Jólauppskriftir
Jæja, þá eru það jólin....Til að auðvelda ykkur undirbúning birti ég á hverju ári flokkinn Jólauppskriftir sem verður opinn fram til 6. janúar. Hér er ég ég búin að safna saman jólauppskriftum eða jólalegum uppskriftum af CafeSigrun sem passa vel við hátíðarmatinn. Uppskriftirnar eru allar fullar af vítamínum og hollustu þannig að enginn þarf að hafa afsökun lengur fyrir því að geta ekki borðað góðan OG hollan mat um jólin.

Sveppasósa
Úff ég lenti aldeilis í því haustið 2002. Ég var búsett í London og var að fá Elvu vinkonu og mömmu hennar í mat.

Sætar kartöflur bakaðar í ofni
Þetta er nú varla uppskrift því aðferðin er svo einföld að það er næstum því hlægilegt.

Tómata og eggaldin súrkrás (pickle)
Þetta er svona frekar sætsterkt meðlæti (samt ekki of sætt) sem er fínt þegar maður er að borða t.d. sætan indverskan mat.

Valhnetu- og graskersbrauð
Þessi uppskrift kemur reyndar aðeins breytt, úr bók sem heitir Farmers Market Cookbook (Uppskriftabók af bændamarkaðinum).

Valhnetu- og hunangsnammi
Jóhannesi fannst þessar rosalega góðar (og fleiri sem ég þekki) en mér fannst þær síðri, kannski af því að &

Valhnetu- og rúsínukökur
Þessar kökur eru svo hollar að þær virka eins og vítamíntöflur. Þær eru óbakaðar og því nýtast ensímin og vítamínin til fulls.

Vanillubúðingur
Þetta er reyndar meiri bananabúðingur en vanillubúðingur því bananabragðið er nokkuð sterkt.

Vanilluís
Þetta er ansi holl útgáfa af jóla-vanilluís. Það er enginn rjómi, engin egg og enginn hvítur sykur í ísnum. Ég notaði kókosolíu, agavesíróp og möndlumjólk. Döðlurnar gefa líka sætt bragð.

Villisveppasósa
Þessi sósa passar einstaklega vel með karríhnetusteikinni en er mjög fín með öðrum mat líka.

Ævintýragrasker í kókosmjólk
Þessi réttur fylgdi með spínatréttinum úr dularfulla húsinu í skóginum í Nairobi.