Nesti

Síða 3 af 5

Það er gott og blessað að borða hollt og margir sem borða hollt svona „yfirleitt”. Mesti vandinn liggur hins vegar oftar en ekki í bæði „milli mála mat” og „eftir 4 mat”. Þið vitið þegar maður fer bráðum að fara heim úr skóla eða vinnu, er svangur en er búinn með hádegismatinn!!! Það er yfirleitt þá sem fólk lætur freistast í súkkulaðistykkið, í sælgætið og í allt þetta óholla. Sannleikurinn er nefnilega sá að um þetta leyti fer blóðsykurinn að lækka og það versta sem við getum gert er að skjóta sykri í blóðið þannig að blóðsykurinn hækki hratt og detti svo niður aftur um kvöldmatarleytið. Það þýðir að við borðum meira og oft óhollara en við ætlum okkur. Hver þekkir ekki að vera orðinn sársvangur fyrir kvöldmat og stinga upp í sig kexi eða brauði?

Ég hef tekið saman hér hugmyndir að nesti fyrir þá sem eru í skólanum eða í vinnunni eða bara heima hjá sér. Sumir hafa aðstöðu til að hita sér mat frá kvöldinu áður en aðrir hafa hana ekki. Ég hef tekið mið af því með því að skipta hugmyndunum niður eftir því hvort þið eruð með góða aðstöðu eða ekki. Nestið er meira hugsað fyrir fullorðna þó hægt sé að finna nesti fyrir börnin líka.

Gott að eiga

  • Nokkur lítil nestisbox (fyrir þurrkaða ávexti og orkubita)
  • Nestisbox með skrúfuðu loki (fyrir súpur, kássur og pottrétti sem gæti lekið úr). Gott að pakka inn í plastfilmu eða poka til öryggis
  • Langt, flatt nestisbox fyrir vefjur eða samlokur
  • Meðalstórt, djúpt nestisbox fyrir mat sem ekki lekur úr
  • Lítið box fyrir t.d. eitt egg eða prótein/undanrennuduft
  • Nestispoka
  • Plastfilmu
  • Teygjur

Morgunmatur

Góð aðstaða (t.d. örbylgjuofn, blandari, samlokugrill)

  • Bollasúpur (hægt að kaupa í heilsubúðum) með kókosbrauðbollum
  • Bollasúpur + bætið soðnu pasta eða hrísgrjónum (afgöngum) í til að gera þær matarmeiri
  • Misosúpur (þunnar súpur með þangi og tofu, fást í heilsubúðum). Eru ekki matarmiklar en frábær fylling á milli mála og bráðhollar
  • Alls kyns súpur að heiman sem má hita upp
  • Alls kyns grænmetisréttir. Það má taka nánast alla grænmetisrétti með sér í nesti og hita upp. Til dæmis er gott að taka með sér pottrétti, pastarétti, hrísgrjónarétti, grænmetisborgara, hnetusteikur o.fl. Suma rétti getur maður líka borðað kalda eins og borgara, vefjur o.fl.
  • Alls kyns orkudrykkir. Gott er að taka hráefnið með sér í nestisbox og blanda á staðnum.
  • Samlokur til að rista eða hita
  • Hafragrautur

Engin aðstaða (eða nesti útbúið með fyrirvara)

Á milli mála og seinni partinn

  • Hnetur og rúsínur
  • Ávextir
  • Þurrkaðir ávextir t.d. epli, mango, aprikósur, sveskjur, döðlur, gráfíkjur
  • Harðsoðin egg (ég borða einungis hvítuna en ágætt er að borða 1 rauðu af og til)
  • Lífrænt jógúrt t.d. frá Biobú (er lífrænt og innheldur hrásykur en ekki hvítan sykur)
  • Hrískökur með t.d. sultu úr heilsubúð, hummus eða þunnu lagi af hnetusmjöri

Á milli mála (eða þegar maður á það virkilega skilið)

(t.d. eftir erfiðan fund eða erfiðan tíma í skólanum) eða í lok dags þegar mann langar í eitthvað sætt! Ég veit að maður á ekki að verðlauna sig með mat en stundum verður maður bara og þá eru þessar hugmyndir milljón sinnum betri en að kaupa nammi!….


Kraftar í kögglum, góður próteinbiti fyrir ræktina

Kraftaköggull - fyrir ræktina

Þessir orkubitar eru alveg svakalega fínir og alveg æðislegir eftir ræktina til að hjálpa vöðvunum aðeins til að stækka.

