Jólauppskriftir

Síða 5 af 6

Jæja, þá eru það jólin....Til að auðvelda ykkur undirbúning birti ég á hverju ári flokkinn Jólauppskriftir sem verður opinn fram til 6. janúar. Hér er ég ég búin að safna saman jólauppskriftum eða jólalegum uppskriftum af CafeSigrun sem passa vel við hátíðarmatinn. Uppskriftirnar eru allar fullar af vítamínum og hollustu þannig að enginn þarf að hafa afsökun lengur fyrir því að geta ekki borðað góðan OG hollan mat um jólin.


Dásemdar pecan-, cashew- og súkkulaðikaka

Pecankaka með súkkulaði- og cashewmauksfyllingu

Þessi er dásamlega holl og góð. Í pecanhnetum og cashewhnetum er holl fita sem hjálpar til við að halda hjartanu heilbrigðu.

Ilmandi piparkökudropar

Piparkökudropar

Mig langaði svo að baka hollar piparkökur því ég elska lyktina sem kemur þegar þær eru að bakast.

Svakalega góðar piparkökur!

Piparkökur

Búa má til piparkökukarla (og konur) og alls kyns fleiri skemmtilegar fígúrur úr þessu deigi. Einnig hentar þetta deig fyrir lítil piparkökuhús.

Glúteinlausar piparkökur

Piparkökur

Ég skora á ykkur að baka þessar og segja engum að þær séu glúteinlausar.

Sætir og góðir molar með kaffinu

Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum

Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.

Rabarbarasulta í hollari útgáfu

Rabarbarasulta

Mér hefur eiginlega alltaf þótt rabarbarasulta vond. Þangað til ég gerði mína eigin (svona er ég nú óþolandi he he).

Rauðrófusalat - fallega vínrautt

Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)

Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.

Hollar smákökur fyrir jólin

Rúsínuhafrakökur

Þessar smákökur eru svo, svo góðar og jólalegar og það kemur hreint út sagt yndisleg lykt í húsið þegar maður bakar þær.

Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Gulrætur með afrískum áhrifum

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu

Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu.

Sashimi túnfiskur með miso sósu

Þetta er voða gott salat, sérstaklega sem forréttur fyrir sushimatarboð. Nauðsynlegt er að nota besta mögulega túnfisk sem hægt er að fá.

Syndsamlega góðir sesamtoppar með hlynsírópi

Sesamtoppar

Þessir eru hættulega góðir, svo góðir að mann langar ekkert að hætta að borða þá.

Þó ekki sé það franskt þá er snittubrauðið engu að síður gott

Snittubrauð

Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

Merkilega hollar Sörur!

Sörur

Þessar Sörur eru próteinríkar, kalkríkar, með hollri fitu, án smjörs og bara ansi sniðug viðbót við jólabaksturinn.

Súkkulaðibiscotti, æði með kaffinu

Súkkulaði biscotti með möndlum og þurrkuðum kirsuberjum

Ég fann einhvern tímann uppskrift að súkkulaðibiscotti sem innihélt um 310 grömm af sykri. Ég lýg því ekki.

Hollur og bragðgóður súkkulaðibúðingur

Súkkulaði- og bananabúðingur

Sérlega sniðugur súkkulaðibúðingur (súkkulaðimús) með hollri fitu úr cashewhnetum sem er afar góð fyrir hjarta og æðar.

Súkkulaði- og kókosnammi....unaðslegt

Súkkulaði- og kókosnammi

Þetta er einfalt og þægilegt konfekt að búa til og upplagt til að eiga í ísskápnum þegar gesti ber að garði.

Sérlega einfaldir og fljótlegir bitar, frábærir með kaffinu

Súkkulaði- og möndlubitar (fudge)

Ég veit ekki hvað fudge er á íslensku svo ég lét orðið bara í sviga fyrir aftan nafn uppskriftarinnar.

Massíf jólakaka

Súkkulaðiávaxtakakan hennar Nigellu

Þessa uppskrift sendi Lísa Hjalt vinkona mín mér. Upprunalega er uppskriftin frá Nigellu Lawson en ég er búin að gera hana hollari.

Nammi namm, holl útgáfa af ís. Myndina tók Jónsi vinur minn

Súkkulaðibitaís

Ég var lengi búin að vera að prófa mig áfram með ís sem væri hollur, léttur og án eggja. Ég held að það hafi tekist hér.

Syndsamlega góðar en hollar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökurnar hennar Lísu Hjalt

Lísu Hjalt eru flestir farnir að þekkja sem nota þennan vef en hún á m.a. uppskriftina af Frönsku súkkulaðikökunni sem er svo hriiiiiikalega góð.

Súkkulaði tofubúðingur

Súkkulaðibúðingur (með tofu)

Já það er magnað að þessi búðingur sé hollur. Enginn rjómi, ekkert smjör, ekkert matarlím og aðeins 4 mtsk rapadura hrásykur.

Súkkulaðimyntuís

Ég gerði þennan ís nokkrum sinnum því hann misheppnaðist alltaf. Eða sko...hann misheppnaðist ekki í eiginlegri merkingu heldur varð hann svo ljótur á litinn.

Sultukaka með carobkremi

Sultukaka með carobkremi

Þessi kaka er holl og góð og sérlega sniðug ef maður þarf að útbúa köku með góðum fyrirvara því hún geymist í margar vikur, innpökkuð í ísskáp og verður bara betri þannig.

Svampbotnar Freyju M.

Uppskriftin að þessum svampbotnum koma frá notanda vefjarins, konu að nafni Freyja M.