Ummæli notenda

Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.

Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!

Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum

Ummæli

Hrönn Árnadóttir
24. sep. 2010

Takk kærlega fyrir að hafa aðgang að uppskriftunum þínum.

Kveðja,

Hrönn

Steinunn H Axelsdóttir
21. sep. 2010

Komdu sæl Sigrún.

Mig langar bara að þakka þér fyrir að mega nota og skoða uppskriftirnar þínar, mér líst mjög vel á þær. Svo er hollustan í fyrirrúmi líka. Þetta er bara frábært hjá þér.

Kveðja Steinunn.

Ingveldur Róbertsdóttir
18. sep. 2010

Kitheri-grænmetisrétturinn frá Afríku gerði heldur betur lukku í tvítugsafmæli á mínum bæ.

Mjög góð.

Jórunn K. Fjeldsted
17. sep. 2010

Sonur minn var að greinast með glútenóþol og ég verð að segja að upplýsingarnar hér eru ekki síðri en hjá næringarráðgjafanum, ef ekki greinarbetri!

Eydís Berglind
10. sep. 2010

Sæl Sigrún!

Ég er einhvað svo ánægð að hafa rekist á síðuna þína. Ég ætla að byrja að feta mig áfram í svona hollustu fæði! Þessi síða er pörfekt fyrir það =) Þetta hljómar allt svo girnilegt að þetta hlýtur ekki að klikka, nema ef ég klikki =P

Vildi bara segja það.

Takk fyrir góða síðu!

Áslaug Arndal
07. sep. 2010

hæ Sigrún, frábær síða hjá þér og einmitt það sem vantaði

Harpa
16. ágú. 2010

Frábær síða! Ég finn alltaf hollar, góðar og ódýrar uppskriftir hér. Takk fyrir mig.

Berta María
28. júl. 2010

Alveg meiriháttar síða, aðgengileg og vel uppsett. Er búin að prenta út fullt af uppskriftum og ætla að byrja að baka strax á morgun :)

Takk fyrir,

Berta

Bjarney
27. júl. 2010

Frábær síða :) hlakka til að prófa uppskriftirnar þínar :)

Jóna Guðrún Ásgeirsdóttir
23. júl. 2010

Uppskrift dagsins í dag orkubitar, þessa smakkaði ég hjá spilafélaga á Golfhring um daginn og þeir eru algjört æði, nú ætla ég að prófa að gera þetta sjálf. Ég á eftir að skoða þessa síðu aftur og aftur, það sem ég er þegar búin að sjá finnst mér alveg meiriháttar.

Kærar þakkir

Jóna Guðrún

Fríður Norðkvist
24. jún. 2010

Þetta er algjörlega frábær síða, ég nota hana mikið, þvílíkur fróðleikur hér og HOLUSTA.

TAKK TAKK að deila þessu með okkur !

Þakkar kveðja,

Fríður

Sigrún H. Kristjánsdóttir
16. jún. 2010

Þetta er bara einfaldlega frábær síða!

Þú ert að vinna alveg einstakt brautryðjendastarf. Margfaldar þakkir fyrir að vilja deila þessari síðu með okku hinum... og okkur sem erum smátt og smátt að feta brautina að hollara mataræði. TAKK

Diljá Marín
21. maí. 2010

ég gerði alveg snilldar kjúklingarétt sem ég fékk á bodyrock.tv.

ég eeelllska sterkan mat, en hinsvegar er kallinn að kafna af því hehe.

600gr kjúklingabrigur(eða bara 3 vænar)

6 lauka(finnst það of miið notaði 2)

3 tómata

ein dós hrein jógúrt

1 bolli kókos

1bolli blandaðar hnetur

vænda slettu af sítrónusafa

2-3 geirar af hvítlauk eða nota 1 msk krydd

1/2-1 dl mjólk

krydd

1 láviðarlauf

hálfa tsk múskat

slatta af engiferi(ég notaði 1 tsk af kyddi

1 tsk Chillipipar

Slatta af sætri papriku

fyrst setja laukanna í tvennt(3 og 3), 3 á pönnu hinn í pott.

blanda saman hvítlauknum og engiferinu saman.

blanda við það chilliinu, múskatinu og láviðarlaufinu

steikja laukinn úr ólífuolíu, þangað til þeir verða mjúkir.

