Pottréttur með sojakjöti, ananas og grænmeti

Þessi pottréttur er mjög fínn og saðsamur. Maður getur gert risaskammt og hitað upp í nokkra daga því hann verður betri og betri (eru samt takmörk fyrir því hversu lengi hann dugar he he).

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Pottréttur með sojakjöti, ananas og grænmeti

Fyrir 4

Innihald

 • 2 bollar sojakjöt í smáum bitum
 • 3 msk maísmjöl eða spelti
 • 1 tsk kókosolía og smá vatn
 • 1 bolli ananasbitar + safi (í náttúrulegum safa)
 • 2 laukar í bitum, ekki of smátt saxað
 • 1 stk stórt hvítlauksrif, pressað
 • 1 græn eða rauð paprika í bitum
 • 1/8 tsk pipar
 • 1/2 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 1-2 tsk karrí
 • 1/4 tsk chilli (betra að setja minna og bæta frekar í eftir á)
 • 1/4 tsk engifer
 • 3-4 dl vatn
 • 1-2 gerlausir grænmetisteningar
 • 3-4 msk mangomauk. Hægt er að kaupa mango chutney í krukkum en það er yfirleitt hlaðið sykri.
 • 100 ml sýrður rjómi (5% án gelatíns, frá Mjólku). Einnig má nota jógúrt eða sýrðan sojarjóma. (Má sleppa)

Aðferð

 1. Leggið sojakjötið í bleyti í vatninu og grænmetisteningunum. Látið liggja í 20 mínútur -2 tíma.
 2. Blandið kryddum og öðrum þurrefnum saman í skál.
 3. Skerið lauk, hvítlauk og papriku í bita.
 4. Hitið kókosolíu í stórum potti og steikið lauk, hvítlauk og papriku. Notið vatn ef þarf meiri vökva.
 5. Setjið sojakjötið, kryddið og allt annað nema sýrða rjómann í pottinn.
 6. Hrærið vel.
 7. Látið malla í 15-20 mínútur eða lengur.
 8. Rétt áður en maturinn er borinn fram, setjið þá slettu af sýrðum rjóma ofan á pottréttinn (eða hvern disk).

Gott að hafa í huga

 • Berið fram með snittubrauði og salati. Einnig er gott að hafa hýðishrísgrjón með réttinum.
 • Gott er að gera réttinn deginum áður en á að borða hann og hita hann svo upp, verður bara betri þannig.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
átta plús fjórir eru