Ummæli notenda

Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.

Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!

Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum

Ummæli

Heiða
04. mar. 2009

Þetta er mjög fróðleg og flott síða hjá þér og stefni ég á að prufa slatta af uppskriftum frá þér þar sem ég og bóndinn höfum sett okkur það markmið að fara að borða hollar.

Eina sem ég sé því til fyrirstöðu er að ég bý út á landi og margt í uppskriftunum ekki hægt að fá, meira að segja eitthvað af grænmetinu..

Það verður svo frólegt að sjá mig og manninn minn standa inn í búð klórandi okkur í hausnum að leita af því sem þarf í flesta réttina þar sem í hverri uppskift er margt sem ég hef aldrei notað og veit jafnvel ekki hvernig lítur út :)

Bryndís
19. feb. 2009

Vildi bara láta þig vita að þessi vefur er alveg frábær. Svo skemmtilegt að lesa lýsingarnar á réttunum og ilmnum sem fylgir og hvað Jóhannes er ánægður með þig :). Þú ert bara one of a kind.

Takk fyrir að deila með okkur.

Kveðja

Bryndís

Sesselja
17. feb. 2009

Sæl Sigrún.

Fékk linkinn inn á síðuna þína á vefnum hennar Sollu.

Er alveg himilifandi- eins og að detta ofaní dótakassa ( eða konfektkassa)!

Takk

Sesselja

Jóhanna Vala
16. feb. 2009

Hæhæ,

Bakaði frönsku súkkulaði kökuna hennar Lísu fyrir Valentínusardaginn hérna úti. Hún var æðisleg!! Ég notaði 1,5 desilíter rapadura sykur eins og þú gerðir.. ég brosti út að eyrum þegar ég smakkaði hana.. slurp.. hún var svo hrikalega góð! Annars hefur allt smakkast rosalega vel sem ég hef gert af síðunni þinni.. :)

Takk fyrir mig

Kær kveðja frá Flórída,

Jóhanna Vala

Bryndís Ísfold
10. feb. 2009

frábær síða - ég er alltaf að prófa e-ð nú í kvöld Ruwanda réttinn sem var frábær!

takk fyrir mig

Diana Parker
07. feb. 2009

Nice page, I don't undersand it hahaha

I think you got New detox menu and maybe gulten free menu. breackfast and supper. Tell me about it!!!

Love you Diana

Sigurlína H Styrmisdóttir
31. jan. 2009

Frábær vefsíða hjá þér til hamingju.

Birna
28. jan. 2009

Mikið er þetta frábæt síða hjá þér ég hef notað hana margoft og átt þú þakkir skilið. Takk takk

Berglind
27. jan. 2009

Frábær síða, ég elda oft eftir uppskriftum frá þér og er ég sérstaklega ánægð með "fyrir smáfólkið" þar sem ég er með eina 6 mánaða sem er að fara að fá að borða í fyrsta sinn.

takk kærlega

Berglind

Katrín
25. jan. 2009

Ég elska alveg þessa síðu og á eftir að prófa mikið. Ég er að hugsa að reyna að prófa allt einhvern timann :)

Ég eldaði í gær einfaldan grænmetisrétt og hafði Jógúrt/Kvarg (skyr) bollur með og það var alveg æðislegt.

Hollustan í fyrirrúmi en það einhvern veginn gengur ekki fyrir þegar þarf að baka og elda sjálfur :)

Takk fyrir mig Katrín

Signý
21. jan. 2009

Ég er nýlega búin að uppgötva síðuna þína, bæði hér og á facebook og mér finnst þetta alveg magnað.

Skemmtilegast finnst mér að lesa um innihaldið þegar þú lýsir því hvernig hitt og þetta sé hollt og gott og stútfullt af vítamínum :) þú ert örugglega jákvæðasta manneskjan á internetinu.

Prufaði að gera ferska salsa salatið og það er ekki aftur snúið, þetta verður fast á matseðlinum sem meðlæti, æðislegt með kjúllaréttum og passar fullkomlega á burrito mmm....

Kærar þakkir fyrir mig.

Hjördís
20. jan. 2009

Kominn tími til ad takka fyrir mig.

Fann síduna tína fyrir algjöra tilviljun fyrir ca 2 árum. Tad var tvílíkur "eye opener" fyrir mig. Tad sem er til annad en hvítt hveiti, sykur og smjör...algjör snilld.

Búin ad prófa mjög margar uppskriftir og laera svooo mikid.... allt jafn gómsaett!

Ein af mínum uppáhalds sídum.

Einlaegur addáandi.

Hjördís

Hrafnhildur ástþórsdóttir
14. jan. 2009

Heil og sæl.

