Vetur

Síða 3 af 5

Ég leggst eiginlega í dvala yfir veturinn þ.e. ég er hin mesta kuldaskræfa og er meinilla við snjó...Ég lærði fljótt á fyrstu árunum okkar í London að besti staðurinn var eldhúsið því þar var hlýjasti staðurinn í húsinu a.m.k. á meðan bakaraofninn var í gangi...sem var nánast alltaf því mér var alltaf kalt.

Ég nota líka þennan tíma til að prófa ýmsar jólauppskriftir (Jóhannesi til mikillar gleði). Það sem einkennir þennan flokk er matur sem er heitur; súpur, pottréttir, heitir drykkir o.fl. Það er eiginlega ekkert sem er "in season" yfir vetrartímann á Íslandi því þá vex jú ekkert hér á landi. Erlendis eru grasker og appelsínur í aðalhlutverki og það eru nokkrar graskersuppskriftir hér ásamt fleiru sem er gott fyrir okkur yfir vetrartímann. Flokkurinn Vetur verður opinn fram í byrjun mars.


Yndisleg hnetusteik

Karríhnetusteik

Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.

Kartöfluflögur...svo hollar

Kartöfluflögur

Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.

Kashmiri kjúklingur

Þessi réttur er byggður á hefðbundinni uppskrift frá norður-Indlandi (eða svo stendur í kjúklingabókinni minni góðu). Frekar sterkur réttur en bragðgóður.

Afrískur pottréttur, litríkur og hollur

Kitheri (afrískur pottréttur)

Þennan pottrétt smakkaði ég fyrst í Afríku (Kenya) árið 2005. Mér fannst hann hrikalega góður en eftir ótal ferðir

Léttur og litríkur núðluréttur

Kjúklinga Chow Mein (núðluréttur)

Það eru óteljandi afbrigði af Chow Mein og hvert land (og álfa) hefur sína útgáfu.

Kjúklingabaunabuff með byggi og hvítlauksjógúrtsósu

Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu

Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á sem heitir Delia’s Vegeterian Collection og er ein af uppáhalds uppskriftabókunum m&iacute

Einföld og saðsöm kjúklingabaunasúpa

Kjúklingabaunasúpa

Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur matur, svoleiðis á hann að vera! Súpan er saðsöm og er sérlega ódýr sem er ekki amalegt fyrir svona hollan og góðan mat.

Bananakjúklingurinn með rúsínusósunni

Kjúklingur með bönunum og rúsínum

Það hljómar kannski skrítið að setja hvítlauk, rúsínur og banana saman, en það er ferlega gott. Rétturinn verður ekki of sætur því hann er frekar mikið kryddaður.

Litríkur og hollur kjúklingaréttur með sósu

Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum (og sósu)

Það er upplagt að gera þessa uppskrift vel stóra svo maður geti haft hana í matinn tvo daga í röð (og jafnvel í nesti þriðja d

Kókos- og laxasúpa með núðlum

Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.

Mild og bragðgóð súpa fyrir alla fjölskylduna

Kókos- og límónusúpa

Þessi súpa er svolítið „öðruvísi”, krydduð en ansi góð og sérlega drjúg. Kókosmjólkin, engiferið og límónan passa vel saman og gefa ferskt bragð með thailensku ívafi.

Ilmandi kryddað graskerskökubrauð

Kryddað graskerskökubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt að gera þegar maður á svolítinn afgang af graskeri því maður þarf bara 225 g af graskersmauki í uppskriftina.

Ilmandi kryddbrauð

Kryddbrauð

Mmmmmmm þessi uppskrift er rosalega góð og brauðið er æðislegt alveg glænýtt úr ofninum og pínu klesst. Múskatið gefur sterkt og kryddað bragð.

Kræklinga- og kartöflusúpa

Kræklinga- og kartöflusúpa

Þessi súpa er saðsöm og góð og ódýr í þokkabót, kostar innan við 1000 krónur fyrir fjóra! Samt sem áður er þetta súpa sem ég yrði glöð að fá á veitingahúsi, svo góð þótti mér hún.

Kúskús með bökuðu grænmeti

Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.

Grænmetislasagna. Nammi namm

Lasagna með sojakjöti

Þessi uppskrift, er blanda úr 4 uppskriftum að lasagna.

Linsubaunabuff

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftabókinni Grænn kostur Hagkaupa sem ég held mikið upp á. Það er upplagt að búa til fullt af buffum og frysta.

Ljúffengar hnetusteikur

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi

Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

Malasíska kókossúpan með núðlum og rækjum

Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.

Mango- og engiferssúpa frá Kenya á masai dúk

Mango- og engiferssúpa frá Masai Mara

Þessa súpu fékk ég hjá stúlku sem heitir Margaret Ngugi en hún er kokkur á Mara Simba Lodge í Masai Mara í Kenya en þar dvaldi ég í nokkra daga í febrúar 2007.

Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa

Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.

Mexikönsk chili súpa með sojakjöti

Þessi súpa er frekar „hot” og fín á köldum vetrardegi þegar mann vantar hlýju í sig.

Mexikönsk ýsa

Mexikönsk ýsa

Nokkuð bragðmikill en afar góður fiskréttur, bakaður í ofni. Nota má steinbít, þorsk eða lúðu í stað ýsunnar. Best er að vera búin að útbúa salsasósuna með smá fyrirvara.

Myntute

Þetta er nú varla uppskrift, heldur frekar leiðbeiningar. Ég mæli með því að þið útbúið myntute enda fátt betra en myntute úr ferskum myntublöðum.

Napoleon kjúklingur (Marengo kjúklingur)

Þennan kjúklingarétt eldaði Jóhannes einu sinni (hann eldar einu sinni á 5 ára fresti).