Vetur

Síða 4 af 5

Ég leggst eiginlega í dvala yfir veturinn þ.e. ég er hin mesta kuldaskræfa og er meinilla við snjó...Ég lærði fljótt á fyrstu árunum okkar í London að besti staðurinn var eldhúsið því þar var hlýjasti staðurinn í húsinu a.m.k. á meðan bakaraofninn var í gangi...sem var nánast alltaf því mér var alltaf kalt.

Ég nota líka þennan tíma til að prófa ýmsar jólauppskriftir (Jóhannesi til mikillar gleði). Það sem einkennir þennan flokk er matur sem er heitur; súpur, pottréttir, heitir drykkir o.fl. Það er eiginlega ekkert sem er "in season" yfir vetrartímann á Íslandi því þá vex jú ekkert hér á landi. Erlendis eru grasker og appelsínur í aðalhlutverki og það eru nokkrar graskersuppskriftir hér ásamt fleiru sem er gott fyrir okkur yfir vetrartímann. Flokkurinn Vetur verður opinn fram í byrjun mars.


Ofnbakað rótargrænmeti

Þessi uppskrift er upprunalega frá Deliu Smith sem ég held mikið upp á en ég hef þó gert örlitlar breytingar á henni (og þá er ég að meina uppskriftinni, …ekki Deliu ho ho).

Swahilifiskur

Ofnbakaður Swahili fiskur með hnetusósu

Það eru sterk Swahili áhrif í þessum rétti en mikið er um fisk, engifer, hvítlauk, lauk og tómata við strendur Indlandshafs og víðar.

Verulega hollur og seðjandi matur

Pad Thai núðlur

Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.

Palak Koftas (Kryddaðar spínatbollur)

Þetta er indversk uppskrift og nokkuð flókin en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi!!! Bollurnar eru frekar bragðmildar og henta því vel fyrir alla fjölskylduna.

Pítupizzur - einfaldar og sniðugar

Pítu-pizzur (nokkrar útgáfur)

Ok þetta hljómar kannski pínu skrítið, pítu-pizzur en það sem málið snýst um er að nota pítubrauðin sem pizzubotna því það sparar tíma og fyrirhöfn svona þegar maður er að flýta sér.

Skálina og skeiðina keypti ég í Kenya en hitaplattann í Rwanda

Rækjur í kókossósu

Borgar (bróðir) og Elín konan hans eru algjörir snilldarkokkar, það er alltaf gott að borða hjá þeim og maturinn sem þau gera er alltaf spes og öðruvísi og afar bragðgóður.

Sesamnúðlur, einfaldur og saðsamur réttur

Sesamnúðlur

Þetta er núðluréttur sem ég held dálítið upp á en hráefnin eru kannski frekar óvenjuleg; chilli, sesamfræ og hnetusmjör.

Þessa mynd tók ég af teinu sem ég fékk í skóginum

Sítrónugraste úr kryddskóginum á Zanzibar

Þetta te fékk ég á Zanzibar haustið 2007.

Ómótstæðileg og holl sjávarréttarsúpa

Sjávarréttasúpa

Þessi súpa er sérlega seðjandi en samt létt í maga.

Skonsur undir japönskum áhrifum

Skonsur með grænu tei og rúsínum

Á ferð okkur um Japan áramótin 2006-7 sáum við á fjölmörgum stöðum að verið var að selja skonsur hvers konar og oft voru þær grænleitar og var þá notað grænt te í uppskriftina.

Spaghetti bolognese, með spelt spagetti og sojakjöti

Spaghetti bolognese (með sojakjöti)

Mér fannst spaghetti og bollur alltaf hrikalega góður matur hérna í gamla daga (var ekki hrifin af kjöti en fann ekki svo mikið kjötbragð af bollunum).

Litríkur, afrískur grænmetisréttur

Spaghetti ya Mboga (spaghetti með bökuðu grænmeti)

Þessi einfaldi, afríski réttur kom mér á óvart. Ég leyfði tómötunum að malla vel og lengi og það borgar sig að vera þolinmóður því þannig verða þeir bestir og líkastir því sem maður fær í Afríku.

Fátt jafnast á við heimatilbúna pizzu

Speltpizza með grænmeti, heimalagaðri pizzasósu og mozzarella

Pizzur eru alltaf góðar en heimagerðar eru samt bestar því þá veit maður nákvæmlega hvað er sett ofan á og í þær.

Spergilkáls- og blómkálsréttur í ofni

Ég fékk þessa uppskrift af netinu fyrir hundrað árum. Þetta er bara svona ódýr grænmetisréttur í miðri viku, engin flottheit, ekkert flókið, bara hollt og gott.

Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)

Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.

Sudusúpa (indversk fiskisúpa)

Eins og svo oft áður höfum við fengið frábæran mat hjá Helgu og Þórhalli vinafólki okkar, þau eru snilldarkokkar. Þessi uppskrift kemur frá indverskri kunningjakonu þeirra, Sudu að nafni.

Súkkulaðimuffins

Súkkulaðimuffins

Hollir og góðir, einfaldir og þægilegir, alltaf góð blanda. Upplagt er að frysta helling af muffinsunum og taka svo með sér þegar maður er á hlaupum!!!!

Ódýr, einföld, bragðgóð og vegan núðlusúpa

Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa

Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.

Suðrænn fiskiréttur

Þetta er voða einföld, holl og góð uppskrift, fín svona í miðri viku þegar tímaleysið háir okkur einna mest.

Auðveld og ódýr súpa

Svartbauna- og maískornasúpa

Þessi súpa er úr bók sem ég á sem heitir Marie Claire: Kitchen –The Ultimate Recipe Collection og inniheldur helling af góðum uppskriftum.

Einfalt og þægilegt og hollt og gott. Getur varla verið betra

Sætar kartöflur bakaðar í ofni

Þetta er nú varla uppskrift því aðferðin er svo einföld að það er næstum því hlægilegt.

Ferskur og bragðgóður hrísgrjónaréttur

Thailensk hrísgrjón (með kjúklingi eða án)

Nammi namm, þessi hrísgrjónaréttur er svo ferskur og góður.

Súpa með 10 þúsund hráefnum, eða þar um bil

Thailensk laksa (ekki laxa) súpa

Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.

Saðsöm, einföld og bragðgóð súpa

Thailensk núðlusúpa með rækjum

Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.

Satay hnetusósan unaðslega

Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)

Þessi réttur er hreinn unaður. Hann er hitaeiningaríkur svo maður ætti nú bara að borða hann spari en hann er syndsamlega góður (ég borðaði hann með grænmeti og hann var dásamlegur).