Myntute

Þetta er nú varla uppskrift, heldur frekar leiðbeiningar. Ég mæli með því að þið útbúið myntute enda fátt betra en myntute úr ferskum myntublöðum. Ef maður er með hálsbólgu og kvef er rosa gott að fá sér myntute með smá sítrónusafa og hunangi út í…. Það læknar mann kannski ekki en myntan losar aðeins um í nefholinu og hunangið fer vel í hálsinn.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Myntute

Fyrir 2

Innihald

 • 2 kúfullar lúkur af ferskum myntublöðum
 • 500 ml soðið vatn
 • 2 tsk agavesíróp eða acacia hunang (ef þið viljið sætt te)

Aðferð

 1. Sjóðið vatnið.
 2. Hellið vatninu yfir myntulaufin og látið þau standa í um 5 mínútur.
 3. Sigtið myntulaufin frá og hellið vökvanum í 2 bolla.
 4. Bætið agavesírópi eða hunangi út í ef þið viljið sætt te.

Gott að hafa í huga

 • Gott er að kæla teið og drekka ískalt með fullt af ísmolum.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
sex plús ellefu eru