Túnfiskréttur í brauði

Þennan mat smökkuðum við fyrst hjá Smára bróður og Önnu Stínu konunni hans þegar við vorum í sumarfríi á Íslandi 2003. Þetta var frábær matur (enda frábærir kokkar), próteinríkur og magur og svo er líka tilbreyting að borða svona brauðrétt heldur en þann sem maður borðar alltaf í eldföstu móti. Það má gera nánast alla brauðrétti svona og setja þá í brauð og inn í ofn. Tilvalin tilbreyting í saumaklúbbinn. Svo er nú alltaf gott að fá súpu eða annan mat&;í brauði (svoooo gaman að borða „skálina” eftir á, orðin mjúk af matnum innan í, ferlega gott).

Kúlubrauð er eina brauðið sem ég kaupi í bakaríi og kaupi ég þá gróft spelt kúlubrauð. Athugið að brauðin innihalda yfirleitt ger.

Þessi uppskrift er:

 • Án hneta

Túnfiskréttur í brauði

Fyrir 2-3

Innihald

 • 3 stk harðsoðin egg (þ.e. 3 eggjahvítur, 1 eggjarauða)
 • 1 dós túnfiskur í vatni
 • Hálfur laukur, saxaður smátt
 • 1 blaðlaukur, hvíti hlutinn, saxaður smátt
 • Hálf rauð paprika
 • Hálf græn paprika
 • 100 g magur ostur, rifinn
 • 4 msk 5% sýrður rjómi (án gelatíns, frá Mjólku)
 • 1 tsk steinselja
 • 0,5 tsk karrí
 • Salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • Svartur pipar eftir smekk
 • 1 gróft spelt kúlubrauð

Aðferð

 1. Látið leka vel af túnfiskinum.
 2. Sjóðið eggin í 7-10 mínútur og kælið svo.
 3. Skerið eggið og eggjahvíturnar með eggjaskera, langsum og þversum svo þau verði að litlum bitum. Setjið í skál ásamt túnfiskinum.
 4. Skerið paprikurnar langsum og fræhreinsið. Saxið smátt.
 5. Afhýðið laukinn og saxið smátt.
 6. Saxið blaðlaukinn smátt.
 7. Rífið ostinn.
 8. Setjið allt í stóra skál ásamt sýrða rjómanum og rifna ostinum. Kryddið með steinselju, karríi, salti og pipar.
 9. Blandið öllu saman í stóra skál ásamt öð.
 10. Skerið holu ofan á brauðið og skafið innan úr því eins og þið getið. Setjið maukið í brauðið.
 11. Bakið brauðiðvið 200°C í 30-35 mínútur.

Gott að hafa í huga

 • Berið fram ferskt og gott salat með réttinum.
 • Kaupið „Dolphin Friendly”  túnfisk, stendur utan á dósunum hvort að svo sé.
 • Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
sjö plús tíu eru