Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur. Sá hristingur sem þið getið keypt í ísbúðum og þess háttar (eða skyndibitastöðum) er hlaðinn sykri, skrítnum efnum og fitu og maður ætti að forðast í lengstu lög að láta slíkt ofan í sig. Oft innihalda þeir fleiri hitaeiningar, sykur og fitu en nokkuð annað á matseðlinum. Þessi rabarbara- og jarðarberjahristingur er aftur á móti afar hollur og góður og inniheldur einómettaðar fitusýrur, trefjar, C og A vítamín og andoxunarefni. Athugið að leggja þarf cashewhneturnar í bleyti í sólarhring áður en ísinn fyrir hristinginn er búinn til.


Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Vegan

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Fyrir 2

Innihald

Aðferð

  1. Setjið ísinn í blandara ásamt mjólkinni (byrjið með 50 ml og bætið svo meira út í eftir því hvað þið viljið hafa hristinginn þykkan).
  2. Berið fram ískalt, gjarnan með röri.

Gott að hafa í huga

  • Ef þið eigið cashewhnetumauk (enska: cashew butter) getið þið notað það (sama magn) í stað þess að mauka hneturnar sjálf.
  • Þið getið notað rifsber í staðinn fyrir jarðarber.
  • Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
sextán plús einn eru