Ofnbakað rótargrænmeti

Þessi uppskrift er upprunalega frá Deliu Smith sem ég held mikið upp á en ég hef þó gert örlitlar breytingar á henni (og þá er ég að meina uppskriftinni, …ekki Deliu ho ho). Ég notaði til dæmis kókosolíu í stað ólífuolíu og notaði minna af henni en átti að gera. Mér finnst bakað grænmeti löðrandi í olíu nefnilega ekki lystugt. Það er upplagt að nota það íslenska rótargrænmeti sem til er á haustin og ég notaði hér t.d. íslenskar rófur en einnig má nota gulrætur, kartöflur, rauðrófur o.fl. &;

Þyngd grænmetis miðast við að búið sé að skræla og hreinsa það.

&;

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Ofnbakað rótargrænmeti

Fyrir 3-4 sem meðlæti

Innihald

 • 6 skallotlaukar, afhýddir og skornir í fjóra hluta
 • 175 g butternut grasker (enska: butternut squash), afhýtt og saxað í stóra bita
 • 175 g rófur, afhýdd og skorin í stóra bita
 • 175 g steinseljurót, afhýdd og skorin í stóra bita
 • 175 g sætar kartöflur, skræld og skorin í stóra bita
 • 1 msk ferskt krydd t.d. timian, rósmarín, steinselja o.fl.
 • 1 msk kókosolía
 • 2 msk vatn
 • 1 hvítlauksrif, saxað smátt
 • Salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • Svartur pipar

Aðferð

 1. Afhýðið skallotlauka, grasker, rófur, steinseljurót og sætar kartöflur.
 2. Skerið grænmetið í grófa bita (munnbitsstóra).
 3. Afhýðið hvítlauk og saxið smátt eða merjið. Setjið í litla skál ásamt kókosolíu og vatni.
 4. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og raðið grænmetinu í einu lagi (ekki ofan á hvort annað) í ofnskúffuna. Þið gætuð þurft tvær ofnskúffur.
 5. Penslið með hvítlauksblöndunni.
 6. Kryddið vel og hristið ofnskúffuna til að allt blandist saman.
 7. Bakið við 220°C í um 40-50 mínútur.

Gott að hafa í huga

 • Nota má annað grænmeti eins og t.d. rauðlauk, gulrætur, kartöflur, rauðrófur, hnúðkál, næpur o.fl.
 • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
 • Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
fimm plús tólf eru