvetnum og próteinum í matnum mínum. Við þurfum fitu fyrir liðina, beinin og vöðvana okkar og þess vegna er mikilvægt að borða feitan fisk, taka inn lýsi o.s.frv. Ef þú skoðar uppskriftirnar sérðu að mikið af þeim innihalda holla fitu en ég sneiði mikið fram hjá fitunni sem má finna í mjólkurvörum þar sem hún er ekki holl.

silla
31. ágú. 2006

hæhæ þetta er flott síða, gaman að þú deilir þínum uppskriftum með svona mörgum, af hverju uppgötvaði ég hana ekki fyrr hehe:)

en mér finnst mjög spes þetta með fituna, að þú forðast hana svo. Fitan er nauðsynleg og mjög fituskertar vörur eru yfirleitt óhollar. fitan á að vera um 20% af fæðunni, bara passa að hafa holla fitu, t.d. í hnetum ávöxtum, kaldpressuðum olíum og fiski. neyti menn of lítillar fitu getur líkaminn minnkað framleiðslu á gleðihormónum og manni getur orðið kalt. fita þarf ekki að vera fitandi, sé hennar neytt rétt, það gera kolvetnin.

Svava
20. ágú. 2006

Er þetta aspartam ekki í lag í litlu magni...held ég hafi heyrt að maður þurfi að neyta kannski baðkars af aspartami svo það skaði mann eitthvað...????

Ella Hafnarfirði
13. ágú. 2006

Loksins, loksins, loksins

Ég veit varla hvernig ég fann þessa síðu en ég er í skýjunum yfir henni. Er núna með Jesútertuna í frystinum og stelst í hana við og við. Meira að segja kallinn, sem veit fátt betra en sykur og súkkulaði, finnst hún æði. Ef hinir réttirnir eru jafngóðir og hún þá er sko veisla framundan. Takk fyrir mig

Ella

þetta er alveg frábær vefur.. ótrúlegt að ég hef ekki skoðað hann almennilega fyrr.. best að fara að elda bara held ég..

en datt í hug að það mætti bæta í tenglana:

http://www.anaestugrosum.is/

bkv. Fríða María Harðardóttir

Elsa Dögg
11. júl. 2006

Sæl Sigrún. Takk fyrir að halda út þessari frábæru síðu. Ég fer mikið inn á hana og hef eldað mjög mikið af uppskriftunum þínum. Þær hafa allar verið góðar. En sjávarréttarsúpan er vinsælust hjá mér og Hýðisgrjóna paellan.

Kærar þakkir fyrir mig.

Gróa
11. júl. 2006

Sæl Sigrún.

Síðan þín er alveg frábær og þakka þér kærlega fyrir að fá að njóta hennar. Ég rakst á hana fyrir tilviljun í vetur. Þú hefur lagt mikla vinnu í þetta og er óeigingjarnt af þér að deila henni með okkur.

Ég fékk grænmetisæturnar í hljómsveitinni Hjálmum til mín í mat um daginn, en sonur minn er einn af hljómsveitarmeðlimum þótt hann sé ekki bara grænmetisæta. En ég fletti upp á þér til að nálgast uppskriftir og þeir voru nú aldeilis heppnir. Það sem ég gerði var:

Bakaði kókos-brauðbollur

New York salatið

Grænmetisböku og

Austurlenskar "fimm-krydda" grænmetis-eggjanúðlur

Núðlurnar þóttu mér sístar, en hitt var aldeilis frábært allt saman hvert öðru betra.

Ég á örugglega eftir að prófa meira af uppskriftunum þínum og kannski skrifa ég aftur um það hvernig til tókst.

Kær kveðja,

Gróa

Korinna
18. jún. 2006

Þetta er mjög fínt hjá þér. Ég hlakka til að prufa eitthvað af þessum uppskriftum, er þó alltaf að breyta og prufa mig áfram líka.

