Ummæli notenda
Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.
Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!
Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum
Ummæli
15. ágú. 2008
hæ,
ég hef stundum eldað uppskriftir hér og ég er alltaf mjög ánægð. Langaði bara að láta vita að þessi síða er að gagnast mér og örugglega MIKLU fleirrum.
Keep up the good work!
svavs
14. ágú. 2008
Ég hef lesið síðuna reglulega og hef alltaf gaman af en einnig læri ég eitthvað. Hollustugreiningin er sérlega skemmtileg. Vonandi finn ég eitthvað sem ég "held " að sé hollt. Kv með þökk Anna Sigga
13. ágú. 2008
Sæl Sigrún
Ég datt inn á þessa síðu hjá þér og mikið líst mér vel á hana, ég á örugglega eftir að notfæra mér einhverjar uppskriftir hérna.
Takk!
Ásdís í Ástralíu
10. ágú. 2008
hæjj,
er ekki að koma fleiri þáttakendur æi óhollustusamkeppnina :D
ég er ótrúlega spennt yfir henni, frábært framtak !!
06. ágú. 2008
Hæ Oddný...varðandi Stevia.
Stevia er svolítið notuð af hráfæðisfólki og ég hef heyrt almennt vel látið af henni en þykir þó "controversial" og hefur verið bannað í Bandaríkjunum. Ég hef lesið rannsóknir á rottum sem voru með skert insúlínþol eftir mikla neyslu (en þú veist hvernig þessar rannsóknir eru stundum......)
Stevia er 200-300 sinnum sætara en hvítur sykur sem þýðir að þú getur notað 1 teskeið fyrir hvern bolla af sykri! Hins vegar þarf þá að bæta upp fyrir sykurmagnið með einhverju öðru t.d. meira af öðru innihaldi í því sem þú ert að búa til.
Þú getur skoðað upplýsingar um Stevia t.d. á Wikipedia
http://en.wikipedia.org/wiki/Stevia
og hér:
http://www.rense.com/general37/stev.htm
Ég er sjálf mjög óviss með Stevia og þori eiginlega ekki að byrja að nota það fyrr en það er rannsakað ofan í kjölinn..
06. ágú. 2008
hæ Sigrún,
ég var að velta fyrir mér hvort sniðugt væri að nota Stevia sem sætuefni í bakstur. Hvað finnst þér um það? og veistu nokkuð hvaða magn, hlutfallslega, maður myndi nota í stað sykurs?
31. júl. 2008
Sæl Sigrún
Gætiru nokkuð fjallað um Cheerios? bæði borðaði ég það í mörg ár í morgunmat og er oft það fyrsta sem börn byrja að tyggja á..
Með þökk og takk fyrir frábæra heimasíðu!
-Svandís
21. júl. 2008
Sæl Sigrún, vil bara þakka fyrir frábæra síðu :) Ég er að snúa blaðinu við hjá mér, taka út slæma fitu, sykur, ger og hvítt hveiti, og hef ég staðið á gati með hvað ég á að borða. Svo þúsund þakkir fyrir þessar frábæru uppskriftir.
Ég bið þig bara um að taka þetta ekki af netinu :D
Kv. Hildur Hödd
21. júl. 2008
Sæl Sigrún
Lengi hef ég notað síðuna og ekki sagt múkk hversu góð hún virkilega er.. ég verð einfaldlega að hrósa því að þú takir myndir af matnum og segir aðeins frá honum. Það er virkilega þæginlegt.. þá fær maður bæði betri innsýn og lærir inná uppskriftirnar. Þær eru orðnar ófáar uppskriftirnar sem eru reglulegar gerðar, komnar af cafesigrun..
takk æðislega og keep up the good work!!
20. júl. 2008
prófaði avakadó ísinn. Kom mér á óvart hversu ljúffengur hann er. Hann sló í gegn. Ætla að gera epla- og valhnetubökuna á eftir... hlakka mikið til!
Takk:D
18. júl. 2008
Snilldar síða!!
Fæ vatn í munninn og hlakka BARA til helgarinnar. Ætla að prófa einhverja kökuna þína á "nammidaginn" minn :)
Komin í favourites!!
kv.
