Kökur og eftirréttir

Síða 3 af 8

Ég nota aldrei rjóma, smjör, hvítan sykur, ger eða hvítt hveiti í bakstur. Ég nota oft lífrænt framleidd ávaxtamauk (barnamat) í staðinn fyrir smjör og nota svo kókosolíu á móti. Í staðinn fyrir hvítan sykur í bakstri nota ég Rapadura hrásykur eða sætuefni eins og agavesíróp, byggmaltsíróp, hlynsíróp, döðlur, barnamat o.s.frv. Eins og áður sagði nota ég kókosolíu sem fitugjafa en einnig nota ég mikið hnetur sem fitugjafa þar sem þar á við (eins og t.d. í kökubotna) í staðinn fyrir smjör. Hnetusmjör, möndlusmjör, cashewhnetumauk og sesamsmjör (tahini) eru allt frábærir og hollir fitugjafar. Ég reyni að miða við að nota aldrei meira en 3 mtsk af hreinni olíu í neinni kökuuppskrift NEMA í smákökuuppskriftunum en þar er nánast ómögulegt að nota minni fitu nema maður vilji að smákökurnar endi sem smákökubrauð (því þær verða svo linar og ómögulegar, eins og brauð).

Munið þó að þar sem ekki er mikil fita í kökunum þá er ekki hægt að geyma þær mjög lengi. Jóhannes hefur reyndar séð til þess að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að geyma kökur! Einnig má geta þess að ísarnir sem ég geri innihalda ekki rjóma, eggjarauður, hvítan sykur (eða flórsykur) eða neitt slíkt. Margir ísarnir eru meira að segja mjólkurlausir.

Það er ekki oft sem segja má um kökur að þær séu sprengfullar af vítamínum, flóknum kolvetnum, trefjum, andoxunarefnum, próteinum og hollri fitu en þannig kökur má einmitt finna hér. Sumar kökurnar eru svo hollar að þær mætti borða dag hvern í morgunmat! Ráðlagður dagsskamtur: Ein kökusneið!


Epla- og valhnetubaka

Epla- og valhnetubaka

Þessi baka er alveg svakalega holl því hún inniheldur holla fitu (omega 3 fitusýrur) úr valhnetunum sem og prótein, trefjar, flókin kolvetni og annað gott fyrir okkur.

Ljúf og einföld eplakaka

Eplakaka

Þetta er hollari útgáfa af hefðbundnum sykurleðju-hveiti-smjör eplakökum en stendur engu að síður vel fyrir sínu.

Ljúf og góð eplakaka

Eplakaka Sigrúnar Erlings

Þessa uppskrift af eplaköku gaf Sigrún Erlings, mágkona mín mér. Hún sagði að allir á heimilinu lofuðu hana í hástert og þar sem hún er holl líka hentaði hún vel mínum búskap og eldhúsi!!!

Espressosúkkulaðikaka

Þessi kaka getur nánast vakið mann upp frá roti. Enda er hún ekki ætluð fyrir börn heldur fullorðna eingöngu.

Orku- og vítamínpakki í einum kubbi

Flap Jack (orkukubbur)

Það er voða gott að hafa svona&;orkukubba við hendina ef maður er t.d. að fara í flugferð, bílferð eða í gönguferð og þarf „orkuskot” fljótt, nú eða í nesti í skólann eða vinnuna.

Nammi namm þessi kaka er algjört sælgæti

Franska súkkulaðikakan hennar Lísu

Lísa Hjalt vinkona mín er mögnuð kona og þriggja barna móðir, ein af þessum íslensku ofurkonum sem virðast geta allt.

Frosin jesúterta, full af vítamínum en alger orkubomba

Frosin jesúterta

He he, fyndið nafn í ljósi þess að ég er minnst trúaða manneskja sem fyrir finnst.

Frosnir bananar með ídýfu

Frosnir bananar með súkkulaði og ídýfu

Hafið þið séð þættina Arrested Development?