Létt og ljúft kjúklingasalat

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat

Þetta er einfaldur og hollur réttur, upplagður á sumardegi eða þegar maður vill bera fram kaldan og hollan rétt.

Hollar og góðar skonsur

Kryddaðar skonsur með þurrkuðum ávöxtum

Þetta voru fyrstu skonsur sem ég bakaði og hef bakað þær milljón sinnum síðan.

Þessir eru ægilega góðir og passlega kryddaðir

Kryddaðir appelsínu- og gulrótarmuffins

Ég fékk þessa uppskrift úr einni muffins bók sem ég á sem heitir Muffins; Fast and Fantastic.

Kryddaðir muesli muffins

Þetta er uppskrift sem ég henti saman einn sunnudagsmorguninn.

Ilmandi kryddbrauð

Kryddbrauð

Mmmmmmm þessi uppskrift er rosalega góð og brauðið er æðislegt alveg glænýtt úr ofninum og pínu klesst. Múskatið gefur sterkt og kryddað bragð.

Linsubaunabuff

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftabókinni Grænn kostur Hagkaupa sem ég held mikið upp á. Það er upplagt að búa til fullt af buffum og frysta.

Ljúffengar hnetusteikur

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi

Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

Malasíska kókossúpan með núðlum og rækjum

Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.

Ferskt og gott salat

Möndlu- og agúrkusalat

Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.

Glúteinlaus möndlukaka með bláberjabotni

Möndlu- og kókoskaka með bláberjabotni

Þessi kaka er án glúteins og er mjög einföld í smíðum. Ég fann uppskriftina á vef konu sem heitir Jeena og ég held mikið upp á.

Svolítið ying og yang kúlur, annar helmingurinn er ljós og hinn dökkur

Möndlukúlur frá miðausturlöndum

Þetta konfekt myndi seint teljast létt. Eftir kvöldmat, með kaffinu er maður eiginlega saddur eftir hálfa svona kúlu.

Þrílitt salat í ítölsku fánalitunum, rauðum, grænum og hvítum

Mozzarella salat með tómötum og basil

Þetta salat þekkja eflaust margir sem hafa verið á Ítalíu og er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Ítalir lifa svona lengi.

Mung baunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Mung baunaspírur

Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.

Undir áhrifum frá New York, hollt og gott grænmetissalat

New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum

Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ég bjó til þessar bollur því mig langaði í bollur til að bera fram með tómatsúpunni frá Zansibar.

Orkubiti með carobkremi

Orkubiti með carobkremi

Þetta eru verulega, verulega hollir orkubitar, saðsamir, næringarríkir, fullir af vítamínum, steinefnum, hollri fitu, próteinum og flóknum kolvetnum.

Afar orkuríkir kaffihúsahnullungar og sérlega góðir

Orkuhnullungar

Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Orkumuffins

Þessi uppskrift er dálítið tímafrek þannig að gefið ykkur góðan tíma ef þið ætlið að fara að baka hana.

Paella með hýðishrísgrjónum

Árið 2000, í ágústmánuði vorum við Jóhannes stödd í litlu, spænsku fjallaþorpi sem heitir Mijas.

Speltpasta með reyktum laxi

Pasta með reyktum laxi eða silungi

Þetta er æðislega góð uppskrift. Ég nota yfirleitt reyktan silung úr Slíðdalstjörn í Borgarfirði (vatninu sem foreldrar mínir og fleiri eru með á leigu).

Einfaldur og ljúffengur pastaréttur

Pasta með reyktum laxi og spínati

Fyrir ykkur sem ekki veiðið (og reykið) fiskinn sjálf þá er auðvelt að kaupa reyktan fisk í flestum verslunum (bæði silung og lax).

Peru- og engifermuffins

Þessi uppskrift kemur nokkuð breytt úr nýjustu bókinni hennar Nigellu Lawson, Nigella Express.

Baunamauk

Pintóbaunamauk

Þessi uppskrift er úr bókinni Grænn Kostur Hagkaupa sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég minnkaði olíumagnið aðeins og notað smávegis af eplasafa í staðinn.

Glúteinlausir möffinsar

Pistachio og súkkulaðibitamuffins

Þessi uppskrift er glúteinlaus og er úr bókinni Gluten-Free French Desserts and Baked Goods eftir Valérie Cupillard.