Smákökur

Síða 2 af 2

Sem BETUR fer eru smákökurnar sem ég baka í hollari kantinum því annars væri ég þátttakandi í einhverjum raunveruleikaþætti í sjónvarpinu....undir yfirskriftinni „Heimsins þyngsta fólk” eða eitthvað í þá áttina. Ég ELSKA smákökur og hver jól baka ég grilljón smákökur. Yfirleitt eru þær borðaðar jafnóðum og ég á því aldrei smákökur í boxi. Frá nóvember og fram í lok desember er yfirleitt smákökulykt í húsinu því ég er stanslaust bakandi. Jóhannesi til ómældrar gleði og hamingju því það er ekkert sem hann elskar meira (fyrir utan mig auðvitað og börnin) heldur en smákökur. Þær eru líka launin hans fyrir alla vinnuna sem hann leggur í CafeSigrun vefinn. Hann er líklega eini forritarinn í heiminum sem fær greitt fyrir vinnu sína í smákökum!


Glúteinlausar piparkökur

Piparkökur

Ég skora á ykkur að baka þessar og segja engum að þær séu glúteinlausar.

Hollar smákökur fyrir jólin

Rúsínuhafrakökur

Þessar smákökur eru svo, svo góðar og jólalegar og það kemur hreint út sagt yndisleg lykt í húsið þegar maður bakar þær.

Syndsamlega góðir sesamtoppar með hlynsírópi

Sesamtoppar

Þessir eru hættulega góðir, svo góðir að mann langar ekkert að hætta að borða þá.

Merkilega hollar Sörur!

Sörur

Þessar Sörur eru próteinríkar, kalkríkar, með hollri fitu, án smjörs og bara ansi sniðug viðbót við jólabaksturinn.

Súkkulaðibiscotti, æði með kaffinu

Súkkulaði biscotti með möndlum og þurrkuðum kirsuberjum

Ég fann einhvern tímann uppskrift að súkkulaðibiscotti sem innihélt um 310 grömm af sykri. Ég lýg því ekki.

Allt er vænt sem vel er grænt

Súkkulaði- og pistachiohafrabitar

Uppskrift þessi kemur upprunalega úr The Australian Women's Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Syndsamlega góðar en hollar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökurnar hennar Lísu Hjalt

Lísu Hjalt eru flestir farnir að þekkja sem nota þennan vef en hún á m.a. uppskriftina af Frönsku súkkulaðikökunni sem er svo hriiiiiikalega góð.

Gómsætar hráar smákökur

Valhnetu- og rúsínukökur

Þessar kökur eru svo hollar að þær virka eins og vítamíntöflur. Þær eru óbakaðar og því nýtast ensímin og vítamínin til fulls.