Nesti

Síða 1 af 5

Það er gott og blessað að borða hollt og margir sem borða hollt svona „yfirleitt”. Mesti vandinn liggur hins vegar oftar en ekki í bæði „milli mála mat” og „eftir 4 mat”. Þið vitið þegar maður fer bráðum að fara heim úr skóla eða vinnu, er svangur en er búinn með hádegismatinn!!! Það er yfirleitt þá sem fólk lætur freistast í súkkulaðistykkið, í sælgætið og í allt þetta óholla. Sannleikurinn er nefnilega sá að um þetta leyti fer blóðsykurinn að lækka og það versta sem við getum gert er að skjóta sykri í blóðið þannig að blóðsykurinn hækki hratt og detti svo niður aftur um kvöldmatarleytið. Það þýðir að við borðum meira og oft óhollara en við ætlum okkur. Hver þekkir ekki að vera orðinn sársvangur fyrir kvöldmat og stinga upp í sig kexi eða brauði?

Ég hef tekið saman hér hugmyndir að nesti fyrir þá sem eru í skólanum eða í vinnunni eða bara heima hjá sér. Sumir hafa aðstöðu til að hita sér mat frá kvöldinu áður en aðrir hafa hana ekki. Ég hef tekið mið af því með því að skipta hugmyndunum niður eftir því hvort þið eruð með góða aðstöðu eða ekki. Nestið er meira hugsað fyrir fullorðna þó hægt sé að finna nesti fyrir börnin líka.

Gott að eiga

 • Nokkur lítil nestisbox (fyrir þurrkaða ávexti og orkubita)
 • Nestisbox með skrúfuðu loki (fyrir súpur, kássur og pottrétti sem gæti lekið úr). Gott að pakka inn í plastfilmu eða poka til öryggis
 • Langt, flatt nestisbox fyrir vefjur eða samlokur
 • Meðalstórt, djúpt nestisbox fyrir mat sem ekki lekur úr
 • Lítið box fyrir t.d. eitt egg eða prótein/undanrennuduft
 • Nestispoka
 • Plastfilmu
 • Teygjur

Morgunmatur

Góð aðstaða (t.d. örbylgjuofn, blandari, samlokugrill)

 • Bollasúpur (hægt að kaupa í heilsubúðum) með kókosbrauðbollum
 • Bollasúpur + bætið soðnu pasta eða hrísgrjónum (afgöngum) í til að gera þær matarmeiri
 • Misosúpur (þunnar súpur með þangi og tofu, fást í heilsubúðum). Eru ekki matarmiklar en frábær fylling á milli mála og bráðhollar
 • Alls kyns súpur að heiman sem má hita upp
 • Alls kyns grænmetisréttir. Það má taka nánast alla grænmetisrétti með sér í nesti og hita upp. Til dæmis er gott að taka með sér pottrétti, pastarétti, hrísgrjónarétti, grænmetisborgara, hnetusteikur o.fl. Suma rétti getur maður líka borðað kalda eins og borgara, vefjur o.fl.
 • Alls kyns orkudrykkir. Gott er að taka hráefnið með sér í nestisbox og blanda á staðnum.
 • Samlokur til að rista eða hita
 • Hafragrautur

Engin aðstaða (eða nesti útbúið með fyrirvara)

Á milli mála og seinni partinn

 • Hnetur og rúsínur
 • Ávextir
 • Þurrkaðir ávextir t.d. epli, mango, aprikósur, sveskjur, döðlur, gráfíkjur
 • Harðsoðin egg (ég borða einungis hvítuna en ágætt er að borða 1 rauðu af og til)
 • Lífrænt jógúrt t.d. frá Biobú (er lífrænt og innheldur hrásykur en ekki hvítan sykur)
 • Hrískökur með t.d. sultu úr heilsubúð, hummus eða þunnu lagi af hnetusmjöri

Á milli mála (eða þegar maður á það virkilega skilið)

(t.d. eftir erfiðan fund eða erfiðan tíma í skólanum) eða í lok dags þegar mann langar í eitthvað sætt! Ég veit að maður á ekki að verðlauna sig með mat en stundum verður maður bara og þá eru þessar hugmyndir milljón sinnum betri en að kaupa nammi!….


Djúsí muffins með bláberjauppskeru haustsins

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins

Þessi muffinsar eru reglulega góðir. Það er eitthvað svo unaðslega frábært við bakaðar pecanhnetur og bláber, samsetningin er bara hreint út sagt ómótstæðileg.

Sumarlegir muffinsar

Ananas- og gulrótarmuffins

Nammi namm. Þessir eru sumarlegir og góðir með fullt af vítamínum, trefjum og viðlíka hollustu.

