Hvaða hráefni þarf maður að eiga í skápunum?

Ég er oft spurð að því hvað sé gott að eiga til þegar maður er að byrja að huga að breyttu mataræði. Hér er ég búin að taka saman lista yfir það helsta sem gott er að eiga. (V) merkir að varan fæst í flestum stærri verslunum (þá er ég að tala um heilsuhillurnar í stærri matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu (og víðar) og í heilsubúðum) en (h) þýðir að varan fæst nánast eingöngu í heilsubúðum eða þá að mér finnst best að kaupa vöruna þar. Athugið að þessi upptalning er ekki tæmandi. Þó að best sé að kaupa allt hráefni lífrænt framleitt/ræktað þá verður baksturinn ekki ónýtur við að nota annað og maður ætti að vega og meta allt út frá efni og aðstæðum.&;

Eftirfarandi hráefni er nauðsynlegt að eiga (og maður notar oft):

  • Kaldpressuð kókosolía (v)
  • Hrásykur (Rapadura eða annar hrásykur) (v)
  • Agavesíróp (v)
  • Kakó (v)
  • Dökkt 70% súkkulaði með hrásykri (t.d. Green & Black's) (v)
  • Spelti (gróft eða fínt) (v)
  • Vínsteinslyftiduft (v)
  • Gerlausir grænmetisteningar (t.d. frá Kallo) (h)
  • Grænmetisteningar (ef þið þolið ger) t.d. frá Rapunzel (v)
  • Rúsínur (v)
  • Döðlur (v)
  • Cashewhnetur (v)
  • Vanilludropar eða vanilluduft (h)
  • Hnetusmjör (h)
  • Tahini (sesammauk) (v)

Eftirfarandi hráefni er gott að eiga og geymist lengi:

  • Möndlur, macadamiahnetur, heslihnetur (v) (geymið í í ísskáp)
  • Carob (malað, ef þið viljið ekki nota kakó) (h)
  • Carob (plötur, eins og súkkulaði, notað í staðinn fyrir súkkulaði) (h)
  • Kakónibbur (Cacao Nibs. Hægt að nota 85% súkkulaði í staðinn) (h)
  • Byggmjöl (gott til að blanda saman við spelti til að drýgja það) (v)
  • Sólblómafræ, sesamfræ, hörfræ, graskersfræ (v)
  • Quiona korn (h)
  • Kókosmjólk (v)
  • Gojiber (h)
  • Acai ber (h)

Eftirfarandi hráefni á ég einnig alltaf til:

  • AB mjólk (fyrir sósur) eða sojajógúrt (v)
  • Holl tómatsósa (v)
  • Tamarisósa (eða sojasósa ef þið hafið ekki glúteinóþol) (h)
  • Grænt karrímauk og/eða rautt karrímauk (skoðið innihaldið vel, á ekki að innihalda E-efni eða sykur) (h)
  • Sojamjólk (ég nota sojamjólk frá Alpro sætta með eplasafa) (v)
  • Einnig má nota möndlumjólk, hrísmjólk eða haframjólk í flestar uppskriftir (v)
  • Hafrarjómi (frá Oatly) (v)
  • Cashewhnetumauk (h)
  • Möndlusmjör (h)
  • Kókosvatn (enska: coconut water)