Kiwi- og bananadrykkur

Þetta var bara svona tilraun einn laugardaginn með ávexti úr ísskápnum. Saðsamur og hollur drykkur, fullur af vítamínum og skemmtilega grænn á litinn.

Athugið að blandara þarf til að útbúa þennan drykk.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Kiwi- og bananadrykkur

Fyrir 2

Innihald

 • 1 vel þroskað kiwi, afhýtt og skorið í stóra bita
 • Nokkrir ísmolar
 • 50 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)
 • 50 ml appelsínusafi, hreinn
 • 100 ml sojajógúrt eða venjuleg jógúrt
 • 1 vel þroskaður banani

Aðferð

 1. Afhýðið kiwiið og skerið í stóra bita.
 2. Setjið ísmola í blandara ásamt 50 ml af sojamjólk. Blandið í um 5 sekúndur.
 3. Setjið kiwi, banana, appelsínusafa og sojajógúrt í blandarann og blandið í um 10 sekúndur.
 4. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Ef kiwiið er ekki nógu vel þroskað, er ágætt að setja eina msk af agavesírópi út í drykkinn svo hann verði ekki súr.
 • Gætið þess að blanda drykkinn ekki mjög lengi því ef steinarnir í kiwiinu fara að brotna gæti drykkurinn orðið bitur á bragðið.
 • Nota má hrísmjólk, möndlumjólk, sojamjólk eða haframjólk í staðinn fyrir léttmjólk.
   

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
fjórtán plús tveir eru