skera tómatana í bita

bæta út í laukanna í pottinum 2 msk af karry og setja svo setja tómatanna og hvítlauks blöndunni saman við.þgar tómatarnir eru mjúkir

bæta við einum bolla af jógúrti og hneturnar

líka setjaslettu af sítrónusafa og svo einum bolla af kókos.

síðan mjólk og sætu paprikunni.

síðan eru kjúklingurinn skorinn í bita og steiktur á pönnunni með lauknum. blandasvo öllu sman þegar hann er tilbúin

borið fram með grjónum og salati;)

Hrafnhildur
15. maí. 2010

Sæl Sigrún,

Langaði bara að hrósa þér og þakka fyrir frábæra síðu. Ég kíki reglulega við hérna. Þessi síða er alveg bráðnauðsynleg : )

Bestu kveðjur,

Hrafnhildur

Anna Guðný
05. maí. 2010

Frábær síða hjá þér. Þú ert mögnuð :) Takk fyrir

melkorka
04. maí. 2010

Takk fyrir ad deila öllum tessum yndislegu og heilsusamlegum uppskriftum..tegar ég byrja ad skoda,tá get ég hreinlega ekki haett..frábaert..TAKK..

Hildur Mist
20. apr. 2010

Æðisleg síða, er einmitt að gæða mér á köldu hrísgrjónasalati akkúrat núna. Frábært að geta fundið hér hollar og góðar uppskriftir :)

Gangi þér sem allra best

Guðmundur Áskelsson
19. apr. 2010

Ég vildi bara hrósa þér fyrir frábæra síðu. Mér finnst frábært að þú skulir hafa lagt alla þessa vinnu á þig til að deila frábærum uppskriftum og fróðleik fyrir hvern sem er.

Gummi.

Sara
14. apr. 2010

Sæl Sigrún,

Þetta er dásamleg síða, ég tek undir með Erlu, uppskriftarpókin er möst :)

Kveðja,

Sara

Erla Guðrún
06. mar. 2010

Ég hef legið yfir þessari síðu nú í hartnær tvo mánuði, hef eldað heilan helling af ljúffengum uppskriftum. Þrátt fyrir að hafa prófað nokkuð margar þá held ég samt að ég hafi einungis prófað brotabrot af því sem síðan hefur upp á að bjóða.

Þessi síða inniheldur akkúrat uppskriftir sem ég er að leita eftir, grænmetisréttir og kökur án bílfarma af sykri. Það er þvílíkur munur að geta fundið á sama stað bragðgóðar og hollar uppskriftir.

Ég hef eina spurningu, hefur þú gefið út bók með uppskriftunum þínum? Mig langar í uppskriftarbók eftir þig.

Takk kærlega fyrir mig.

Ásta
03. mar. 2010

frábær síða ...uppskriftinar sem ég hef verið að leita að eru allar hér. Takk, takk.

Rakel
23. feb. 2010

Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum

Æðiselga flott og góð súpa

Guðrún
19. feb. 2010

Bestu þakkir fyrir alla þína vinnu við þessa síðu sem ég hef oft skoðað og stundum notað eða stuðst við. Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona upplýsingum og þú átt heiður skilinn. Gangi þér sem allra best.

Sigga
19. feb. 2010

Ég rakst alveg óvart á þessa síðu þegar ég var að vafra um á netinu. Mér finnst þetta er alveg ótrúlega flott síða og skemmtilega uppsett. Ég mun skoða hana mikið í framtíðinni.

Gangi þér vel og takk fyrir.

Ingibjörg
18. feb. 2010

Síðan þín er frábær :o)

Hrönn Svansdóttir
12. feb. 2010

Sæl Sigrún

Langar að byrja á því að þakka þér fyrir frábæran vef sem ég er búin að nota töluvert og benda mikið á.

Ég er CrossFit þjálfari og er með einka- og hópþjálfun undir merki CrossFit Reykjavík. Ég vinn með fólki sem er að breyta um lífsstíl með kraftmikilli hreyfingu og hollu mataræði. Ég legg mikla áherslu á útiloka sykur, hvítt hveiti að sem mestu leiti og að borða ekki mikið unninn mat - hafa þetta einfalt og orginal - annars borða fjölbreytt og reglulega. Ég bendi aðallega á síðuna þína og svo hef ég gert nokkrar uppskrifti sjálf sem við notum.