ég borða mjög lítinn sykur og ekkert hvitt hveiti en ég leyfi mér stundum (afmæli, árshátið o.þ.h.) þar sem mér finnst gott að finna rétta jafnvagið í öllu sem ég geri. Mér finnst mikilvægt að borða einnig fitu og borða ég smjör þó ég gerði það ekki í mjög langan tíma og geri eiginlega einnig bara á Íslandi. Sama gildir um rjóma. Fyndið. Hráefnið hérna er bara allt öðruvísi og á meginlandinu.

Hrafnhildur
13. jún. 2006

Sæl Sigrún. Og takk fyrir frábæra síðu, ég er alveg húkt á að skoða og velta vöngum yfir ýmsum uppskriftum og reyna að breyta þeim, eins og þú hefur verið að gera, alveg dásamlegt, en það er eitt sem mig langar að spyrja um hvað sætuefni ertu að tala um, er það xylitol canderíl eða eitthvað annað, og svo sá ég að þú hafðir búið til orkustöng en fann ekki uppskriptina af henni. Við erum að fara í útilegu og þá væri gott að vera með eitthvað svoleiðis. Enn og aftur takk fyrir mig kær kveðja Hrafnhildur

Kristin Gunnarsdóttir
08. jún. 2006

Dóttir mín (Sibba) var að senda mér þessa síðu hlakka til að prufa uppskriftirnar.gott framtak.

Sibba
07. jún. 2006

vá vá frábær síða ég á eftir nota hana mikið ....

kveðja Sibba

Ásta Ólafsdóttir
24. maí. 2006

Hæ hæ kæra Sigrún,

Enn og aftur hafa uppskriftirnar þínar "gælt" við bragðlauka mína og vina minna.

Bauð vinkonum mínum í dekur í gær og snilldin var sú að ég heildarundirbúningur/matreiðsla tók um 1 klst. Ég bauð þeim uppá New York salatið þitt og Dökku súkkulaðikökuna (án súkkulaðis).... þær hreinlega "fríkuðu út"... súkkulaðikakan er náttúrulega bara TÆR snilld!!!!

Var einnig með "mína" útgáfu af Gazpacho kaldri tómatsúpu sem vakti lukku ... ef þú/þið hafið áhuga:

4 stórir og fallegir tómatar

1 rauð paprika

1/2 - 1 fennel (má vera laukur en ég er með fennel-æði þessa dagana)

1/2 agúrka

2 msk góð olivuolia (má vera meira ef fólk vill meiri fitu)

4 msk gott balsamic edik

vatn e. smekk (ég set ekki svo mikið vill hafa hana þykka)

1-2 sneiðar spelt brauð (skorpan tekin af)

2 lítil hvítlauksrif (má vera meira en þarf að passa sig því hvítlaukurinn tekur auðveldlega yfirhöndiina í þessum félagsskap)

sjávarsalt

Svo er þessu öllu bara skellt í blandarann og látið maukast í örfáar mínútur og viti menn.... tilbúið og yndislegt!!!

Var svo með tortilla kökur sem ég setti sojaost á og lét undir grillið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar urðu nokkuð stökkar og osturinn bráðinn... skar í þríhyrninga svona til að maula með.

Bestu kveðjur að heiman

Ásta

Drífa Hrönn
17. maí. 2006

Ég útbjó í gærkvöldi Kjúklingasalat með mangó-karrísósu sem ég fékk uppskriftina af hér á síðunni. Yndislega bragðgóð dressing.

Á eftir að prófa miklu fleiri uppskriftir :) takk, takk.

Dísa
11. maí. 2006

Mig langar nú bara að hæla þér fyrir þessa mögnuðu síðu, ég á án efa eftir að nýta mér hana heilmikið og pottþétt eftir að senda einhverjar uppskriftir og hugleiðingar, Gangi þér vel með þetta.

kv. Dísa

Bára
04. maí. 2006

Sæl Sigrún

og takk fyrir skemmtilega síðu sem ég heyrði af í gegnum vinnufélaga.

Ég hef ekki prófað uppskriftirnar þínar (en á örugglega eftir að gera það) en það sem mér finnst gaman að og áhugaverðast er að lesa það sem þú skrifar um London.

