Ummæli notenda

Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.

Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!

Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum

Ummæli

Ella
18. apr. 2007

Sæl Sigrún.

Ég datt óvart inn á síðuna þína á flakki mínu um vefinn og gladdist mjög við að finna uppskriftir af barnamat, einmitt það sem mig hefur vantað!!! Nú fær litli stubburinn minn sko nóg af góðum og hollum mat að borða (og fjölbreyttari en hingað til)!!!

Hæ Sigrún.

Langaði að segja að mér finnst síðan þín æði. Bakaði Afmælisdöðlutertuna fyrir afmæli í dag, hún sló í gegn.

Ég borða helst ekki sykur, og finnst snilld að geta fundið góðar, sykurlausar uppskriftir hérna inni.

Takk fyrir frábært framtak.

Kv. Sigrún.

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir
04. apr. 2007

Halló,

Ég sá hjá þér í "algengar spurningar" umfjöllun um lífrænt kjöt og langaði þess vegna að segja þér frá því að ég hef keypt lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk í Miðfirði undanfarin tvö til þrjú ár. Kjötið er það besta sem ég hef nokkur sinni fengið auk þess að vera hagstætt í innkaupum. Mæli eindregið með því!! Ég get sent á þig auglýsingu sem ég á frá þeim á tölvutæku formi ef þú vilt en annars þá heita þau Friðrik og Henrike og eru með rik@simnet.is eða síma 451 2977.

Á síðunni http://lifraent.hvanneyri.is/adalsida.htm sá ég líka að sagt var frá því að fimm íslenskir bændur ræktuðu lífrænt lambakjöt sem er nú aldeilis framför frá því sem var.

Takk fyrir að halda úti skemmtilegri síðu :-)

Sólveig Hrönn

Geitin
27. mar. 2007

Þetta er sú flottasta síða sem ég hef dottið niður á lengi lengi og þvílik himnasending. Er inn á þessari línu en frábært að fá allar þessar flottu hugmyndir á silfurfati. Þú hlytur að vera hálf brjáluð að nenna að henda þessu inn á netið :)

Flott framtak hja þér.

Gummi Jóh
24. mar. 2007

Ég er búin að prufa nokkar uppskriftir héðan og þær hafa allar verið frábærar.

Takk kærlega.

Inga Rún
19. mar. 2007

Stórkostlegt framtak hjá þér - alveg nauðsynlega síða fyrir þá sem þola ekki óhollustuna en hafa litla reynslu að baki í heilsusamlegra mataræði.

Steinunn
15. mar. 2007

Frábær síða hjá þér á eftir að koma sér vel fyrir marga:) Fékk ábendingu um hana í dag í vinnunni og mun alveg örugglega benda á hana. Til hamingju með gott framtak!!

Ingibjörg
07. mar. 2007

Frábært, að hafa þessa síðu til að prufa eitthvað nýtt. Svo er þetta allt svo hollt (það sem ég hef séð). Til hamingju með þetta. Og takk fyrir að leyfa okkur að sjá og nota.

vivian
04. mar. 2007

frábær síða, hefur hjálpað mér mikið ;)

halldóra
24. feb. 2007

sæl Sigrún og takk fyrir síðast (þorláksmessu) er búin að lesa síðuna þína og finnst hún alveg stórskemmtileg og fróðleg,

prentaði út nokkrar uppskriftir og ætla að prófa og læt þig vita hvernig tekst til

sagan um þorskinn var frábær- gleymi aldei þegar ég átti að setja þorsk í pott þegar ég var 15 ára, ojjj sem sagt ég borða ekki þorsk og orma

bið að heilsa Jóhannesi,kveðja Halldóra

Helen
22. feb. 2007

Hæ Sigrún,

enn og aftur vildi ég bara láta þig vita hvað þetta er alveg frábær safn af uppskriftum sem þú ert með hérna á síðunni. Takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur hinum.

Var einmitt að búa til indversku grænmetissúpuna, ofsalega góð!

takk takk og kveðja frá Kaliforníu,

Helen

Haukur
16. feb. 2007

Það væri gott að hafa á upphafssíðu link þannig maður geti sent vini síðuna. Án þess að þurfa fara inná eigin email.