Ég er að opna nýja siðu nú um helgina og mun fljótlega bæta við uppskriftum og fróðleik um mataræði, mig langar að hafa beinan link inn á síðuna þína og vil hér með leita eftir leyfi til þess? Og jafnvel ef þú átt pistla sem ættu heima á síðunni minni þá væri frábært að birta þá.

Bestu kveðjur

Hrönn Svansdóttir

Björg Helgadóttir
10. feb. 2010

Ég er í tannlæknanámi og á að vera að lesa rannsóknir því tengdu í augnablikinu en ég get ekki hætt að lesa uppskriftinar þínar.

Þær hljóma nákvæmlega eins og það sem ég vil borða, ég hlakka til að fara að prufa þær sjálf og minnkað þannig að kaupa mat á grænmetisvetingastöðum borgarinnar...

Takk fyrir allar uppskriftirnar og hugmyndirnar ;)

Magnea
06. feb. 2010

Ég <3 þessa síðu !!!

Frábært framtak - ég elda hvorki né baka nema að kíkja hér inn :)

GO VEG !!!

Sandra Fannarsdóttir
03. feb. 2010

sæl Sigrún

nú er ég alveg orðin háð vefnum þínum, nú eru komnar 3 vikur án sykurs og hveitis, goss og sælgætis. ÉG prófa látlaust og það sem kemur mér á óvart er hversu gott þetta er.

Tvær spurningar samt....

sést það eitthvað á vefnum þínum ef þú hefur bætt inn nýjum uppskriftum????????

og annað, ég hef margfaldað grænmetisinntöku mína með alls konar mauksúpum sem ég er að prófa af vefnum þínum. En hvernig er það með þá kenningu að maður eyðileggi næringagildi grænmetis með því að elda það? Ég hélt alltaf að ef maður notaði soðið sem maður eldar grænmetið í þá fái maður þetta allt í kroppinn.

Takk enn og aftur með ómetanlega hjálp

Sandra

Viktoría
02. feb. 2010

Enn og aftur fann ég það sem ég leitaði að :)

Yndislegur vefur með skemmtilegum og frumlegum uppskriftum.

Keep up the good work!

birnaagustsdottir
29. jan. 2010

Takk frábær vefur. Akkúrat það sem mig vantaði.

Sif Steingrímsdóttir
28. jan. 2010

Sæl Sigrún! Mig langar að þakka þér fyrir að halda uppi þessari frábærlega gagnlegu (og bráðskemmtilegu) síðu. Þú hefur veitt mér mikinn innblástur varðandi hollt mataræði og opnað augu mín hvað matargerð varðar. Ég er fátækur námsmaður og var alveg föst í ódýrum og óhollum skyndibita, en ekki lengur, þökk sé þér :) Kv, Sif

Sólveig S. Finnsdóttir
27. jan. 2010

þykkur grjónagrautur með berjasaft útá er hunang og best af öllu. kv m.

Guðbjörg
19. jan. 2010

Ég er sammála Jóhannesi varðandi grjónagrautinn, sjóðandi heitur, hnausþykkur grautur með kaldri mjólk og kanilsykri er himneskur

Jónína
19. jan. 2010

Ég ætlaði bara að hrósa þér fyrir þessar dásamlegu uppskriftir...

Soffía
18. jan. 2010

Sæl Sigrún.

Mér finnst síðan þín mjög skemmtileg og ég fæ fullt af hugmyndum af því að skoða hana. Margar uppskriftirnar þínar eru mjög góðar og núna langar mig til að prufa að búa til mitt eigið hnetusmjör en ég veit ekki hvar ég á að kaupa hneturnar í það. Getur þú eitthvað leiðbeint mér með það?

Kveðja,

Soffía.

Melkorka
17. jan. 2010

snilli þessi hjónabandssæla! Gaman væri að fá hollari uppskrift að kornfleks kökum (kornfleks, síróp, suðusúkkulaði, smjör). Þessar kökur eru svo vinsælar í barnaafmælum.

Þórir Kjartansson
15. jan. 2010

Gleðilegt heilbrigt næringarár !

Fann síðuna

í gamalli " VIKU " 3.jan 2008,sem ég ætlaði að henda.

Síðan ykkar er sú langfrumlegasta af heilsusamlegum síðum,

sem ég hef skoðað og skemmtilegar og fróðlegar kynningar hitta í mark. Nú verður gaman í eldhúsinu !!!!

Kveðja Þórir K.