Ég heiti Hrafnhildur og er forstöðumaður barnaverndarúrræðis fyrir unglinga í Kópavogi. Mig langar bara að þakka þér frábæran vef og afar góðar uppskriftir sem að við notum mikið í þeirri vinnu okar að breyta og bæta mataræði bæði starfsmanna og ekki síður ungmennanna sem við vinnum með.

Bestu þakkir og kveðjur, við í Unglingasmiðjunni!

Björk
08. jan. 2009

Vildi bara segja þér að mér finnst þessi síða þín algjör snilld og myndirnar rosa flottar mun nota þessa síðu það er allveg á hreinu en spurningin sem brennur á vörum mínum er HVER ER KONAN á bakvið síðuna ?

CafeSigrun.com
08. jan. 2009

Frábært að heyra Ingibjörg :)

Ingibjörg
08. jan. 2009

Sæl.

Ég eldaði fiskréttinn frá Góa í kvöld og verða að segja að þetta er það allra besta og einfaldasta karrý sem ég hef búið til. Aldrei þessu vant borðuðu allir fjölskyldumeðlimir ýsuna með bestu lyst!

Takk fyrir frábæra síðu,

kveðja, Ingibjörg

Kristín Margrét
06. jan. 2009

Sæl Sigrún og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allann póstinn frá þér á síðustu fimm árum ca.

Ég verð enn og aftur að hrósa þér og segja þér hvað mér finnst gaman að fá póst frá þér en ég er samt því miður ekki nógu dugleg að prófa uppskriftir frá þér en finnst rosa gaman að skoða þær.

Ég var meira duglegri að prófa þegar ég var í fæðingarorlofi 2004 og 2006 en þá var nógur tími til að prófa og smakka og vissulega skildi það eitthvað eftir í matarstíl mínum og venjum:)

Ertu nokkuð með eitthvað prógramm á detox sem þú mælir með?

þá hversu oft hitt og þetta og hvað marga daga í senn?

En annars eru allir að tala um þetta og þá sérstaklega Jónu Ben ferðirnar til Póllands en maður vill nú helst bara gera svona heima og þá fara eftir ráðleggingum.

Takk enn og aftur og hafðu það sem allra best.

kv,

Kristín

þinn einlægur mataraðdáandi.

Aðalheiður Árnadóttir
02. jan. 2009

Flott síða...er alltaf að reyna að koma mér í hollari mat...kannski það gerist á nýju ári með hjálp síðunnar þinnar :)

Guðrún Sóley Gestsdóttir
30. des. 2008

Kæra Sigrún,

Hef verið mikill aðdáandi síðunnar þinnar árum saman, og vil þakka þér kærlega fyrir gómsætan hafsjó uppskrifta sem hér er að finna og hefur komið sér vel í gegnum tíðina! Svo hef ég líka ofsalega gaman að athugasemdunum þínum og uplýsingunum sem þú lætur fylgja með uppskriftunum - semsagt, þúsund þakkir fyrir frábæra síðu.

Svo langaði mig að koma einni uppástungu á framfæri, hvort þú lumaðir mögulega á einhverri góðri uppskrift að humar? Þetta er bara svona hugmynd, ég held svei mér þá að það sé það eina sem ég hef ekki fundið á síðunni þinni, og væri ofsalega gaman að fá þína útgáfu að góðum humri matreiddum á hollan hátt...

Vildi bara þakka fyrir frábæra síðu með dásamlegum uppskriftum.

Kv,Kristjana

Anna Málfríður
22. des. 2008

Sæl,

mér datt í hug að senda þér þessa uppskrift til að prófa. Ég reyni að halda mig frá ýmsum afurðum sem fara illa í mig og þar á meðal mjólkurafurðum. Þar sem mér finnst heimagerði ísinn hennar mömmu ómissandi á jólunum þá datt mér í hug að prófa að gera hann mjólkurlausann. Ég bý núna í Edinborg og hef svona smám saman verið að finna þær vörur sem ég vill nota í matargerðina og fann t.d. þennan þeytanlega soyja-rjóma sem ég nota í ísinn. Veit ekki hvort hann fæst heima. En hérna er uppskriftin:

Soyja –ís með suðrænni sveiflu

Þessi uppskrift er blanda af uppskrift af Mangó-kókos ís frá cafesigrun.com og gamla klassíska ísnum hennar mömmu, nema að í þessum eru engar mjólkurafturðir.

2 pk. Soyja þeytirjómi, ég notaði „Organic Cremo Vita“ frá granoVita (hvor pakki 300ml)

1 pk. Coconut Cream (1/4 liter) þetta er eins og kókosmjólkin nema þykkra og er í fernum.

2 stór vel þroskuð Mango

¼ -1/2 sítróna

3 eggjarauður

2-3 msk. Fínn hrásykur

Takið allt kjötið af Mangóunum og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Blandið kókosrjómanum saman við og þeytið smá.

