Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ég bjó til þessar bollur því mig langaði í bollur til að bera fram með tómatsúpunni frá Zansibar.

Þessar bollur passa rosa vel við tómatsúpuna og það er&;líka mjög gott að rista þær og setja ost á milli. Hægt er að nota rautt pestó og grænar ólífur í staðinn fyrir grænt pestó og svartar ólífur.

Athugið að pestó inniheldur hnetur (furuhnetur) sem sumir hafa ofnæmi fyrir.


Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Þessi uppskrift er:

 • Án eggja

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án mjólkur
 • Vegan (fyrir jurtaætur)

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Gerir um 10 bollur

Innihald

 • 250 g spelti
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 55 g sólblómafræ (má nota sesamfræ)
 • 40 g hirsi, heilt
 • 100-200 ml sojamjólk
 • 1 msk sítrónusafi
 • 2 tsk agavesíróp
 • 2 msk safi af ólífunum (má sleppa)
 • 10 svartar ólífur sneiddar (má nota grænar í staðinn)
 • 1 msk parmesan ostur, rifinn
 • 2 msk grænt pestó (má nota rautt líka)
 • 100 ml vatn

Aðferð

 1. Blandið spelti, salti, hirsi, sólblómafræjum og vínsteinslyftidufti saman í stóra skál.
 2. Blandið saman 50 ml af sojamjólk og sítrónusafanum. Látið standa á borðinu þangað til mjólkin fer að mynda kekki (í um 15 mínútur). Hellið út í stóru skálina
 3. Sneiðið ólífurnar og rífið parmesan ostinn fínt á rifjárni.
 4. Bætið agavesírópi og afanginum af sojamjólkinni sojamjólk saman við ásamt ólífusafanum og hrærið varlega (aðeins 8-10 sinnum).
 5. Bætið ólífum og pestó ásamt parmesan ostinum út í. Hrærið varlega.
 6. Bætið meiri vökva við ef þarf. Hægt á að vera móta bollurnar án þess að þær klístrist mjög við hendurnar.
 7. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Mótið um 10 bollur og setjið á bökunarpappírinn. Gott er að nota ískúluskeið.
 8. Bakið við 200°C í um 20-25 mínútur.

Gott að hafa í huga

 • Nota má rautt pestó og grænar ólífur í staðinn fyrir grænt pestó og svartar ólífur.
 • Í staðinn fyrir sojamjólk getið þið einnig notað haframjólk, hrísmjólk, möndlumjólk eða undanrennu.
 • Skipta má út venjulegum parmesan fyrir sojaparmesan ef þið hafið mjólkuróþol.
 • Ef þið notið súrmjólk, AB mjólk eða jógúrt má sleppa sítrónusafanum.
 • Hirsi fæst í heilsubúðum og í heilsudeildum stærri matvöruverslana.

Ummæli um uppskriftina

gestur
21. júl. 2011

Gæti maður sett súrmjólk í staðinn fyrir hvað, sojamjólk og sítrónusafa?

sigrun
21. júl. 2011

Já, eða AB mjólk

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
fimm plús tólf eru