Jarðarberjahristingur

Vissuð þið að til eru 600 afbrigði af jarðarberjum? Þetta var fróðleikskorn dagsins í boði CafeSigrun! Jarðarber eru full af C vítamíni og um 100 g af jarðarberjum innihalda ráðlagðan dagskammt af þessu mikilvæga vítamíni. Jarðarber innihalda einnig phenol sem er kröftugt andoxunarefni. Phenol er talið sporna gegn hjartasjúkdómum, krabbameini og bólgum í gigtarsjúklingum og einnig hafa jarðarber góð áhrif á öldrunartengd vandamál&;í augum. Sannkallaður ofur-hollustudrykkur!


Jarðarberjadrykkur, fullur af hollustu

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan
 • Hráfæði

Jarðarberjahristingur

Fyrir 2

Innihald

 • 250 g frosin jarðarber, snyrt og þvegin
 • 1,5 vel þroskaðir bananar
 • 100 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)
 • 2 msk agavesíróp ef jarðarberin eru ekki nógu sæt

Aðferð

 1. Snyrtið og þvoið jarðarberin.
 2. Setjið frosnu jarðarberin í blandara og hellið sojamjólkinni út í. Látið jarðarberin bíða í um 2-3 mínútur (annars er hætta á að blandarinn skemmist). Blandið í um 10 sekúndur.
 3. Bætið banananum út í ásamt agavesírópinu ef þarf. Blandið í um 10 sekúndur eða þangað til silkimjúkt.
 4. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Ef þið notið fersk jarðarber má blanda nokkra ísmola með jarðarberjunum.
 • Nota má bláber eða hindber á móti jarðarberjunum.
 • Nota má undanrennu, hrísmjólk, möndlumjólk eða haframjólk í staðinn fyrir sojamjólk.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
einn plús sjö eru