Salöt

Síða 2 af 2

Árið 1977 fluttu foreldrar mínir til Canada með alla fjölskylduna. Þar bjuggum við í nokkur ár. Ég man lítið eftir þessum tíma en ég hef heyrt ótal sögur. Ein sagan er þannig að þegar við millilentum í Chigaco á leið frá Íslandi þá var farið út að borða. Fjölskyldan settist til borðs og komið var með diska af einhverju grænu og litríku og þeir settir fyrir framan okkur. Mér er sagt að pabbi (alinn upp á ýsu og lambakjöti alla sína tíð) hafi horft á diskinn dálítið vandræðalegur en af því þjónninn var farinn frá borðinu lét hann kyrrt liggja. Hann hreyfði ekki við því sem var á diskinum og við ekki heldur. Þegar þjónninn kom aftur spurði hann hvort að ekki væri allt í lagi: „Jú jú við vildum bara ekki skemma borðskreytingarnar.”


Létt og ljúft kjúklingasalat

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat

Þetta er einfaldur og hollur réttur, upplagður á sumardegi eða þegar maður vill bera fram kaldan og hollan rétt.

Mangokarrísósa, hentar með margvíslegum mat

Mangokarrísósa

Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk!

Ferskt og gott salat

Möndlu- og agúrkusalat

Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.

Þrílitt salat í ítölsku fánalitunum, rauðum, grænum og hvítum

Mozzarella salat með tómötum og basil

Þetta salat þekkja eflaust margir sem hafa verið á Ítalíu og er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Ítalir lifa svona lengi.

Mung baunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Mung baunaspírur

Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.

Undir áhrifum frá New York, hollt og gott grænmetissalat

New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum

Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.

Pítusósa

Þessi létta pítusósa er nú tööööööluvert hollari en hefðbundin pítusósa sem er bara eitrað kransæðakítti. Þessi pítusósa passar vel með pítubrauði, sem ídýfa eða ofan á salat.

Raita gúrkusósa

Þetta er sósa sem er oft notuð með indverskum mat því hún „kælir" munninn ef maður er að borða eitthvað sterkt. Þetta er líka fín ídýfa fyrir alls kyns niðurskorið grænmeti.

Rauðrófusalat - fallega vínrautt

Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)

Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.

Hollt og gott rækjusalat

Rækjusalat

Þetta er létt útgáfa af hefðbundnu rækjusalati og voðalega gott með brauði, kexi, hrökkbrauði o.fl. Ég set basil og karrí út í salatið og mér finnst það gefa mjög gott bragð.

Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Salat sem passar með ýmsum mat

Þetta salat er hægt að nota við ýmis tækifæri og með ýmsum mat enda létt að búa til og afskaplega litríkt og fallegt. Fullt af vítamínum!

Salsa sem er eiginlega salat úr tómötum

Salsa

Þetta er uppskrift að hefðbundnu salsa sem oft er notað í mexikanskan mat en passar einstaklega vel sem meðlæti með öðrum mat líka, ekki síst grillmat sem og inn í vefjur.

Sashimi túnfiskur með miso sósu

Þetta er voða gott salat, sérstaklega sem forréttur fyrir sushimatarboð. Nauðsynlegt er að nota besta mögulega túnfisk sem hægt er að fá.

Holl og góð sinnepssósa

Sinnepssósa

Þessi sinnepssósa er holl og góð og passar með alveg ótrúlegum fjölda af uppskriftum.

Núðlur í japönskum stíl

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.

Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.

Hollt og gott túnfisksalat

Túnfiskssalat

Létt og gott túnfisksalat, passar æðislega vel með brauði og alls kyns kexi og hrökkbrauði. Ég borða sjaldan hráan lauk en mörgum finnst gott að setja rauðlauk í túnfisksalatið.