Takk fyrir.

Jenta-amma
04. maí. 2006

Sæl Sigrún.

Velkomin til Evrópu.

Ég var nú á dögunum að spyrja þig um eplaskífuuppskrift, svo auðvitað átti vinkona mín eina hreinræktaða sem er ættuð frá móðurömmu hennar en hún var yndisleg dönsk frú frá Tinglev á Suður-Jótlandi. Hún hét Ingeborg Christesen, ég fannst reyndar lengi vel að hún héti "mormor."

Uppskriftin:

500 gr. hveiti ( spelt er fínt)

250 brætt smjör. ( skipta út fyrir góða olíu )

3/4 ltr. volg mjólk.

7 stk. egg.

5.gr. salt.

1/2 tsk. kardemommur.

3. tsk. lyftiduft.

rifinn sítrónubörkur/sítrónudropar.

Taktu eftir, - enginn sykur, og þessar eru bestar !

Kveðjur frá Patró til ykkar Jóhannesar.

Jenta.

Svava
27. apr. 2006

Sæl Sigrún og hjartans þakkir fyrir verulega góðan vef!

Ég rak augun í það að manninum þínum þykja Burritos góðar..líkt og mér sjálfri..ég bý oftast til tortillurnar sjálf, og nota til þess uppskrift frá Sollu á grænum kosti sem er alveg stórgóð og það besta er að maður er svo litla stund að henda þessu saman og baka á þurri pönnu!Og þúsund sinnum betra en þessar tortillur út úr búð...

5 dl spelt

2 msk sesamfræ

1 tsk sjávarsalt

1/2 dl ólífuolía

150-175 ml soðið vatn

Þurrefnum blandað saman og olíunni nuddað í speltið. Vatni bætt út í og hnoðað. Rúllað upp í nokkrar tortillur og bakað á þurri pönnu við meðalhita. Ógeðslega gott!

Kær kveðja

Svava

Guðrún
27. apr. 2006

Frábær síða hjá þér. Ég er sérstaklega ánægð með að hafa fundið uppskrift af gulrótarbuffi, þú trúir ekki hvað ég er búin að leita mikið að uppskrift af því. Hlakka til að prófa :)

Elín V Þorsteinsdóttir
26. apr. 2006

Þetta er frábær síða sem ég þarf að benda nokkrum konum á, þar sem ég var í magaminnkunaraðgerð fyrir tveimur mánuðum og þegar ég fæ gesti vil ég hafa hollt og gott meðlæti sem ég get líka sjálf nartað í. Langar líka að benda þér á "rjómann" sem ég nota í staðinn fyrir þennann óholla sem ég þoli ekki. Hann er svona;

3 eggjahvítur,

1 dós 10% sýrður rjómi,

strásæta, nutra sweet,

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og sýrði rjóminn settur laust saman við og svo strásætan, magnið af henni fer eftir smekk.

Þetta nota ég mikið með ferskum niðursneyddum ávöxtum ef ég vil gera vel við mig og mína.

magga
25. apr. 2006

Sæl og blessuð. Til hamingju með frábæra síðu. Mikið er gott að fá að njóta afraksturs tilrauna þinna! Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum sem hafa ekki svona mikið hugmyndaflug ;-). Kem hér oft inn og skoða, er ekki mikið farin að prófa en hlakka til!

Erna
24. apr. 2006

þetta er æðislegur vefur hjá þér og takk fyrir að leifa okkur að njóta þess líka með þér .

Vanda
24. apr. 2006

Hæhæ,

langar að þakka fyrir frábæra síðu. Rambaði inn á hana fyrir slysni, fyrir nokkrum mánuðum. Hef verið fastagestur síðan.

Jónsi
21. apr. 2006

Hæ skvís, var að endavið að gera súkkulaði möffins, sjúklega góðir hjá mér ef ég segi eins og er :) svona er að vera kominn með almennilegann ofn, við vitum bæði hvernig fór síðasta tilraun til að gera möffins, það flæddi allt útum allt eins og hraun.

