Glassúr á vatnsdeigsbollur

Þessi uppskrift er afskaplega einföld og fljótleg og tekur aðeins nokkrar mínútur að henda henni saman. Glassúrinn er upplagður á vatnsdeigsbollur (bolludagsbollur), skúffukökur eða kanilsnúða. Hann inniheldur engan sykur en ef þið eigið ekki erythritol getið þið malað hrásykur í hreinni kryddkvörn í nokkrar sekúndur. 

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Glassúr á vatnsdeigsbollur

Á 10-12 stórar bollur

Innihald

 • 100 g erythritol flórsykur (eða fínmalaður hrásykur)
 • 2-3 msk kakó
 • 1-2 msk vatn
 • 1 tsk vanilludropar úr heilsubúð

 

Aðferð

 1. Hrærið hráefnunum saman. Bætið kakói eða vatni við eftir þörfum ef glassúrinn er of blautur eða þurr.

Gott að hafa í huga

 • Mörgum finnst gott að nota kalt kaffi í staðinn fyrir vatnið og gefur kaldur espresso ægilega gott bragð (en hentar síður litla fólkinu).

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
þrír plús fimm eru