Góður glassúr, án sykurs

Glassúr á vatnsdeigsbollur

Þessi uppskrift er afskaplega einföld og fljótleg og tekur aðeins nokkrar mínútur að henda henni saman.

Graskers og bananamuffinsar

Graskers- og bananamuffins

Ég átti smá afgang af graskeri úr annarri uppskrift sem ég hafði verið að undirbúa og hugsaði með mér að ég vildi nú endilega nota það (ég hendi aldrei, aldrei mat).

Grillað mango, gult eins og sólin

Grillað mangó

Þessi réttur er með einföldustu eftirréttum sem til eru en engu að síður er hann góður og hollur.

Glúteinlausar grískar möndlukökur, upplagðar með kaffinu

Grískar möndlukökur

Þetta eru svokallaðar grískar möndlukökur.

Allt er vænt sem vel er grænt

Græni ísinn

Þessi ís er ofsalega hollur og góður. Svo er hann ljómandi fallegur á litinn svona fagurgrænn!! Það er ekki alltaf sem ísinn kemst alla leið í frystinn því blandan sjálf er svo fáránlega góð.

Gullnar piparkökur

Gullnar piparkökur

Maður minn...lyktin sem kemur þegar maður bakar þessar. Namm. Vildi að ég gæti pakkað henni í krukku og átt að eilífu.

Gulrótar- og bananabrauð

Gulrótar- og bananabrauð

Þetta er svona kökubrauð (þrátt fyrir að vera í laginu eins og kaka) og er fínt með t.d. tei eða kaffi.

Gulrótar- og bananaskonsur

Gulrótar- og bananaskonsur

Þar sem ég er akkúrat nýkomin frá Skotlandi þá get ég ekki annað en sett inn uppskrift að skonsum.

Gulrótarkakan (allra fyrsta kakan sem ég bakaði)

Gulrótarkaka (sú allra fyrsta!)

Þessi kaka er allra, allra, allra fyrsta kakan sem ég „bakaði” á ævinni og ég var orðin 24 ára!!!

Gulrótarkaka með döðlu-aprikósukremi

Þessi gulrótarkaka er svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Munið að í venjulegu gulrótarkökukremi fara um það bil 200 g af rjómaosti ásamt flórsykri og fleiri miður hollu.

Alvöru gulrótarkaka en ekki með óhollu kremi!

Gulrótarkaka með kremi

Sumir fá sér gulrótarkökusneið á kaffihúsum af því „eitthvað með gulrótum HLÝTUR að vera hollt, ekki satt&rd

Gulrótarkaka sem lítur út eins og óholl kaka en er voða holl

Gulrótarkaka með möndlu- og kókoskremi

Kaka sem er best á þriðja degi! Hún er full af kalki, próteinum, hollri fitu og milljón vítamínum.

Dásamlega (og hráa) gulrótarkakan hans Alberts

Gulrótarkakan hans Alberts

Þessa uppskrift sendi notandi vefjarins, Albert Eiríksson mér og mælti með að ég prófaði. Sem ég gerði daginn eftir og sé ekki eftir því.

Hollar gulrótarkökur

Gulrótarkökur

Þessar gulrótarkökur eru fínar með kaffinu en einnig eru þær upplagðar sem jólasmákökur.

Gulrótarmuffins, hollir og bragðgóðir

Gulrótarmuffins

Þetta er sama grunnuppskrift og í gulrótarkökunni með kreminu. Jóhannesi finnst gulrótarkakan svo góð og af því hann er svo mikill muffinskarl þá datt honum í hug að gæti verið gott að búa til muffins úr sama deigi.

Hafrakexið góða

Hafrakex

Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.

Haframjölsterta

Þessi haframjölsterta er nú ekki eins klessulega óholl og venjuleg haframjölsterta en er engu að síður alveg prýðileg.