Inga Lóa
19. apr. 2006

Góð síða ;-) skoða hana oft og mikið.

Langaði að segja ykkur að það er alveg geðveikt gott að nota haframjólk í boozt. (blanda svo hverju sem maður vill saman við)

Veði ykkur að góðu.

Barbietec
19. apr. 2006

Ó guð! geðveik síða. Ætla með nýju eldhúsi að taka innihaldið í skápunum í gegn og gera komur mínar í heilsubúðirnar að reglulegum viðburði. Þessi síða mun sannarlega hjálpa mér að finna hugmyndir. Þú þyrftir að vera með RSS á síðunni sem segir frá þegar þú bætir inn nýjum uppskriftum :)

Amma-Jenta
16. apr. 2006

Þessi ágæta heimasíða er verulega spennandi.

Mig langar til að hafa upp á góðri uppskrift af eplaskífum. Leitaði fyrir mér á dönskum síðum, þar er sannarlega nóg að finna. - En oftast með þvílíku magni af sykri að mann verkjar í munninn af tilhugsuninni um að borða afraksturinn.

Ef þú hefur rekist á vænlega uppskrift af eplaskífum þá væri gaman að sjá hana. Eins sé ég, hjá fleirum en mér, að það er misjafnt hvernig gengur að baka þær þannig að þær séu vel bakaðar, hver er galdurinn við það ?

Hilsen.

Anna Stína
15. apr. 2006

Hæ !! Góð síða - bendi líka óspart á hana bæði í skólanum og í vinnunni. Vona að sé gaman hjá ykkur í Afríkunni. kv. Anna Stína - alein heima á klakanum :-(

Eygló
14. apr. 2006

Frábær og girnileg síða hjá þér!

Kveðja, Eygló (frillan hans Antons)

Erna
01. apr. 2006

Hæ var rétt í þessu að klára chile con elote. Og nammi ofsa gott. Eina ég var ekki viss hvað kúrbítur var svo ég keypti og notaði eggaldin í staðinn og bara æði.

Eitt hérna ég er að pæla í að fara fikra mig áfram í soja vörum, Gaman væri að vita svona hvort þú eða þeir sem lesa þetta hafa eitthvað gott eða slæmt um það mál að segja.

Annars bara æðisleg síða og ég á pottþétt eftir að hafa samband aftur.. ;)

kveðja Erna

Agnes Ósk
01. apr. 2006

Ég er svona eins og fluga á vegg að skoða bloggsíðuna þína og er farin að halda að ég þekki þig. Sem er trúlega svoldið "krípí" fyrir þig þar sem þú veist ekkert um mig ;o)

Mér finnst þessi síða þín bara alveg frábær, svo mikið af góðum uppskriftum og hugleiðingum um hollt mataræði. Takk fyrir mig!

Kv. Agnes

Ósk
31. mar. 2006

Mér var sagt frá frábærri síðu og þetta er hún, flottar uppskriftir og bara flott hjá þér og við smá nánari skoðun sé ég að þú verður fararstjóri í ferðinni sem ég / við erum að fara í til Kenya

Takk fyrir mig. Kveðja Ósk

gestur
29. mar. 2006

Þessi síða er æðisleg. Vildi bara að hún væri á ensku líka svo ég gæti bent vinum og kunningjum hér í Svíþjóð á hana.

Síðan ég datt hérna inn hef ég aðallega verið að prófa drykkina með syni mínum og vini hans sem hefur glutenóþol.

Takk fyrir okkur,

mamman.

Dagný H.Vilhjálmsdóttir
23. mar. 2006

Var að detta inn á þessa síðu. Á örugglega eftir að skoða hana nánar,sýnist hún forvitnileg.

Kveðja. Dagný Heiða.

Sólveig S. Finnsdottir
22. mar. 2006

siðan ég fékk prentarann þá er ég alltaf að skoða mataruppskriftir frá þér og nota mikið td í siðustu viku þá var ég með kjúklingasalat ( frá þér ) þannig að það er frábært að fá uppskriftirnar og ég tala nu ekki um "möffinsinn"

Kveðja mamma.