Mexikönsk chili súpa með sojakjöti

Þessi súpa er frekar „hot” og fín á köldum vetrardegi þegar mann vantar hlýju í sig. Hún er þó ekki svo sterk að mann svíði (ég er alger hæna þegar kemur að sterkum mat).&; Hún er einnig ódýr og saðsöm og er frábær á öðrum og þriðja degi. Einnig er hún fín til að frysta og hita upp síðar.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Mexikönsk chili súpa með sojakjöti

Fyrir 6

Innihald

 • 100-125 g þurrkað sojakjöt í bitum
 • Sjóðandi heitt vatn (nóg til að þekja sojakjötið)
 • 2 gerlausir grænmetisteningar
 • 1 msk cumin  (ekki kúmen)
 • 1 tsk chili pipar
 • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 2 msk saxaður jalapeno pipar (fæst niðursoðinn)
 • 1 stór laukur, saxaður
 • 800 g tómatar, saxaðir (ferskir eða í dós)
 • 1 tsk agavesíróp
 • 700 ml vatn
 • 1 dós nýrnabaunir
 • 150 g magur ostur, rifinn
 • 1 tsk kókosolía

Aðferð

 1. Sjóðið nóg vatn til að þekja sojakjötið. Setjið sojakjötið í skál, hellið vatninu yfir og látið það liggja í grænmetisteningunum og kryddinu (cumin, chili pipar,og salti) í a.m.k. 30 mínútur (því lengur því betra).
 2. Afhýðið laukinn og saxið smátt.
 3. Skerið jalapeno piparinn langsum, fræhreinsið og saxið smátt.
 4. Hitið kókosolíu í stórum potti. Notið vatn ef þarf meiri vökva.
 5. Setjið jalapenopiparinn og laukinn í pott og látið krauma þar til laukurinn fer að mýkjast (setjið meira vatn ef þarf meiri vökva).
 6. Bætið sojakjötinu út í ásamt aukavökva ef einhver er.
 7. Saxið tómatana (eða opnið dósirnar) Bætið tómötunum saman við ásamt agavesírópinu. Sjóðið í 15 mínútur.
 8. Sigtið safann frá baununum og bætið þeim að lokum út í, hrærið varlega á meðan þær hitna.
 9. Bætið vatninu út í pottinn, magn fer eftir því hvað þið viljið súpuna þykka.
 10. Látið súpuna malla í 15 mínútur.
 11. Rífið ostinn á rifjárni
 12. Setjið súpu í skálar og sáldrið rifna ostinum yfir um leið og súpan er borin fram.

Gott að hafa í huga

 • Berið fram með AB mjólk. Einnig má nota 5% sýrðan rjóma (án gelatíns, frá Mjólku).
 • Gott er að bera fram nachosflögur með súpunni og skal þá kaupa þær í heilsubúð.
 • Einnig má rista spelt pítubrauð og brjóta í nokkra bita til að dýfa í súpuna. Athugið að í pítubrauðum er ger.
 • Gætið þess að sojakjötið sé Non-GMO (óerfðabreytt). Þeir sem hafa glúteinóþol ættu að skoða innihaldslýsingu.
 • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
 • Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
 • Gerlausir grænmetisteningar fást í heilsubúðum og stærri matvöruverslunum.
 • Ef þið eruð ekki viðkvæm fyrir geri getið þið notað venjulega, lífrænt framleidda grænmetisteninga.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
einn plús núll eru