Dísa RVK
04. júl. 2008
Já ég er sko algjörlega sammála Melkorku ef þú gæfir út bók væri það örugglega söluhæðsta bókin fyrir jólin híhíhí :)
03. júl. 2008
Það er yndislegt að hafa aðgang að þessari frábæru heilsu uppskriftasíðu! Ég hef sagt það áður að ég myndi fagna ef það kæmi út bók. Ég sé fyrir mér að liggja uppí rúmi með grænt te og hollustusmákökur á náttborðinu og fletta í gegnum slíka bók fyrir svefninn. Allir sem eru sammála, látið í ykkur heyra, smá hópþrýsting!!!
01. júl. 2008
Sæl Sigrún!
Mig langaði bara að senda þér línu þar sem ég er orðin gjörsamlega húkkt á síðunni þinni.
Það virðast allir vita af henni og lofa henni háttstert. Ég hef prufað mikið af þínum uppskriftum, próteinbari í útileigunum, margar margar kökur og svo aðra rétti svosem fiskrétti og fleira.
Allt sem ég hef tekið af síðunni þinni er svo gott og allt þetta hráefni sem þú mælir með er algjör snilld. Mér finnst einhvernveginn íslendingar ekki nærrum því nógu duglegir að hrósa öðrum og því langaði mig að senda þér línu og segja þér frá ánægju minni og gleði af síðunni þinni. :) Ég er dugleg að segja vinkonum og vinum frá henni og allir enda á því að prófa margar af þessum frábæru uppskriftum og í leið nýta sér öll þau heilræði sem þú gefur.
Það er greinilegt að mikið effort er lagt í síðuna og hlakka ég til að halda áfram að fá að fylgjast með.
Bestu kveðjur,
Katrín
26. jún. 2008
Sæl Sigrún,
Ég vil segja, takk fyrir frábæra síðu!! Á eftir að nýta mér hana mikið.
Fékk ábendingu frá vini...
kv.
BAA
24. jún. 2008
Hæ Sigrún,
Þessi síða þín er algjör snilld.
Það er ofsalega gaman að geta gert svona góða rétti og eingöngu úr hollu hráefni. Ég nýti mér síðuna mjög mikið og fæ alltaf góðar hugmyndir hérna hjá þér.
Takk yndislega fyrir
Kveðja Hanna
21. jún. 2008
hæ Sigrún
snilld að rekast á þessa síðu, alveg ekta þú að vera svona skipulögð !!
annars er ég bjarnadóttir og þú nafna mömmu ;)
bið að heilsa jóhannesi, og auðvitað restinni af pakkinu þínu :D
Eva
19. jún. 2008
Frábærar uppskriftir,kíki oft inn.Mér finnst alveg frábært ad geta breytt uppskriftunum í Hollar upppskriftir,ég sneidi nefnilega frá geri,hvítu hveiti og hvítum sykri....Go girl !
14. jún. 2008
Komdu sæl
Ég var bara að sjá þessa síðu í fyrsta sinn og hún er alveg frábær og hefur margar uppskriftir sem mig langar að prófa ég er nýliði í heilsusamlegu mataræði og er að stíga mín fyrstu spor í grænmetisfæði. Ég hef verið að hreyfa mig reglulega sl ár og misst 30 kíló og núna loksins er áhugi minn vakinn á heilsusamlegu mataræði ég er mikið að spá í baunir og spelt og mun nota þessa síðu mikið á næstu mánuðum
Takk fyrir mig
Dagmar á Egilsstöðum
09. jún. 2008
Langaði bara að til þess að þakka þér kærlega fyrir að vera með þessa frábæru síðu í gangi, nota hana heilmikið í stríði við slæmt mataræði. hipp hipp húrra húrra !!!!!!!
28. maí. 2008
sæl!
Er mikið búin að prófa af uppskriftunum þínum að undanförnu, var með Helgukjúkling(tandoori) í matinn um daginn og hann var æði, prófaði svo að baka bananamuffins og þær voru ekki lengi að hverfa. Þessi síða hjálpar mér heilmikið í að takast á við að breyta mataræðinu hjá mér og öðrum fjölskyldumeðlimum til hins betra. bestu þakkir fyrir frábæra síðu
Sigga
23. maí. 2008
Takk ;)
07. maí. 2008
Sæl Sigrún og þakka þér enn og aftur fyrir að halda úti þessari frábæru síðu. Hef prófað margar uppskriftir frá þér og á eftir að prófa enn fleiri. Þar sem ég er nýlega orðin móðir var ég í ungbarnaeftirlitinu í dag með krílið og þar var mælt með síðunni þinni varðandi ungbarnafæðið! Vildi bara láta þig vita hversu mikils metin þessi síða hjá þér er í ungbarnaheiminum! Klapp á bakið fyrir það! Bestu kveðjur
06. maí. 2008
Mér finnst æðislegt þegar þú hefur myndir af matnum þ.e.a.s. þegar maður sér hvernig uppskriftin lítur út á endanum. Má ver ameira af þessum myndum.