Kær kveðja Haukur

Sólveig Guðmundsd
15. feb. 2007

Sæl Sigrún, ég nota vefinn þinn mikið hann er frábær ! Ég á barn með glúteinóþol og er búin að búa til mikið af uppskr. fyrir hann af allskonar mat og kökum, en vantar uppskrift af maistortillum, (pönnukökum) er búin að reyna sjálf en honum fannst þær ekki góðar :) geturðu hjálpað mér ?

kv. Solla

Sara
15. feb. 2007

Sæl Sigrún

Hann Borgar sagði mér frá síðunni þinni fyrir skemstu. Ég hef einmitt verið að forðast hvítan sykur, hvítt hveiti, ger og þess háttar um skeið og það erfiðasta við það er eiginlega hvað fólk hefur lítinn skilning og er neikvætt gagnvart þessu. Ég hef því miður leift öðrum að hafa áhfrif á mig og slakað á mataræðinu mínu. En nú ætla ég að leyfa mér að innspírerast af þér og vera betri við sjálfa mig. Ég hef líka verið á Ayurvedic fæði í um 4 ár. Þekkirðu uppskriftarsíður á netinu með slíku fæði?

Hjalti Þorsteinsson
14. feb. 2007

Góð síða hér á ferð.

Væri sniðugt að þýða hana, t.d á ensku, enn hún á fullt erindi fyrir heiminn.

BH
09. feb. 2007

Þú ert frábær,

Rakst á síðuna þína fyrir algjöra slysni.

Takk fyrir að deila öllum þessum uppskriftum og fróðleik með okkur hinum

Kveðja

fá einni ókunnugri.

Ingibjörg
06. feb. 2007

Sæl Sigrún,

ég var að uppgötva síðuna þína og mér finnst hún stórkostleg. Hér er að finna allt sem finna þarf í hollum og góðum uppskriftum. Hafðu kæra þökk fyrir framtakið.

Ingibjörg

Unnur
06. feb. 2007

Hæhæ, mér lýst rosalega vel á þetta hjá þér. Þetta var akkurat það sem mig vantaði!!! Mér lýst sértaklega vel á allar brauðuppskriftirnar og grænmetisréttina. Áramótaheitið mitt var einmitt enginn hvítur sykur og ekkert hvítt hveiti :)

kv. Unnur

Sóveig Basdursdóttir
31. jan. 2007

Sæl Sigrún. Við bendum á áhugaverðar netsíður í blaðinu okkar og mér var vent á þína. Mér líst vel á hana og svo frétti ég að þú værir að fara af stað með réttir og uppskriftir sem væru miðaðar við börn. Er þetta rétt?

B.kv.

Sólveig

CafeSigrun.com
24. jan. 2007

Ég nota kókosfeiti (hreina) í allan bakstur og alla eldun. Ég forðast dýraafurðir eins og smjör og mjólkurmat (en nota reyndar AB mjólk, ost og jógúrt). Ég nota hins vegar extra virgin ólífuolíu ofan á salöt, bruschetta o.fl. Pálmolíu nota ég aldrei vegna þess að vinnsla á olíunni er að eyðileggja regnskóga heimsins, sérstaklega í Malasíu og Indónesíu og þar með lífríki bæði plantna og dýra (eins og Órangúta og Súmatra tígrisdýrum). Að auki er barnaþrældómur víða þekktur í þessum löndum þar sem pálmolía er notuð því þeir anna ekki eftirspurn. 1 af hverjum 10 vörum í stórmarkaði inniheldur pálmolíu vegna þess hve ódýr hún er (m.a. vegna ólöglegra vinnsluhátta og þrældóms). Út frá mannúðar- og náttúruverndarsjónarmiðum er því ekki gott að nota pálmolíu nema maður kaupi frá aðilum eins og Nairns (sem búa til hollt hafrakex) því þeir eru meðvitaðir og eru að stemma stigu við vandamálinu.

Ble
24. jan. 2007

Hæhæ, takk fyrir frábæra og fróðlega síðu.

Ein ábending varðandi fitu, smjör er ekki óhollt ef þú færð það hrátt eða gerir sjálf t.d. ghee

ég tek t.d. hálfa teskeið af smjöri (ghee) sem fæðubótarefni á dag til að fá minn skammt af A og D vítamíni, ofan í það tek ég lýsi (ekki lýsi hf) því sagt er að lýsi og ghee saman sé kraftaverka blanda!! En A og D vítamín eru nauðsynleg fyrir upptöku allra annarra vítamína og steinefna.

mæli alls ekki nota ólifu oliu í eldun eða bakstur því hún skemmist við hitun og verður nánast hættuleg. Kókosolia og pálmafeiti er held ég eina olían sem ekki skemmist við hitun fyrir utan alla aðra góðu eiginleikana sem hún hefur þá er hún frábær í eldun og bakstur, hægt er að fá virgin kókosoliu sem er meira bragð af en betri fyrir eldun er hreinsuð kókosolia, eiginlega ekkert kokosbragð.

takk

ble

Oddný
23. jan. 2007

Þetta er æðislega síða. Hefur komið sér vel að notum við hinar ýmsu máltíðir. Takk!

