Jólauppskriftir

Síða 4 af 6

Jæja, þá eru það jólin....Til að auðvelda ykkur undirbúning birti ég á hverju ári flokkinn Jólauppskriftir sem verður opinn fram til 6. janúar. Hér er ég ég búin að safna saman jólauppskriftum eða jólalegum uppskriftum af CafeSigrun sem passa vel við hátíðarmatinn. Uppskriftirnar eru allar fullar af vítamínum og hollustu þannig að enginn þarf að hafa afsökun lengur fyrir því að geta ekki borðað góðan OG hollan mat um jólin.


Yndisleg hnetusteik

Karríhnetusteik

Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.

Kartöfluflögur...svo hollar

Kartöfluflögur

Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.

Kókos og hvítlaukmaukið

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu

Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.

Konfekt sem er upplagt á jólunum og alla hina dagana líka!

Konfekt

Þessi uppskrift af konfekti er blanda úr nokkrum uppskriftum því eitt skiptið ætlaði ég að búa til hollt konfekt og var með 2 uppskrift

Ilmandi kryddað graskerskökubrauð

Kryddað graskerskökubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt að gera þegar maður á svolítinn afgang af graskeri því maður þarf bara 225 g af graskersmauki í uppskriftina.

Ljúffengar og kryddaðar smákökur

Kryddaðar hafra-, súkkulaði- og rúsínukökur

Ilmurinn sem kemur í eldhúsið þegar maður bakar þessar er ekki bara lokkandi heldur er eins og maður hafi labbað um allt með jólalykt í &

Kryddaðar strengjabaunir

Þessi uppskrift er komin frá Tamila fólkinu í suðurhluta Indlands (reyndar fékk ég hana bara úr indverskri matreiðslubók sem ég á). Baunirnar eru gott meðlæti með ýmsum grjóna- og karríréttum.

Þessir eru ægilega góðir og passlega kryddaðir

Kryddaðir appelsínu- og gulrótarmuffins

Ég fékk þessa uppskrift úr einni muffins bók sem ég á sem heitir Muffins; Fast and Fantastic.

Ilmandi kryddbrauð

Kryddbrauð

Mmmmmmm þessi uppskrift er rosalega góð og brauðið er æðislegt alveg glænýtt úr ofninum og pínu klesst. Múskatið gefur sterkt og kryddað bragð.

Kúskúskaka skreytt með vínberjum, cashew hnetum og möndluflögum

Kúskúskaka með ávöxtum

Þessa köku geri ég oft (hún er af Grænum kosti og birt með góðfúslegu leyfi Sollu).

Grænar og vænar límónukökur, afskaplega hressandi og góðar

Límónu- og macadamiakökur

Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.

Litlu hollustubökurnar

Litlar ávaxtabökur með carob- og cashewkremi

Það er fátt sem toppar þennan eftirrétt í hollustu. Hann inniheldur holla fitu, trefjar, prótein, vítamín, flókin kolvetni og fleira gott fyrir okkur.

Ljúffengar hnetusteikur

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi

Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

Nammi namm mangó og kókos

Mango- og kókosís

Þessi ís er afar bragðgóður enda mjög skemmtilegt bragð sem kemur þegar maður blandar mango og kókos saman.

Mango chutney, frábært með indverskum mat

Mangomauk (mango chutney)

Ég er svo ótrúlega montin yfir að hafa búið til mango chutney og það eitt besta mango chutney sem ég hef smakkað.

Kaka með kremi úr sætum kartöflum

Möndlu- og furuhnetukaka með kremi úr sætum kartöflum

Ég átti afganga af sætum kartöflum og vissi af þessari uppskrift frá hinni frægu hráfæðiskonu Nomi Shannon (úr bókinni The Raw Gourmet).

Hræðilega góðar og glúteinlausar smákökur

Möndlu- og kínóa súkkulaðibitakökur

Þessar smákökur eru nú eiginlega allt annað en hollar. Og þó, þær innihalda kalk, járn, prótein og trefjar og eru glúteinlausar í þokkabót.

Glúteinlaus möndlukaka með bláberjabotni

Möndlu- og kókoskaka með bláberjabotni

Þessi kaka er án glúteins og er mjög einföld í smíðum. Ég fann uppskriftina á vef konu sem heitir Jeena og ég held mikið upp á.

Möndlusmákökur, glútenlausar jólasmákökur

Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur

Það er ekki oft sem maður getur stært sig af því að bjóða upp á kalkríkar og trefjaríkar smákökur en þessar eru akkúrat þannig. Smákökurnar eru jafnframt glútenlausar og einstaklega fljótlegar.

Sniðugar litlar möndlukökur með kremi

Möndlukökur með súkkulaðikremi

Möndlur eru mjög kalk- og próteinríkar og macadamiahnetur innihalda holla einómettaða fitu, trefjar og einnig innihalda þær kalk og prótein.

Svolítið ying og yang kúlur, annar helmingurinn er ljós og hinn dökkur

Möndlukúlur frá miðausturlöndum

Þetta konfekt myndi seint teljast létt. Eftir kvöldmat, með kaffinu er maður eiginlega saddur eftir hálfa svona kúlu.

Ofnbakað rótargrænmeti

Þessi uppskrift er upprunalega frá Deliu Smith sem ég held mikið upp á en ég hef þó gert örlitlar breytingar á henni (og þá er ég að meina uppskriftinni, …ekki Deliu ho ho).

Afar orkuríkir kaffihúsahnullungar og sérlega góðir

Orkuhnullungar

Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Sko, þessi ostakaka hét fyrst curd ostakaka en curd er enska fyrir ysting og mér fannst ekki hægt að nefna kökuna ystingsostaköku, hljómar ekki beint girnilega.

Litlar hnetukökur með cashewmauksfyllingu, sérdeilis góðar

Pecanhnetu- og cashewmaukskökur

Ferlega góðar og öðruvísi kökur sem gaman er að bjóða upp á t.d. í matar- eða saumaklúbbnum. Þær eru afar saðsamar enda fullar af hollustu.