Sigrún G.
11. jan. 2010

Sæl Sigrún. Mig langar að þakka þér fyrir þessa frábæru síðu. Það sem mér finnst sérstaklega gott við hana er hversu góðar leiðbeiningar fylgja með öllum uppskriftunum, allt mjög vel útskýrt og oft hugmyndir að öðrum útfærslum - skiptir mjöööög miklu máli þegar maður er að reyna að tileinka sér hollari lífsstíl og það að elda hollan mat frá grunni :D. Hún er líka mjög aðgengileg. Takk kærlega fyrir mig.

Freyja
11. jan. 2010

Sæl Sigrún

Takk kærlega fyrir að halda úti þessari frábæru síðu, hef notað hana reglulega síðustu árin.

Ásta Ágústsdóttir
06. jan. 2010

Sæl Sigrún

Ég vildi bara þakka fyrir mig. Ég byrjaði að kíkja inn á síðuna þína fyrir meira en ári síðan og vildi bara hrósa þér og segja að hún er frábær. Ég hangi mikið inn á henni og gramsa. Ég er búin að prófa nokkrar uppskriftir og finnst þær frábærar.

Þú ert greinilega búin að prófa og smakka allt. það munar mikið um það.

Og svo er síðan mjög vel uppsett, stílhrein og snyrtileg.

Takk fyrir mig og gangi þér vel.

Anna Kristín
29. des. 2009

Frábær síða:)

Eva María Þórarinsdóttir
15. des. 2009

Frábært framtak hjá þér Sigrún! Ég er að stíga mín fyrstu skref í hollara líferni og síðan þín hjálpar mikið.

Þúsund þakkir :-)

Bergþóra Snæbjörnsdóttir
09. des. 2009

Mér fannst vera kominn tími til að þakka fyrir allar uppskriftirnar eftir að hafa notað vefinn þinn óspart í rúmt ár! Takk fyrir frábæran vef og fyrir að gera lífið ögn hollara...

Kolbrún Björnsdóttir
30. nóv. 2009

Sæl Sigrún, mig langaði að spurja hvort ég mætti nota eitthvað af uppskriftum frá þér í bók sem ég er að skrifa? Að sjálfsögðu mundi ég birta nafnið þitt undir hverja. Ég er að skrifa bók um hvernig á að byggja upp meltingarkerfið. Það er dagskrá yfir mataræðið og ég ætla að láta fylgja uppksrift af þeim mat semá að elda. Það verða sumar eftir mig en mig vantar fleiri.

Kolbrún grasalæknir

p.s síðan þín er frábær og ég læt marga sem koma til mín vita af henni

Guðrún Helga
29. nóv. 2009

Sæl Sigrún og takk fyrir þessa frábæru síðu. Við erum með einn þriggja ára dreng sem heitir Hlynur og er greindur einhverfur. Við tókum þá ákvörðun að tala allt gluten, sykur, ger, mjólk, soja, öll E efni og allt unnið, einnig borðar hann nánast ekkert kjöt, hann borðar þá helst hreinan kjúkling en aðalega fisk. Á þrem vikuk á nýja mataræðinu fór hann frá því að segja ekki neitt yfir í að reyna setja saman 2-3 orð. Einnig er hann farinn að leika við aðra krakka og okkur finnst hann skilja nánast allt núna. Það er frábært að komast í allar glutenlausu uppskriftirnar hjá þér :). Mig langar að vita hvort að það sé best að nota gluteinlausa rice mjölið eða þetta hvíta gluteinlausa mjöl sem þeir selja í pökku? Erum að fara td. piparkökur og ég þarf að prufa mig árfam. Kær kveðja, Guðrún Helga

Mig langar bara til að lýsa ánægju minni yfir því að hafa aðganga að svona frábærri síðu til að leita mér að uppskriftum með hollu hráefni í. TAKK!

Þóra Björg Jónsdóttir
21. nóv. 2009

Þetta er frábær síða! Takk :-)

Valdís Svanhildur
20. nóv. 2009

æðislegur upplýsingabanki hjá þér! Mæli með þér við alla sem ég þekki. Baka oft speltbrauðið með öllu mögulegu í :) Takk fyrir mig.

Guðlaug Erna Karlsdóttir
13. nóv. 2009

Glæsileg síða hjá þér Sigrún. Frábær í alla staði. Ef þú gefur út bók mun ég svo sannarlega kaupa eintak :)

Kær kveðja

Guðlaug