Konfektið góða sem passar með öllu

Ávaxtakonfekt

Lísa Hjalt vinkona mín gaukaði að mér þessari uppskrift sem hún rakst á í dönsku blaði. Uppskriftin er einföld og ódýr (engar hnetur) og nokkuð fljótleg.

Hollir orkubitar

Banana-, döðlu- og möndlustangir

Ef þessar orkustangir koma ykkur ekki upp síðustu metrana upp fjallið þá veit ég ekki hvað gerir það. Þær eru stútfullar af próteinum, flóknum kolvetnum, hollri fitu og meira að segja kalki!

Einfalt og hollt bananabrauð

Bananabrauð

Þetta er afskaplega einföld og fljótleg uppskrift að bananabrauði.

Ljúfir og góðir glúteinlausir klattar sem henta í margt

Bananaklattar

Þessir klattar eru glúteinlausir og mjög góðir þegar maður á doppótta og slappa banana (sem eru orðnir ofþroskaðir).

Glúteinlausir muffinsar

Bananamuffins

Þessir glúteinlausu bananamuffinsar komu aldeilis á óvart því bæði ég og Jóhannes mauluðum þá með góðri lyst.

Bananamuffins. Hollir og góðir með kaffinu.

Bananamuffins

Muffinsgerðin á þessu heimili er nú alveg sér kapituli.

Hollir og góðir borgarar

Bauna- og túnfisksborgarar

Þessi uppskrift er auðveld í undirbúningi því mest af hráefninu fer í matvinnsluvél.

Biscotti með möndlum, dásamlegt með kaffinu

Biscotti með möndlum

Þetta er nokkuð holl útgáfa af ítalska biscotti kexinu. Eina fitan í þessari uppskrift kemur úr möndlunum en það er holl fita svo við skulum ekkert fá svo mikið samviskubit.

Biscotti með pistachiohnetum

Biscotti með pistachiohnetum

Ég elska biscotti. Það er handhægt (passar vel í t.d. nestisbox og bakpoka), geymist vel, er frekar auðvelt að búa til og er bara nokkuð hollt.

Svo gott með kaffinu, biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim

Biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim

Þessar biscotti kökur eru meiriháttar góðar með kaffinu, frábærar til að dýfa í teið eða kaffið.

Bláberjamuffins

Bláberja- og valhnetumuffins

Þessa uppskrift fann ég í Living etc. (húsablað) sem ég var áskrifandi að hérna í London (einn kosturinn við að búa&;í London&;er að maður getur verið áskrifandi að fullt af blöðum fyrir lítinn pening.

Grænmetisburrito

Burrito

Ef Jóhannes fær að ráða hvað eigi að vera í matinn (hann fær stundum að ráða) þá segir hann án undantekningar „mmmm burritos”.

Mildur og góður kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna

Coronation kjúklingasalat

Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.

Hollir og góðir bitar, tilvaldir í nestið

Döðlu- og appelsínubitar

Valhnetur eru algjörar galdrahnetur, stútfullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Frábær orkugjafi

Döðlu- og hnetubiti

Þessir hnetubitar eru frábærir í skólann, ræktina, vinnuna, gönguna, hestaferðina og útileguna.

Döðlu- og valhnetubrauð

Þetta er samsetning úr mörgum döðlubrauðsuppskriftum. Ég var ekki ánægð með neina þeirra (hvað hollustu varðar) og þróaði því mína eigin.

Egg Fu Yung með hýðishrísgrjónum

Þetta er uppskrift sem ég fann í einni af matreiðslubókunum mínum. Þetta er svona ekta kínverskur réttur (nema vantar olíuna sem er oft á austurlensku stöðunum).

Einfalt hrísgrjónasalat

Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Upplagt með sunnudagskaffinu

Engiferbrauð

Þessi uppskrift kom svo sannarlega á óvart, brauðið var verulega gott!!! Ég fann þessa uppskrift (þ.e. upprunalegu útgáfuna af henni) í einhverjum bæklingi sem ég greip með mér í búðinni í London.

Dásamlegt og léttkryddað brauð

Epla- og apríkósubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt eftir matinn og alls ekki of sætt. Það er léttkryddað og passar reglulega vel með kaffi- eða tebollanum!

Orku- og vítamínpakki í einum kubbi

Flap Jack (orkukubbur)

Það er voða gott að hafa svona&;orkukubba við hendina ef maður er t.d. að fara í flugferð, bílferð eða í gönguferð og þarf „orkuskot” fljótt, nú eða í nesti í skólann eða vinnuna.

Fyrsta kexið fyrir litla fingur og munna

Fyrsta kexið

Þetta kex er mátulega hart (en ekki of), gott á milli fingranna (ekki of gróft) og er hvorki of sætt né of sterkt á neinn hátt. Þetta kex er upplagt að eiga fyrir börnin á milli mála.