Heilsubrauð Önnu Stínu

Mjög gott og próteinríkt brauð eftir uppskrift Önnu Stínu mágkonu en hún var að fikta sig áfram í eldhúsinu.

Þessi uppskrift er:

 • Án eggja
 • Án hneta en með fræjum
 • Án hneta

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án mjólkur
 • Vegan (fyrir jurtaætur)

Heilsubrauð Önnu Stínu

Gerir 8-10 sneiðar

Innihald

 • 100 g hreint hafrakex (úr heilsubúð)
 • 200 g haframjöl
 • 1,5 tsk vínsteinslyftiduft
 • 100 g blönduð fræ (t.d. sólblómafræ, hörfræ, sesamfræ o.s.frv.)
 • 2 msk undanrennuduft eða skyr
 • 250 ml AB mjólk. Gæti þurft meira eða minna
 • 130 ml lífrænt framleiddur barnamatur án sykurs; epla-, peru-, eða aprikósumauk
 • Ef blandan er of bragðdauf má bæta smávegis af agavesírópi í uppskriftina

Aðferð

 1. Maukið hafrakexið í matvinnsluvél í um 5-10 sekúndur. Færið svo yfir í stóra skál.
 2. Bætið fræjunum saman við ásamt vínsteinslyftiduftinu og haframjölinu. Hrærið vel.
 3. Blandið saman skyri/undanrennudufti, AB mjólk og barnamatnum. Hellið út í stóru skálina.
 4. Hrærið öllu vel saman. Deigið á að verða eins og þykkur hafragrautur.
 5. Setjið bökunarpappír ofan í 25 cm ferkantað form. Smyrjið deiginu jafnt ofan í formið.
 6. Bakið við 180°C í 40-45 mínútur.

Gott að hafa í huga

 • Athugið að í upprunalegu uppskriftinni var Cheerios í staðinn fyrir hafrakex. Einnig má nota 100 g af hreinum höfrum ásamt 1 msk af kókosolíu og 1 tsk af agavesírópi.
 • Hollt hafrakex fáið þið í flestum heilsubúðum eða í heilsuhillum stærri verslana.
 • Í staðinn fyrir barnamat má nota eplamauk (enska: Apple sauce) úr heilsubúð eða heilsudeildum matvöruverslana.
 • Í staðinn fyrir AB mjólk getið þið notað haframjólk, sojamjólk, hrísmjólk, möndlumjólk eða undanrennu.
 • Ef þið notið ekki jógúrt, AB mjólk eða súrmjólk getið þið blandað mjólkinni sem þið notið saman við 1 msk sítrónusafa og látið standa á borðinu þangað til hún fer að mynda kekki (í um 15 mínútur). Hellið henni svo út í speltið.

Ummæli um uppskriftina

Ragnheiður Þórsdóttir
10. mar. 2012

Flott síða hjá þér!

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
tveir plús fjórir eru