Nesti

Síða 5 af 5

Það er gott og blessað að borða hollt og margir sem borða hollt svona „yfirleitt”. Mesti vandinn liggur hins vegar oftar en ekki í bæði „milli mála mat” og „eftir 4 mat”. Þið vitið þegar maður fer bráðum að fara heim úr skóla eða vinnu, er svangur en er búinn með hádegismatinn!!! Það er yfirleitt þá sem fólk lætur freistast í súkkulaðistykkið, í sælgætið og í allt þetta óholla. Sannleikurinn er nefnilega sá að um þetta leyti fer blóðsykurinn að lækka og það versta sem við getum gert er að skjóta sykri í blóðið þannig að blóðsykurinn hækki hratt og detti svo niður aftur um kvöldmatarleytið. Það þýðir að við borðum meira og oft óhollara en við ætlum okkur. Hver þekkir ekki að vera orðinn sársvangur fyrir kvöldmat og stinga upp í sig kexi eða brauði?

Ég hef tekið saman hér hugmyndir að nesti fyrir þá sem eru í skólanum eða í vinnunni eða bara heima hjá sér. Sumir hafa aðstöðu til að hita sér mat frá kvöldinu áður en aðrir hafa hana ekki. Ég hef tekið mið af því með því að skipta hugmyndunum niður eftir því hvort þið eruð með góða aðstöðu eða ekki. Nestið er meira hugsað fyrir fullorðna þó hægt sé að finna nesti fyrir börnin líka.

Gott að eiga

  • Nokkur lítil nestisbox (fyrir þurrkaða ávexti og orkubita)
  • Nestisbox með skrúfuðu loki (fyrir súpur, kássur og pottrétti sem gæti lekið úr). Gott að pakka inn í plastfilmu eða poka til öryggis
  • Langt, flatt nestisbox fyrir vefjur eða samlokur
  • Meðalstórt, djúpt nestisbox fyrir mat sem ekki lekur úr
  • Lítið box fyrir t.d. eitt egg eða prótein/undanrennuduft
  • Nestispoka
  • Plastfilmu
  • Teygjur

Morgunmatur

Góð aðstaða (t.d. örbylgjuofn, blandari, samlokugrill)

  • Bollasúpur (hægt að kaupa í heilsubúðum) með kókosbrauðbollum
  • Bollasúpur + bætið soðnu pasta eða hrísgrjónum (afgöngum) í til að gera þær matarmeiri
  • Misosúpur (þunnar súpur með þangi og tofu, fást í heilsubúðum). Eru ekki matarmiklar en frábær fylling á milli mála og bráðhollar
  • Alls kyns súpur að heiman sem má hita upp
  • Alls kyns grænmetisréttir. Það má taka nánast alla grænmetisrétti með sér í nesti og hita upp. Til dæmis er gott að taka með sér pottrétti, pastarétti, hrísgrjónarétti, grænmetisborgara, hnetusteikur o.fl. Suma rétti getur maður líka borðað kalda eins og borgara, vefjur o.fl.
  • Alls kyns orkudrykkir. Gott er að taka hráefnið með sér í nestisbox og blanda á staðnum.
  • Samlokur til að rista eða hita
  • Hafragrautur

Engin aðstaða (eða nesti útbúið með fyrirvara)

Á milli mála og seinni partinn

  • Hnetur og rúsínur
  • Ávextir
  • Þurrkaðir ávextir t.d. epli, mango, aprikósur, sveskjur, döðlur, gráfíkjur
  • Harðsoðin egg (ég borða einungis hvítuna en ágætt er að borða 1 rauðu af og til)
  • Lífrænt jógúrt t.d. frá Biobú (er lífrænt og innheldur hrásykur en ekki hvítan sykur)
  • Hrískökur með t.d. sultu úr heilsubúð, hummus eða þunnu lagi af hnetusmjöri

Á milli mála (eða þegar maður á það virkilega skilið)

(t.d. eftir erfiðan fund eða erfiðan tíma í skólanum) eða í lok dags þegar mann langar í eitthvað sætt! Ég veit að maður á ekki að verðlauna sig með mat en stundum verður maður bara og þá eru þessar hugmyndir milljón sinnum betri en að kaupa nammi!….


Hollir og trefjaríkir muffinsar

Sveitamuffins með eplum og hveitiklíð

Þessi uppskrift var aftan á snepli úr einhverjum stórmarkaði hér í London.

Litríkur, afrískur grænmetisréttur

Sætar kartöflur í hnetu- og engifersósu

Sætar kartöflur eru notaðar mikið í vestur Afríku og ásamt hnetum gerir þennan rétt bæði saðsaman og sætkryddaðan.

Tofu- og kjúklingabaunabuff

Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.

Hollar og góðar vefjur

Tortilla (vefjur)

Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.

Hollur, einfaldur og góður túnfiskréttur

Túnfiskspastaréttur

Ég hafði aldrei þorað að setja túnfisk í pasta, veit ekki afhverju, mér hafði aldrei þótt það girnilegt þegar ég sá myndir í uppskriftabókum.

Hollt og gott túnfisksalat

Túnfiskssalat

Létt og gott túnfisksalat, passar æðislega vel með brauði og alls kyns kexi og hrökkbrauði. Ég borða sjaldan hráan lauk en mörgum finnst gott að setja rauðlauk í túnfisksalatið.

Útilegunúðlur í íslenskri náttúrunni

Útilegunúðluréttur

Þessi uppskrift er eiginlega hugmyndin hans Jóhannesar.

Útilegupottréttur með kúskús

Útilegupottréttur með kúskús

Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.

Fínasta útilegumáltíð

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum

Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!

Ilmandi graskersbrauð

Valhnetu- og graskersbrauð

Þessi uppskrift kemur reyndar aðeins breytt, úr bók sem heitir Farmer’s Market Cookbook (Uppskriftabók af bændamarkaðinum).

Valhnetunammi

Valhnetu- og hunangsnammi

Jóhannesi fannst þessar rosalega góðar (og fleiri sem ég þekki) en mér fannst þær síðri, kannski af því að &

Gómsætar hráar smákökur

Valhnetu- og rúsínukökur

Þessar kökur eru svo hollar að þær virka eins og vítamíntöflur. Þær eru óbakaðar og því nýtast ensímin og vítamínin til fulls.

Myndin er tekin við miðbaug í Uganda

Vefjur með avocadomauki og gulrótum frá Uganda

Þessar vefjur fengum við á miðbaug í Uganda febrúar 2008.

Vefjur með grænmeti

Þessi uppskrift kemur úr uppáhaldsbókinni minni þ.e. Grænn Kostur-Hagkaupsbókinni. Hún er frábær og ég mæli með því að allir eigi eintak!

Vefjur með spínati og hummus

Vefjur með spínati og hummus

Þessi réttur er svo hollur og svo einfaldur að það er hálf asnalegt að borða hann ekki á hverjum degi!

Verulega hollur og góður núðluréttur

Wagamama laxanúðlur

Margir þekkja Wagamama núðlustaðinn í London. Hann er reglulega fínn. Þeir elda ekki bara góðan mat heldur eru þeir einnig meðvitaðir um náttúru og endurvinnslu.

Afrískur baunaréttur

Zanzibar baunir með sætum kartöflum í kókossósu

Zanzibar tilheyrir Tanzaníu sem liggur í austurhluta Afríku. Ég kom til Zanzibar haustið 2007 og féll alveg fyrir töfrum eyjarinnar.