27. apr. 2008
Er bara að uppgötva þessa frábæru hollustu uppskriftasíðu....takk takk kærlega fyrir að gera mér lífið auðveldara í baráttunni við óhollustuna....;-)
kveðja
Kristín
26. apr. 2008
Sæl ég vil fyrst kynna mig ég heiti Bogga og er mikill notandi af síðunni þinni bæði nota ég uppskriftir og rýni í góð ráð og fl.Takk fyrir frábæra síðu.Mér langar að ath.hvort þú getir bent mér á annahvort námskeið eða síðu um matreiðslu fyrir leikskólabörn.Þannig er að ég er að fara að taka við eldhúsi á leikskóla hér í bæ (keflavík)og langar að hafa hollan og góðan mat.Hef farið á nokkur námsk.hjá Sollu og á eftir að nota fullt þaðan.Æi takk fyrir aftur og fyrigefðu frekjuna í mér.Kveðja Ingibjörg Steingrímsdóttir (Bogga) í keflavík
21. apr. 2008
heil og sæl
Vildi bara fá að þakka fyrir frábæran vef, ég fer alltaf fyrst hér og leita að uppskriftum allt svo hollt og gott takk takk kv Inga
14. apr. 2008
Þetta er ekkert smá glæsileg síða hjá þér og þú ert algjör PERLA að hafa hana opna.
Komdu endilega við hjá okkur á Stórhöfðanum þegar þú verður á ferðinni í bænum :-)
Bkv.Silla
10. apr. 2008
Takk fyrir mig. hér er allt sem þarf til að vera góður kokkur. Frábær síða og ekki spillir hollustan.
06. apr. 2008
þvílík snilld
takk fyrir þessa frábæru síðu
06. apr. 2008
Takk fyrir mig Sigrun, er ad taka fyrstu skrefin af alvoru til hollari lifstils eftir araradir af "yo-yo dieting". Uppskriftirnar thinar hafa synt mer ad tad er vel haegt ad skemmta ser i eldhusinu an tess ad nota smj0r, sykur og rjoma!
04. apr. 2008
Gott framtak hjá þér!
01. apr. 2008
Sæl Sigrún, mig langar að þakka þér svo innilega fyrir að halda úti þessari frábæru síðu. Það er þó nokkuð langt síðan ég fór að kíkja hingað inn, og ég fæ alltaf einhvern innblástur í heimsóknunum. Ég var að lesa gamalt blogg áðan frá þér um náungann sem varð svo pirraður að hann lokaði vefsíðunni sinni um tíma, til að minna fólk á almenna kurteisi í samskiptum. Ég fattaði þá að ég hef svo oft komið hingað inn, sótt uppskriftir og nýtt mér vefinn en aldrei kommentað eða sýnt nokkurn þakklætisvott fyrir þetta óeigingjarna framtak þitt. Mig langar því hér og með að segja: kærar þakkir fyrir þennan frábæra vef og allt sem á honum er að finna, og gangi þér allt í haginn í framtíðinni.
Bestu kveðjur
Berglind
28. mar. 2008
Sæl Sigrún
Ég sé að þú ert að kvarta yfir kjálkavandamálum.
Hefur þú prófað höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð?
Ég átt í svona veseni fyrir ca. fjórum árum og fór í svona meðferð og hef ekki fengið verki síðan.
Er aðeins byrjuð að fynna fyrir spennu í kjákum aftur en er að
byrja nýja meðferð í dag.
Datt í hug að láta þig vita að svonameðferðir virka.
kv Sigga
14. mar. 2008
Halló!
Ég fann mig knúna til að ,,klappa þér á bakið" fyrir þessa stórmögnuðu heimasíðu. Hef nokkrum sinnum rambað hingað inn gegnum bloggsíður og stoppað við þessar ótrúlega girnó uppskriftir. Ég bíð spennt eftir fyrstu uppskriftarbókinni kona, og þeirri næstu!
Takk fyrir að leggja þessa vinnu á þig svo aðrir geti uppgötvað yndislega hollan og girnilegan mat!
Kv.
Fanney
27. feb. 2008
Do you have an english version of these delicious looking recipes?
