Mjólkurhristingur með döðlum og aprikósum

Þetta er hollur og næringarríkur drykkur sem hentar vel sem létt máltíð á daginn, ég tala nú ekki um ef maður er t.d. á kafi í námsbókunum. Það er upplagt að standa aðeins upp og búa til svona drykk (smoothie) og teygja aðeins úr sér í leiðinni. Einnig er drykkurinn próteinríkur svo hann hentar&;vel eftir ræktina!

Mikilvægt er að nota brúnu, lífrænt ræktuðu aprikósurnar því þessar appelsínugulu er búið að meðhöndla með efnum svo þær líti betur út.

Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þennan drykk.
&;

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án eggja
 • Án hneta

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án mjólkur
 • Vegan (fyrir jurtaætur)

Mjólkurhristingur með döðlum og aprikósum

Fyrir 2

Innihald

 • 40 g döðlur, saxaðar og lagðar í bleyti í 30 mínútur
 • 40 g þurrkaðar aprikósur (þessar brúnu, lífrænt ræktuðu), lagðar í bleyti í 30 mínútur
 • 50 ml hreinn appelsínusafi
 • 4 ísmolar
 • 100-200 ml léttmjólk
 • 220 ml hrein jógúrt eða AB mjólk
 • 100 g hreint  skyr
 • Smá klípa kanill
 • 1 msk agavesíróp

Aðferð

 1. Saxið döðlur og aprikósur gróft og leggið í bleyti í volgu vatn í um 30 mínútur.
 2. Setjið ísmolana í blandarann ásamt appelsínusafanum. Blandið í nokkrar sekúndur.
 3. Hellið öllu vatninu af ávöxtunum og setjið þá í blandarann ásamt 100 ml af léttmjólkinni. Blandið í um eina mínútu eða þangað til ávextirnir eru orðnir vel maukaðir.
 4. Bætið jógúrti, skyri, kanil og agavesírópi út í blandarann og blandið í um 30 sekúndur eða þangað til silkimjúkt.
 5. Ef þið villjið þynnri drykk, bætið þá meiri léttmjólk út í.

Gott að hafa í huga

 • Ef þið hafið mjólkuróþol getið þið notað sojajógúrt  og sojamjólk í staðinn fyrir skyr, léttmjólk og jógúrt. Drykkurinn verður þó ekki eins þykkur.
 • Nota má mjúkt tofu í staðinn fyrir skyr.