Oddný
23. jan. 2007

Sæl,þakka þér fyrir þessa frábæru síðu.

Ég er með ferðaþjónustu og nota oft uppskriftir af síðunni,Það er líka frábært að geta nálgast uppl. um fæðófnæmi því a.m.k. okkar gestum er alltaf að fjöllga sem hafa alls konar ofnæmi og óþol.

Bestu kveðjur Oddný

Sædís
19. jan. 2007

Sæl, þakka þér fyrir þessa fínu og bragðgóðu heimasíðu.

Ég prófaði í kvöld að gera kartöflumauksúpuna þína og verð að segja að hún var frábær. Ég nennti ekki að setja hana í gegnum matvinnsluvélina og bar hana því fram með lauknum og kartöflubitunum í. Kom mjög vel út. Ég átti líka ekki púrrulauk og notaði því heilan rauðlauk í staðin. Nammi namm. Ég get ekki beðið eftir að smakka fleira. Ætla mér að prófa brauðin þín - ef þú átt eitthvað meira með hveitikími þá væri gaman að sjá það. Ég hef séð svona hveitikím - pönnubrauð þar sem ýmis krydd eru sett útí eða salsa. Rosalega gott en ég á ekki uppskriftina.

Takk aftur, ég á eftir að kíkja oft við.

Kveðja

Sædís

Ellen
15. jan. 2007

Þetta er svo flott síða hjá þér á CafeSigrun

bestu þakkir.

Aníta
10. jan. 2007

Hæhæ !

Var að uppgötva þessa síðu rétt í þessu, var að googla í leit að einhverju sniðugu til að nota allar Pecan hneturnar sem ég var að kaupa mér og rakst á þessa skelfilega djúsi uppskrift af Bláberja-Pecan muffins... naaamm...

Annars sit ég bara hér í slefinu mínu og fletti í gegnum allar þessar hrikalega girnilegu en bráðhollu uppskriftir.

Þessu síða er alger fjársjóður, þakka þér kærlega fyrir að hafa þetta svona opið fyrir okkur öll til að njóta..

Bestu þakkir, Aníta.

Melkorka
14. des. 2006

Mig langar að deila með ykkur æðislegustu köku sem ég hef fengið uppskrift að til þessa. Hún er bæði rosalega holl og æðislega góð. Ég fékk uppskriftina í Vikunni kökublaði sem kom út fyrir nokkrum vikum en ég er búin að breyta henni soldið.

1 bolli saxaðar döðlur

1 bolli valhnetur, hakkaðir eða bara muldir í c.a. 4 bita hver

1/4 bolli-1/2 bolli dökkt súkkulaði (eða karob), saxað gróft

1 tsk vaniludorpar

2 stk egg

1 tsk lyftiduft

2 matskeiðar sykur t.d. ávaxtasykur (átti að vera einn bolli sykur en 2 msk er alveg nóg)

-öllu skellt saman

-inní ofn á 180 gráður í c.a. 30 mínótur

-ofaná er gott að hafa t.d. rjóma og banana en þeir sem vilja ekki rjóma... ég veit nú ekki hvað þeir geta haft í staðinn. Það þarf allavegana eitthvað milt til að vega á móti kökunni því hún er bragðmikil.

Finney Rakel
07. des. 2006

Frábær síða :)

Oddný Ólafsdóttir
01. des. 2006

Sæl og blessuð

Ég hef aðeins eitt að segja og það er- til hamingju með þessa síðu þetta er frábært að fá allar þessar upplýsingar á einum stað og allur þessi fróðleikur váa--- ég á ábyggilega eftir að nýta mér þessar upplýsingar og uppskriftir.

Takk fyrir mig

Oddný

Harpa
30. nóv. 2006

Já skemmtileg síða,, kíki örugglega á uppskriftir hjá ykkur.

Einmitt í mínum anda, takk fyrir það.

En bökunarsóda nota ég ekki - bara vínsteinslyftiduft.

Langar að spurja hversvegna þú notar bökunarsóda.

Kveðja til ykkar Harpa Ágústsdóttir.

