Súpur

Síða 2 af 2

Ég er voðalega hrifin af súpum, sérstaklega tærum súpum sem og matarmiklum sjávarréttasúpum. Súpur eru yfirleitt ódýr matur en geta samt verið saðsamar og drjúgar. Flestar súpur má frysta (svo lengi sem ekki eru núðlur í þeim) og þær geymast yfirleitt nokkuð vel í frystinum. Sumar súpur verða meira að segja bara betri með smávegis geymslu. Í því samhengi ætla ég að benda á Kjúklingabaunasúpuna sem er matarmikil en ódýr. Sveppasúpan er einnig mjög ódýr og fín í miðri viku þegar maður er blankur og á bara sveppi í ísskápnum. Sjávarréttasúpan er í rauninni heil máltíð og passar vel með einhverju kjarngóðu brauði. Mér finnst fátt notalegra á köldu vetrarkvöldi, eftir útiveru, að borða heita súpu með nýbökuðu brauði.


Mexikönsk chili súpa með sojakjöti

Þessi súpa er frekar „hot” og fín á köldum vetrardegi þegar mann vantar hlýju í sig.

Indversk súpa og afar holl

Mulligatawny súpa (indversk grænmetissúpa)

Einu sinni pantaði ég Mulligatawny súpu á indverskum veitingastað á Brick Lane, London.

Ekki kannski mest spennandi útlitslega en súpan er samt létt og holl

Naglasúpan ódýra

Þegar maður á lítið í ísskápnum en er svangur hvað gerir maður þá? Jú maður býr til naglasúpu. Uppskrift af naglasúpu er til á öllum heimilum og þetta er mín útgáfa.

Ómótstæðileg og holl sjávarréttarsúpa

Sjávarréttasúpa

Þessi súpa er sérlega seðjandi en samt létt í maga.

Súpan frá 4 Market Place

Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London

Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).

Sudusúpa (indversk fiskisúpa)

Eins og svo oft áður höfum við fengið frábæran mat hjá Helgu og Þórhalli vinafólki okkar, þau eru snilldarkokkar. Þessi uppskrift kemur frá indverskri kunningjakonu þeirra, Sudu að nafni.

Ódýr, einföld, bragðgóð og vegan núðlusúpa

Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa

Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.

Auðveld og ódýr súpa

Svartbauna- og maískornasúpa

Þessi súpa er úr bók sem ég á sem heitir Marie Claire: Kitchen –The Ultimate Recipe Collection og inniheldur helling af góðum uppskriftum.

Sveppasúpan fína, ódýr og góður matur

Sveppasúpa

Þetta er bara svona hefðbundin sveppasúpa, ekkert flókin en alveg rosalega góð og einn ódýrasti matur sem fyrir finnst held ég.

Spennandi og bragðgóð fiskisúpa

Thailensk fiskisúpa

Þetta er svona uppskrift sem maður gerir bara um helgar eða þegar maður hefur nægan tíma því hún er dáldið tímafrek.

Súpa með 10 þúsund hráefnum, eða þar um bil

Thailensk laksa (ekki laxa) súpa

Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.

Saðsöm, einföld og bragðgóð súpa

Thailensk núðlusúpa með rækjum

Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.

Afrísk tómatsúpa, holl og góð.

Tómatsúpa frá Zanzibar

Þessi súpa er mjög einföld og æðislega góð (auk þess að hún er að springa úr vítamínum og andoxunarefnum!).

Tómatsúpa Höddu

Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

Tær og heitsúr sveppasúpa

Tær og heitsúr sveppasúpa

Þessi kemur úr bók sem heitir Veggie Chic eftir Rose Elliot. Súpan er sérlega bragðgóð og þó að ég ætti ekki kaffir lime leaves eða enoki sveppi þá tókst hún rosa vel.

Fínasta útilegumáltíð

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum

Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!