Sumaruppskriftir

Síða 3 af 6

Hér má finna sumarleg salöt, drykki og safa, alls kyns ís, frostpinna o.fl. Einnig má finna hollar kaldar sósur og fleira meðlæti sem passar t.d. með grillmatnum. Flokkurinn verður opinn fram í byrjun ágúst.


Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

Detoxdrykkur

Hreinsandi peru-, gulrótar- og engifersafi

Þennan hreinsandi (detox) drykk er gott að gera í safapressu en fyrir þá sem eiga ekki slíka græju er alveg hægt að mauka perurnar í blandara en þá er drykkurinn aðeins þykkari.

Hreinsandi og nærandi drykkur

Hreinsandi sítrusdrykkur

Þessi drykkur minnti mig alveg svakalega á Afríku þegar ég var að smakka hann til og sérstaklega á Kenya en þar eru appelsínur eilítið súrari en þessar sem við eigum að venjast á Íslandi.

Einstaklega hressandi og kemur á óvart

Hressandi morgundrykkur með sætri kartöflu

Þessi drykkur kemur manni af stað á morgnana. Það er smá leyniinnihald í uppskriftinni en það er sæt kartafla! Það er gaman að bjóða gestum upp á þennan drykk og leyfa þeim að giska á innihaldið.

Dásamlega litríkur og hollur hummus

Hummus með grillaðri papriku

Góður hummus sem passar með nánast öllu brauði og kexi og er fín tilbreyting frá hefðbundnum hummus.

Hvítlauksjógúrtsósa

Þetta er létt og fín sósa með t.d. niðurskornu grænmeti, grænmetisbuffum og borgurum o.s.frv. Hún hentar einnig einstaklega vel með grillmat hvers konar sem og bökuðum kartöflum.

Skemmtileg tilbreyting í konfektflórunni

Ískonfekt

Ískonfekt er alltaf svo skemmtilegt finnst mér því bæði er um að ræða konfekt með t.d. súkkulaði utan um og svo er maður með sörpræs líka því konfektmolinn er frosinn.

Ískaffi

Íslatte að hætti Freysa

Ég fékk svona íslatte fyrst á kaffihúsi sem heitir Englen í Árhúsum sumarið 2006. Setið var úti í ógnarhita í garðinum bak við kaffihúsið.

Algjör járnkarl

Járnríkur aprikósudrykkur

Þurrkaðar aprikósur innihalda helling af járni og appelsínusafinn hjálpar til við upptöku járnsins í líkamanum.

Vítamíndrykkur fullur af járni

Járnríkur og hreinsandi vítamíndrykkur

Ég er sko ekkert að ýkja með því að nefna þennan drykk vítamíndrykk því hann er stútfullur af hollustu.

 Litríkir og hollir íspinnar fyrir alla

Jarðarberja- og banana íspinnar

Þetta eru aldeilis frábærlega hollir íspinnar. Þegar ég dreg þessa úr frystinum brosa bæði krakkar og fullorðnir út að eyrum og sleikja út um.

Drykkurinn fíni úr jarðarberjum, bönunum og tofu

Jarðarberja- og banana tofudrykkur

Þessi drykkur er fullur af próteinum og vítamínum og er upplagður eftir ræktina eða í eftirmiðdaginn þegar mann vantar orkuskot.

Frískandi og fullur af C vítamíni

Jarðarberja- og vatnsmelónudrykkur

Þessi drykkur er í miklu uppáhaldi og það er sérstaklega áferðin sem mér finnst svo frábær því hún er loftkennd og freyðandi.

Jarðarberjadrykkur, fullur af hollustu

Jarðarberjahristingur

Vissuð þið að til eru 600 afbrigði af jarðarberjum? Þetta var fróðleikskorn dagsins í boði CafeSigrun!

Jógúrtís með ananas og kiwi

Jógúrtís með ananas og kiwi

Þetta er dálítið suðrænn ís þar sem í honum er meðal annars ananas og kiwi.

Litríkt og hollt salat

Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)

Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.

Kalt hrísgrjónasalat

Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum&;og hollri fitu.

Litríkt, einfalt og hollt salat

Kínóasalat með ávöxtum, spínati og fetaosti

Eitt af uppáhaldssalötunum mínum, passar sem meðlæti eða léttur hádegisverður og er alveg hreint frábært í nestisboxið. Það er dúndurhollt, litríkt og bragðgott!

Kiwi- og bananadrykkur

Þetta var bara svona tilraun einn laugardaginn með ávexti úr ísskápnum. Saðsamur og hollur drykkur, fullur af vítamínum og skemmtilega grænn á litinn.

Sumarlegur og frískandi safi

Kiwi- og límónusafi

Þegar Jóhannes smakkaði þennan drykk sagði hann: „Þennan drykk væri ég til í að kaupa oft”.

Létt og fínt kjúklingasalat

Kjúklingasalat með mangókarrísósu

Það er upplagt að hafa þessa uppskrift daginn eftir Tandoori kjúklinginn því hráefnin eru ekkert ósvipuð (kryddin og mango chutneyið).

Kjúklingasumarsalat

Kjúklingasumarsalat

Eins og nafnið ber með sér, þá er eiginlega skylda að borða þetta kjúklingasalat úti, á góðum sumardegi þegar sólin er alveg að fara að setjast (ok viðurkenni að það er aðeins auðveldara hérna í London heldur en heima á Íslandi, en það má alltaf reyna, tjalda yfir borðið eða eitthvað, he he).

Járn- og vítamínríkt salat

Klettasalat með rauðrófum og parmesan

Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.

Kókos og hvítlaukmaukið

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu

Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.