Ragnheiður
29. nóv. 2006

Sæl, Var að skoða síðuna þína og ná í uppskrift af dökkri súkkulaðiköku sem ég ætla að prófa í saumaklúbbnum á morgun. Mjög flottar uppskriftir, mig langar mikið að fara alveg út í þína línu. Mig langar samt að benda þér góðfúslega á að þorskfælni okkar Íslendinga er vegna þess að hér á árum áður var þorskjur veiddur á grunnsævi og þá var töluvert af ormi í honum og er enn, þar sem selurinn er nærri. Hins vegar er þorskur veiddur langt úti á miðum, besti fiskur sem hægt er að fá, miklu stinnari og bragðbetri en ýsan og engir ormar. Kv.

R

Helga
27. nóv. 2006

Sæl Sigrún

Er tíður gestur hér á síðunni þinni og er yfir mig hrifin af uppskriftum þínum. Hlakka til að prófa allar þessar girnilegu jólasmákökur :)

Bestu kveðjur, Helga

Jón Viðar
22. nóv. 2006

Hæ,,

Sá í blaðinu í dag að þú heldur úti þessari síðu og vatt mér umsvifalaust í að kíkja á djásnið. Alveg er þetta dæmalaust frábært framtak hjá þér að deila þessum uppskriftum með okkur hinum.

Vildi endilega þakka þér framtakið. Sjálfur er átti ég nýlega 48 ára afmælisdag og setti mér það markmið að verða í mínu besta formi

fyrir fimmtugt.. :-) Ég hreyfi mig allnokkuð minnst klst. á dag

(röskur göngutúr) og hjóla einnig og stöku sinnum fer ég í sund.

Þolið er því nokkuð gott, en vantar uppá að styrkja vöðva í efri hluta líkamans og eins og ekki síst þarf ég að taka á matraæðinu.. Þar kemur síðan þín til skjalanna.. Fram til dagsins í dag hef ég etið það sem að mér hefur verið rétt ,, nánast og þykir flestur matur góður. Síðustu 3-4 árin hef ég engu að síður meira og meira hugsað um það sem ég læt ofaní mig og veit að þar er hægt að bæta mikið úr til batnaðar..

Ég ætla að prufa eitthvað af uppskriftunum þínum og sjá hvort það sé ekki eitthvað sem ég get tileinkað mér..

Enn og aftur takk fyrir að setja þetta efni á vefinn, það gerir mörgum lífið léttara í átaki til hollara lífernis ,, ekki nokkur spurning um það.. :-) ..

Edda Halldórs
21. nóv. 2006

Hæ Sigrún,

Til lukku með frábæra síðu. Við Agnes vorum einmitt að rifja það upp áðan þegar þú hættir að borða nammi :) ...eru þetta virkilega orðin 20 ár - ótrúlegt.

Biðjum að heilsa Jóhannesi.

kveðja

Edda og Agnes

Elva
11. nóv. 2006

Hæ, hó vinkona!

Á kommentunum hér fyrir neðan að dæma eru fjölmargir á því að þú barasta verðir að gefa út uppskriftabók, hvernig væri það? Uppskriftirnar þínar eiga erindi við svo marga.

Þín Elva (aðdáandi númer 1)!

Þórhildur
02. nóv. 2006

Sæl

Frábær síða hjá þér. Nóg af uppskriftum, ekki veitir af þegar maður er nýlega hættur að elda kjöt og veit stundum ekkert hvað maður á að hafa í matinn.

Mig langar að senda þér uppskrif frá Sollu á Grænum kosti af frábæru grænmetis lasagna (kom í hagkaupsbæklingi fyrir stuttu síðan). Mjög gott og einfalt.

. Grænmetislasagna

2 msk lífræn kókosfita

½ rauðlaukur, smátt saxaður

2-3 hvítlauksrif

3-4 msk. tómatpúrra

1 stk sæt kartafla smátt skorin

½ blómkálshöfuð smátt skorið

1 stk gulrót smátt skorin

1 stk rauð paprika smátt skorin

1/6 sellerirót smátt skorin

1 dós tómatsósa eða maukaðir niðursoðnir tómatar

2-3 tsk oregano

smá basil

sjávarsalt og nýmalaður pipar

1 dós kókosmjólk (sýrður rjómi eða kotasæla)

rifinn ostur (soja eða venjulegur)

1 pk lasagnaplötur

Mýkið laukinn í feitinni 2-3 mín. Bætið við hvítlauk og tómatpúrru og blandið í um 1 mín. Restinni af uppskriftinni bætt í og látið malla í um 15-20 mín.

