Tenglar

Hér hef ég tekið saman tengla að alls kyns efni sem mér þykir fróðlegt eða vefsíðum sem mér þykja áhugaverðar eða skemmtilegar. Ég birti enga tengla hér gegn þóknun og birti þá einungis ef mig langar til þess persónulega.


Fyrir grænmetisætur

Nokkuð góð vefsíða einungis með grænmetisréttum og einnig fyrir jurtaætur (enska: vegan). Maður getur fengið endalausar hugmyndir á þessari síðu.

Fyrir smáfólkið

Annabel Karmel er einn þekktasti gúru í matargerð ungra barna. Bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim. Í hennar smiðju leita nánast allir sem eru að stíga fyrstu skrefin í matargerð fyrir minnstu krílin. Vefsíðan hennar er skemmtileg og fræðandi og mikið úrval af uppskriftum er í boði.