Svampbotnar Freyju M.

Uppskriftin að þessum svampbotnum koma frá notanda vefjarins, konu að nafni Freyja M. Það er frábært að fá uppskrift að hollari svampbotnum því þeir sem maður kaupir úr búð eru engu hollari en baðsvampar. Eggjarauður eru svo sem engin hollustuvara en það eru þó engin furðuleg auka- eða rotvarnarefni eins og í keyptu svömpunum. Kærar þakkir Freyja M. fyrir uppskriftina.

Athugið að ég fékk ekki uppgefna stærð á bökunarformi en líklega er um að ræða hefðbundna stærð þ.e. um 22 sm bökunarform að ræða. Athugið einnig að þið þurfið hrærivél eða handhrærivél til að útbúa uppskriftina.

Þessi uppskrift er:

 • Án mjólkur
 • Án hneta

Svampbotnar Freyju M.

Gerir 2 botna

Innihald

 • 5 egg
 • 3 msk kalt vatn
 • 100 g hrásykur (ljós)
 • Fjórðungur sítróna (einungis börkurinn)
 • 125 g spelti (fínmalað)

Aðferð

 1. Aðskiljið eggin og stífþeytið eggjahvíturnar í hreinni skál, með 3 msk af köldu vatni.
 2. Rífið sítrónubörkinn mjög fínt á rifjárni.
 3. Bætið sítrónuhýðinu og tveimur þriðju hlutum af sykrinum, matskeið fyrir matskeið út í. Þeytið hvíturnar áfram þar til þær verða stífar og gljáandi.
 4. Hrærið eggjarauðunum saman við, einni og einni í senn.
 5. Sigtið speltið út í og blandað varlega saman við eggjahræruna.
 6. Setjið deigið í bökunarform klætt með bökunarpappír.
 7. Bakið við 180°C í um 10-15 mínútur.

Gott að hafa í huga

 • Mér finnst rapadura hrásykur of dökkur í þessa uppskrift en nota má hann í staðinn fyrir ljósan hrásykur.
 • Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.