Sett í eldfast form: eitt lag fylling, lasagneplötu, smá ostur. Endurtekið 1-2 sinnum. Bakað í ofni við 200C í um 30 mín

Melkorka
31. okt. 2006

Ég hef stundum brugðið á það ráð að ,,copy paste" uppskriftirnar yfir á skjal áður en ég prenta þær út til að fá textann þinn með en þetta er miklu betra.

XXX Takk fyrir :)

CafeSigrun.com
30. okt. 2006

Vegna ítrekaðra áskorana (frá allavega 2 notendum hahahahaaha) prentast textinn fyrir ofan uppskriftina þegar maður prentar hana út. Ég var svo viss um að fólk vildi ekki þennan texta því hann lengir jú síðurnar sem maður prentar á en ef fólk vill þetta... þá er það sko miklu meira en sjálfsagt. Sem sagt, búin að breyta :)

Sigrún

Melkorka
29. okt. 2006

Ég tek undir það sem þegar hefur komið fram að ég myndi kaupa matreiðslubókina ef þú gæfir þetta efni út. Svo finnst mér líka kommentin þín á undan uppskriftonunum svo skemmtileg og fræðandi að þau mættu að mínu mati fylgja þegar maður prentar uppskriftirnar út.

Eva Úlla
27. okt. 2006

Blessuð Sigrún,

ég fékk upplýsingar um síðuna fyrir ca 2 vikum og er mjög hrifin, en ég vissi samt ekki hver væri eigandi hennar fyrr en ég las greinina í Fréttablaðinu.

Mér finnst þetta alveg frábært framtak hjá þér og takk fyrir mig.

Virkilega gaman að fá að rekast svona á þig á netinu.

Gangi ykkur vel, ég er líka búin að kíkja á espressó síðuna!

Kveðja

Eva Úlla

Rósa
27. okt. 2006

Sæl Sigrún.

Þakka þér fyrir að gera uppskriftirnar þínar aðgengilegar öllum. Ég veiktist fyrir nokkrum árum og fitnaði mjög mikið meðan ég var í sterameðferðum en hefur nú tekist að léttast aftur og hef breytt mataræði í þá átt að nota eins gott hráefni og ég get fundið í það sem ég ætla að borða. Að sjálfsögðu sleppi ég sykri, hvítu hveiti og nota mjög litla fitu. Mér líður miklu betur, krónískir verkir hafa minnkað og ég er hressari.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir matreiðslu eða bakstur en núna er ég að byrja að baka Speltbrauð og finnst það gaman. Mér datt í hug að nota te sem ég átti sem krydd í fyrsta brauðið mitt og það varð alveg meiriháttar gott. Teið (í lausu að sjálfsögðu) er Yogi Tea og heitir Himalaya. Innihaldslýsingin segir: Anis, Fennel, Lakkrís, Cardimommur, Svartur pipar, Kanill, Negull. Af þessari teblöndu notaði ég 3 -4 tsk. Ég notaði líka Sólblómafræ og Sesamfræ. Kryddbragðið er ekki yfirgnæfandi og maður bítur ekkert í svarta piparkúlu ! Anísbragðið kom mest fram fannst mér. Ég á eftir að testa þetta betur !

Ég er farin að hlakka til að prófa meira af uppskriftunum þínum.

Kær kveðja

Rósa.

Guðný Anna
25. okt. 2006

Sæl og blessuð.

Takk fyrir frábærar uppskriftir.

Leyfði mér að setja tengilinn þinn á síðuna mína.

Ég er í því að prófa afríska rétti núna og finnst þeir yndislega öðruvísi - og góðir.

Bestu kveðjur,

GAA

Margrét
24. okt. 2006

Sæl og til hamingju með þessa flottu síðu þína.Sé að ég þarf endilega að skoða þetta betur hjá þér :)

Samt er það eitt sem ég er að spá í þar sem þú virðist hugsa ansi mikið um heilsuþáttinn í þessu hjá þér og það er notarðu sykursætu þe gervisykur!! Ég er allavega að forðast aspartam eins og pestina.

Með bestu kveðju,

Margrét

Hulda
18. okt. 2006

Frábær síða. Hlakka til að prufa ALLT.

Þú ættir nú bara að gefa þetta út sem matreiðalubók. Ég myndi allavega kaupa hana. Vildi að textinn þinn myndi prentast út með uppskriftunum. Þar koma fram góðir punktar og svo ertu skemmtilegur penni í ofanálag.

