Grænmetissúpur

Síða 2 af 2

Það er engin tilviljun að svokallað „Súpueldhús” (enska: soup kitchen) sé samheiti yfir staði sem útdeila súpum og öðrum heitum mat til heimilislausra. Súpa er nefnilega ódýr matur og getur að því er virðist, eins og fyrir galdra dugað endalaust. Grænmetissúpur eru t.d. eitt af því sniðugasta sem blankir námsmenn geta útbúið. Fyrir því eru nokkrar ástæður:

  1. í grænmetissúpur má nota grænmetisafganga sem og grænmeti sem farið er að slappast,
  2. súpurnar má frysta og má því útbúa heilan helling í einu ef maður á pláss í frystinum,
  3. út í súpuna má bæta t.d. byggi, hýðishrísgrjónum, pasta, quinoa o.fl. til að drýgja hana,
  4. með góðu brauði getur súpa verið hin fínasta veisla,
  5. út í súpu má bæta sojakjöti eða kjötafgöngum (ef þið borðið kjöt) og þannig drýgja kjöt sem verður afgangs,
  6. ef þið eruð með bragðsterka súpu má þykkja hana með maísmjöli og gera þannig fína pastasósu.

Grænmetissúpur eru ekki bara sniðugar fyrir blanka námsmenn því þær eru sniðugar fyrir öll heimili, hvort sem það eru 2 eða 20 manns í heimili. Grænmetissúpur eru líka sniðug leið til að koma grænmeti ofan í börn sem oft eru ekki hrifin af áferð grænmetis áður en það er maukað.


Afrísk tómatsúpa, holl og góð.

Tómatsúpa frá Zanzibar

Þessi súpa er mjög einföld og æðislega góð (auk þess að hún er að springa úr vítamínum og andoxunarefnum!).

Tómatsúpa Höddu

Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

Tær og heitsúr sveppasúpa

Tær og heitsúr sveppasúpa

Þessi kemur úr bók sem heitir Veggie Chic eftir Rose Elliot. Súpan er sérlega bragðgóð og þó að ég ætti ekki kaffir lime leaves eða enoki sveppi þá tókst hún rosa vel.

Fínasta útilegumáltíð

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum

Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!