26. feb. 2008
Sæl Sigrún og Jóhannes
Takk fyrir frábæra síðu.
Er búin að glugga heilmikið í uppskriftirnar og nota þær í bland
við mínar þær vega heilmikið upp á móti óhollustuni í mínum.
get allveg sagt að ég vildi vera í ykkar sporum í Afríku
góða skemmtun
kv
Sigga
24. feb. 2008
kæra Sigrún, langaði bara til að þakka kærlega fyrir mig. Ég fæ uppskrift hjá þér nánast í hvert skipti sem ég held matarboð. Hef prófað td. hnetu- engiferréttinn afríska- furðulegasti réttur sem ég hef eldað, en sérdeilis góður þó. Kökurnar hef ég líka fengið margar og eru þær hver annarri betri. Í kvöld er ég með matarboð og er að byrja á gulrótarköku og zanzibar baunarétti frá þér. Takk fyrir mig.
kv. Þorbjörg
21. feb. 2008
Vá, þetta er ekkert smá. Manni finnst einhvernveginn bölvað vesen og dýrt að elda á hollan hátt, en þegar allt kemur til alls þá líður manni miklu betur og af hverju ekki að eyða pening í heilsuna, þó maður sé á námslánum ;)
Ég er núna með eina 5 mánaða sem mun njóta góðs af uppskriftunum þínum og við skötuhjúin ætlum að færa okkur smám saman yfir í þennan lífsstíl því við viljum ekki bjóða dóttur okkar upp á óhollustuna!
Takktakk!
20. feb. 2008
Ég rakst á uppskriftirnar þínar í Sjónvarpsdagskránni og þar sem ég er byrjuð mína vegferð við að breyta mataræði mínu til hollari, lífrænni vegar þá gladdist ég mjög. Og enn meira gladdist ég þegar ég loksins náði því að það væri til vefsíða með þessum frábæru uppskriftum. Hún er nú þegar búin að hjálpa mér mikið og á örugglega eftir að hjálpa mér meira.
Ástarþakkir fyrir framtakið og síðan er mjög falleg hjá þér!
Kveðja
Svava Theodórsdóttir
18. feb. 2008
Þessi síða er snilld! Brilliant! Algjörlega ÆÐI! Takk kærlega fyrir!
Dísa
18. feb. 2008
Takk fyrir frábæra síðu. Ég rakst á þessa síðu fyrir langa löngu og í dag kíki ég alltaf inn á hana þegar mig vantar góða uppskrift. Vona að þú haldir áfram að setja inn hollar og góðar uppskriftir , því það er fullt af fólki sem kann vel að meta það sem þú ert að gera.
13. feb. 2008
Godan dag. Eg vildi bara thakka fyrir mig. Las um thessa sidu i vikunni og er buin ad lesa alla siduna i gegn sidan. Otrulega adgengileg, skemmtileg og frodleg sida.
Frabært framtak.
12. feb. 2008
Sæl, vil bara þakka fyrir frábæra síðu! Fróðleikurinn um ungbarnamatinn er alveg að bjarga mér nú þegar ég er að byrja að gefa barninu mínu að borða.
kv. Inga
29. jan. 2008
Blessuð!
Langt síðan ég hef kíkt hingað inn eða kommentað. En vildi bara segja að ég er hjartanlega sammála Melkorku hér að neðan... Frábært nestisflokkur! æðislega sniðugt hjá þér!
kveðja,
Helen
22. jan. 2008
Mig langar að þakka kærlega fyrir fallega vefsíðu, stórgóðan fróðleik sem þar er að finna, heillandi uppskriftir og persónulegt viðmót. Ég er nýbúin að frétta af CafeSigrún og verð hér eftir fastagestur ykkar...
Bestu kveðjur.
15. jan. 2008
Æðislegur þessi nestisflokkur!!!
11. jan. 2008
Það heitir yfirleitt bara 'Glutein free baking powder' eða 'baking powder without wheat' eða álíka. Heitir líka stundum Tartar baking powder (en athugaðu samt hvort að sé nokkuð glutein í því til öryggis..)
Kv
Sigrún
11. jan. 2008
hae hae... eg er stodd i Bandarijunum og eg er ad leita af vinsteinslyftidufti, hvert er enska heitid fyrir tad?
07. jan. 2008
Frábær síða. Byrjaði fyrir ári síðan að hugsa um mataræðið mitt og hefur alltaf vantað uppskriftir, þetta er allveg snilld:)