Þeytið saman eggjarauðurnar og sykurinn þangað til það er orðið ljóst og létt.

Þeytið soyja rjómann þar til hann er nokkuð stífur, þarf ekki að vera alveg orðinn mjög stífur.

Blandið eggjablöndunni varlega út í rjómann með sleif og svo Mangó-kókosblöndunni.

Þar sem mér fannst ekki mjög mikið bragð af þessu þá tók ég hálfa litla sítrónu og notaði safann úr henni samanvið. Það jók á bragðið. Einnig held ég að það væri gott að setja t.d. kókosmjöl eða meira af Mangó eða kókosrjómanum. Um að gera að prófa sig áfram.

Mjög ferskur ís en samt „creamy“ og ofsalega einfallt.

Gleðileg jól !!!

Svanlaug Guðnadóttir
13. des. 2008

Sæl Sigrún.

Frábær síða hjá þér, mig langar að smakka rosalega margt. Átt þú einhverjar sniðugar uppskriftir þar sem ég get notað reykt paprikuduft í?

Kveðja

Svana

CafeSigrun.com
10. des. 2008

Hej Louise og tusind tak

Jeg har ikke oversat dem allerede men det skal jeg nok gøre i fremtiden, jeg lover ;)

Hvis det er en opskrift du gerne, gerne ville have, du kan godt fortælle mig og jeg skal sende den til dig på dansk eller engelsk.

Sigrun

Louise Kinch
08. des. 2008

Hej! jeg vil så gerne kunne læse dine opskrifter.....men er de oversat nogen steder? Til engelsk, dansk eller fransk? Jeg kommer fra Canada men bor i Danmark.

med venlig hilsen

Louise Kinch

stebbi & linda
08. des. 2008

sæl sigrún.. viltu hafa samband við okkur lindu.. erum á leið á zansibar og vantar upplýsingar sem bróðir þinn sagði að þú værir með og tilbúin að deila! :)

takk

Guðbjörg
06. des. 2008

mig langaði bara að segja TAKK fyrir frábæra uppskriftarsíðu, nýbúin að "kynnast" síðunni þinni :) búin að vera að baka og baka á fullu undanfarið og við maðurinn minn borðað allt með góðri samvisku. bragðast líka eiginlega bara miklu betur heldur en smjör-sykurs-fitu uppskriftirnar

Bestu kveðjur

Elín
01. des. 2008

Hæ, kærar þakkir fyrir frábæra síðu. Nota uppskriftirnar frá þér mjög mikið. Frábært að fá uppskriftirnar að kökunum svona rétt fyrir jólin þegar allt er fljótandi í smjöri og sykri.

Takk, takk

Elín

Jóhanna
29. nóv. 2008

þetta er æðisleg heimasíða ég er búin að prófa að gera fitulitla súkkulaðiköku,gulrótaköku og döðlu og bananaköku þær eru allar alveg æði! nú þarf maður sko ekki að kvíða fyrir jólunum með þetta í höndunum:D en mér langaði svo til að gera holla snúða eins og kanelsnúða áttu eitthverja uppskrift af þvi:)?

diane
24. nóv. 2008

I wish I could speak Icelandic to read your delicious recipes! Any chance of posting them in English too?

Ég vildi þakka þér innilega fyrir þessa heimasíðu, ég hef notað hana mikið. Hef alltaf haft unun af því að elda góðann heilsusamlegann mat. Þú átt hrós fyrir og ættir í raun að taka þessa hugmynd um heilbrigt líferni og hollt mataræði lengra.

Til hamingju með síðuna :) og þakka þér kærlega fyrir.

Katrín
23. nóv. 2008

Ég prófaði hjá þér bakaðan byggréttur með spínati, hvítlauk og sveppum og var hann alveg afbragð:) Takk fyrir mig

Signý
22. nóv. 2008

Æ Sigrún...dæs...ég vildi að ég mætti bara vera í fæði hjá þér í öll mál!! Það er allt svo girnilegt hérna hjá þér að ég þjáist af miklum valkvíða núna! Bara jólaflokkurinn fór með mig í þetta skiptið! Ég öfunda hann Jóhannes SVO mikið að eiga þig að! :) Knús, Signý

Unnur Agnes Holm
14. nóv. 2008

Þetta er æðisleg síða :) Til hamingju með hana :)

Auðlesnar, skiljanlegar og flottar uppskriftir.