Kveðja Hulda S.Kristjánsdóttir.

Valdís í DK
14. okt. 2006

hæ hæ,

frábær síða hjá þér stelpa! Allt svo hollt og lúkkar samt líka gómsætt út.

Vinkona mín benti mér á þetta þegar ég var að væla yfir að hafa horft á Du er hva du spiser hérna í Danmörkinni og var mjög pirruð yfir því hversu erfitt er að finna HOLLAR uppskriftir.

Langar bara að þakka þér kærlega fyrir að deila uppskriftunum þínum hérna á netinu.

Þú ert lifesaver!

Hafdís
12. okt. 2006

Sæl Sigrún.

Ég er ein af þeim sem er viðkvæm fyrir alls kyns matvörum, en hef því miður ekki verið dugleg að breyta um mataræði en oft hugsað mér það. Fram að þessu hefur mér fundist það svo mikil fyrirhöfn. Ég held ég hafi verið leidd að þessari síðu þinni sem ég datt inná fyrir algjöra tilviljun.

Ætla að leyfa mér það að fá að notast við uppskriftirnar þínar og þiggja góðu ráðin sem eru á síðunni þinni.

Til hamingju með þessa síðu og ég er nú þegar búin að senda slóðina á systur mínar.

heil og sæl varð bara að þakka fyrir þessa síðu alveg meiriháttar síða opnaðir algjörlega nýjan heim fyrir mér í sambandi við að elda hollan og góðan mat, hef sérstaklega verið að nýta mér brauð uppskriftirnar sem ég er algjörlega heilluð af takk takk kærlega fyrir að leyfa okkur hinum að nýta okkur þína þekkingu og hæfileika bestu kveðjur frá Ísafirði

Alma
24. sep. 2006

Hér luma ég á frábærri súpu sem ég fann í hollensku blaði. Holl og frábær á bragðið.

PAPRIKU OG TÓMATSÚPA

4 rauðar paprikur

660g trostómatar (tómatar á stöngli, auðvitað hægt að nota hvernig tómata sem er)

2 skallotlaukar eða 1 venjulegur (lítill)

1 avocado

2 hvítlauksrif

sítrónusafi sett yfir avocadóið ef þið eruð búin að skera það niður nokkru áður en það fer í súpuna til að það dökkni ekki.

alfa alfa spírur (gerir gott bragð en líka hægt að sleppa)

1 msk olía

1 msk tómatpúrra

500 ml - 1L vatn með grænmetiskrafti (1L í uppskrift en mér fannst það of mikið, þá varð súpan of þunn svo ég notaði ekki allt vatnið)

salt og pipar

125-150 g rækjur

Paprikurnar skornar í 4 sneiðar og fræhreinsaðar. Settar inn í heitan ofn og grillaðar þar í nokkra stund. Þá eru þær settar í plastpoka og leyft að kólna þar í 15 mín. Þá er auðveldara að ná hýðinu af þeim.

Tómatar settir í sjóðandi vatn og síðan skellt í kalt vatn. Þá er líka auðvelt að ná hýðinu af þeim :)

Olía hituð á pönnu og smátt saxaður laukurinn (eða laukarnir) settur út í. Síðan fer tómatpúrran ofan í. Eftir 1 mín eru paprikurnar og tómatarnir settir út í ásamt 2 pressuðum hvítlauksrifjum og látið malla í 10 mín. Þá 500ml- 1L af grænmetissoði (2 teningar) og látið sjóða í 5 mín.

Þessu er svo öllu skellt í mixer og svo aftur skellt í pottinn (eða pönnuna) og látið haldast heitt þar á meðan 1 avocadó er skorið í bita.

Þetta fer svo í súpuskálina og avocado og rækjur ásamt alfa alfa spírum yfir.

Elín
19. sep. 2006

Takk fyrir frábæra síðu. Kíki oft inn og fæ hugmyndir.

Grófa fjölkornabrauðið frá þér er í ýmsum útfærslum er orðið vinsælasta brauðmetið á heimilinu hjá stórum og smáum. Einfalt og gott.

kveðja

Elín

Katrín
18. sep. 2006

Hæ hæ!!

Frábær síða. Ég prufaði kartöflu- og gulrótarbuffið, snilld!!!

Ég er líka búin að stúdera "Af bestu lyst II" og þar er svaðalega gott eggaldinlasagna, mæli með því að bæta við dós af kjúklingabaunum.

Kveðja Kate