Kjúklingabaunaspírur

Kjúklingabaunaspírur eru æðislega góðar og komu mér reglulega á óvart. Það er auðveldast að spíra þær af þeim baunum sem ég hef prófað og þær geymast ágætlega í kæli. Þær eru mun sætari en manni hefði dottið í hug og eru ferlega góðar eintómar með smá tamarisósu. Þær eru auðvitað frábær viðbót í alls kyns salöt. Baunaspírur eru svo hollar að maður ætti að borða svolítið af þeim á hverjum einasta degi. Við það að spíra, margfaldast þær í hollustu!


Kjúklingabaunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan
 • Hráfæði

Kjúklingabaunaspírur

1 skammtur

Innihald

 • 1 lúka kjúklingabaunir
 • 1 hrein glerkrukka (gætið þess að hún sé a.m.k. 5 sinnum stærri en magnið af baununum)
 • 200 ml vatn

Aðferð

 1. Látið vatn fljóta yfir baunirnar í krukkunni. Látið liggja í bleyti í 12 tíma.
 2. Hellið vatninu af og skolið baunirnar. Hellið aftur af.
 3. Látið baunirnar standa við stofuhita.
 4. Skolið baunirnar 3-5 sinnum á dag í 3-5 daga.
 5. Fylgist með spírunum því þegar spíruendarnir eru orðnir gulleitir eru baunirnar búnar að vera of lengi að spírast.
 6. Til að hægja á spírunarferlinu má geyma spírurnar í ísskáp og skola þær af og til. Þær geymast þannig í meira en viku.

Gott að hafa í huga

 • Best er að nota lífrænt ræktaðar kjúklingabaunir og sem allra nýjastar. Ef spírunin gengur illa geta baunirnar verið of gamlar.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
einn plús einn eru