Takk fyrir þetta :)

Stella
10. nóv. 2008

Vá þessi síða er æðisleg!! guð hvað ég er fegin að hafa ramblað hingað inn haha, ég er rosa spennt að fara að elda í kvöld ;) ætla að prófa eitthvað af þessum girnilegu og hollu uppskriftum hjá þér..takk kærlega fyrir mig :D

Ólöf Helga
07. nóv. 2008

Mín kæra "jólasmákökumóðir"

Nú þegar jólin nálgast - finn ég "nýju smákökuuppskriftirnar mínar" sem eru að verða víðfrægar. Og meirihluti þeirra frá þér. Sesamtoppar og Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur. "Viltu gefa mér uppskriftina sem ég fékk í fyrra eða hitteðfyyra." segja vinir og vandamenn. Loksins vill fólk fara að búa til og borða hollar jólasmákökur. Haf þökk og hróður þinn vex í mínum vinahóp.

kær kveðja Ólöf

Fanney Dögg
06. nóv. 2008

Ég notast mikið við uppskriftirnar þínar fyrir smáfólkið og er æðislega ánægð!!! Frábær síða-takk fyrir mig!

Ásta gamli nágranni
04. nóv. 2008

Hvenig væri nú að fara að starta þessu alvöru cafe Sigrún kannski niður í bæ eða einhverstaðar. Fyrir svona glatað lið eins og mig sem kann ekki að búa til neitt og þarf að geta keypt bara tilbúið hjá þér:)

Guðrún Margrét
31. okt. 2008

Sæl Sigrún

ég er ein af þessum sem skoða síðuna þina reglulega.

ég verð að segja þér að ég fékk tölvu póst um ímyndað samtal þitt við drenginn sem þú ert að styrkja, um ástandið hér.

ég var nýbúin að lesa það og áttaði mig á því hvað við hefðum það gott

ef þú vilt þá get ég sent þér póstinn?

bkv GMG

Katrín
26. okt. 2008

Þetta er æðisleg síða hjá þér! Alveg það sem ég er búin að vera að leyta að:) En ég veit ekki hvar ég á að byrja, það er úr svo mörgu að velja:D En nú fara jólin að nálgast svo þú mátt endilega skella inn jólasmáköku uppskriftum:)

Kveðja Katrín

Rakel
24. okt. 2008

Æðisleg síða, er búin að nýta mér mjög margar uppskriftir hérna, takk æðislega.

Harpa
19. okt. 2008

Þetta er alveg snilldar góð síða :) hrós fyrir þig. Finnst allar uppskriftirnar frábærar, skoða hérna reglulega og svo finnst mér gaman að lesa bloggið þitt :) haltu áfram góðum hlutum.

Ingibjörg
06. okt. 2008

ég elska þessa síðu!! kíki oft hérna inn og hef gaman af ódýra flokknum þar sem ég er fátækur námsmaður :) ættir að gefa út bók! :)

Anna Hulda
03. okt. 2008

Þetta er frábært framtak!

Ég er yfir mig hrifin :)

kv. Anna

Elín Sif Sigurjónsdóttir
22. sep. 2008

Sæl.

Vildi bara þakka þér fyrir þessa frábæru síðu þína, fann hana þegar ég var að flakka á netinu og er gjörsamlega heilluð af þessari síðu þinni á eftir að koma oft hér og prufa uppskriftir.

Kveðja Elín

Helga Björk Óskarsdóttir
11. sep. 2008

Var að uppgötva þessa síðu hjá þér, er bara hreint út sagt alveg frábær. Þvílíkt spennandi uppskriftir hjá þér. Gott hjá þér fallega kona. Á sko alveg eftir að missa mig í þessum frábæru uppskriftum. Lifðu heil með Guðs Blessun.

Kærleikskveðjur

Helga Björk

Heilsu- og næringarfræðingur.

Jóhanna H. Oddsdóttir
30. ágú. 2008

Mig langar bara að hrósa þér fyrir þennan einstaka og frábæra vef og þakka þér kærlega fyrir. Gangi þér allt í haginn. Kærar kveðjur, Jóhanna.

Svava
25. ágú. 2008

Þetta er alveg frábær síða hjá þér.

Haltu áfram.

María
24. ágú. 2008

Sæl Sigrún.

Vildi bara segja hjartansþakkir fyrir frábæran vef. Það er frábært að til sé fólk eins og þú sem ert tilbúin að deila fróðleik með okkur hinum. Ég er með eina 5 mánaða sem er að byrja að borða svo uppskriftirnar þínar fyrir smáfólkið koma sé aldeilis vel.

Takk takk, María

Asta Salný
21. ágú. 2008

VÁ segi ég bara,þetta er ekkert smá flott síða hjá þér. Ég fæ bara vatn í munninn. Skritið að vera ekki búin að finna þessa síðu fyrr.

Gaman að prufa þetta sem fyrst!!!

Vissi að það væri til einhverjar hollar uppskriftir sem væru góðar á bragið:)ummm

Kveðja til familíunnar:)