Jólauppskriftir

Síða 3 af 6

Jæja, þá eru það jólin....Til að auðvelda ykkur undirbúning birti ég á hverju ári flokkinn Jólauppskriftir sem verður opinn fram til 6. janúar. Hér er ég ég búin að safna saman jólauppskriftum eða jólalegum uppskriftum af CafeSigrun sem passa vel við hátíðarmatinn. Uppskriftirnar eru allar fullar af vítamínum og hollustu þannig að enginn þarf að hafa afsökun lengur fyrir því að geta ekki borðað góðan OG hollan mat um jólin.


Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

Gulrótarkakan (allra fyrsta kakan sem ég bakaði)

Gulrótarkaka (sú allra fyrsta!)

Þessi kaka er allra, allra, allra fyrsta kakan sem ég „bakaði” á ævinni og ég var orðin 24 ára!!!

Hollar gulrótarkökur

Gulrótarkökur

Þessar gulrótarkökur eru fínar með kaffinu en einnig eru þær upplagðar sem jólasmákökur.

Hafrakexið góða

Hafrakex

Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.

Haframjölsterta

Þessi haframjölsterta er nú ekki eins klessulega óholl og venjuleg haframjölsterta en er engu að síður alveg prýðileg.

Hálfmánar

Ég held að þessi uppskrift sé upprunalega af Grænum Kosti því ég sá svipaða uppskrift í bókinni hennar Sollu. Uppskriftin er allavega góð eins og allt frá henni.

Svolítið ljótar en góðar eru þær!

Heslihnetusmákökur með sultutoppi

Þessar eru nokkuð fljótlegar og auðveldar í undirbúningi. Ekki sakar að fá smá hjálp frá litlum fingrum til að útbúa holu í hverja smáköku þar sem sultan fer ofan í.

Heslihnetutrufflur

Heslihnetutrufflur

Mig langaði mikið að kalla þessar truflur ástarkúlur eða ánægjudúllur eða gleðibolta....því þær eru svo góðar. Og þær gera mig svo glaða.

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

Syndsamlega góðar jólasmákökur

Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur

Þó þið prófið bara eina smákökuupskrift um jólin þá myndi ég prófa þessa. Smákökurnar eru syndsamlega góðar, algerlega ávanabindandi.

Vanillusmákökur, svo góðar

Hlynsíróps- og vanillusmákökur

Þessar smákökur eru mjög jólalegar og góðar og það er nokkuð afgerandi vanillubragð af þeim sem mér finnst einstaklega gott.

Hnetukökurnar góðu

Hnetusmjörskökur

Nú hugsið þið örugglega..... las ég rétt? Hnetusmjörskökur? Jú þið lásuð rétt. Ég hef notað hnetusmjör í mörg ár og margir hvá við.

Hnetusósan góða

Hnetusósa frá Uganda

Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.

Góð og holl hnetusteik

Hnetusteik

Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Green World Cookbook: Recipes from Demuths Restaurant og er uppskriftabók frá samnefndum grænmetisstað í Bath, Englandi.

Hnetusteik II

Þetta er hnetusteik sem ég hef stundum gert um jól og hún er frá Sólveigu á Grænum Kosti. Alveg stórgóð steik úr frábærri bók.

Meira seyði en súpa en gott engu að síður

Humarsúpa

Humar er mjög próteinríkur og magur og inniheldur omega 3 fitusýrur. Hann þarf ekki að kosta mann neglur og nýra ef maður kaupir brotna skel og frekar smáan humar.

Skemmtileg tilbreyting í konfektflórunni

Ískonfekt

Ískonfekt er alltaf svo skemmtilegt finnst mér því bæði er um að ræða konfekt með t.d. súkkulaði utan um og svo er maður með sörpræs líka því konfektmolinn er frosinn.

 Kökurnar urðu svolítið ljótar því ég á ekki rjómasprautupoka

Ítalskar súkkulaði- og möndlusmákökur

Ég fékk þessa uppskrift úr ítölsku matreiðslubókinni hennar Elvu vinkonu sem ég var einu sinni með í láni (sko ég var með bókina að láni, ekki Elvu).

Krúttlegar hráfæðissmákökur fyrir Valentínusardaginn

Jarðarberjahrákökur

Þessar krúttlegu hráfæðissmákökur eru upplagðar fyrir Valentínusardaginn.

Jógúrtís með ananas og kiwi

Jógúrtís með ananas og kiwi

Þetta er dálítið suðrænn ís þar sem í honum er meðal annars ananas og kiwi.

Mmmm kósí jólaglögg, svoo góður og hollur drykkur

Jólaglögg (óáfengt)

Ég smakkaði í fyrsta skipti jólaglögg (óáfengt að sjálfsögðu) í jólaboði hjá yfirmanni mínum í verslun sem ég vann í með skóla í mörg ár.  Ég gleymi því ekki hvað mér fannst jólaglöggið gott.

Jólakaka með ensku ívafi, en holl

Jólakaka með ensku ívafi

Bretar elska puddingana sína (puddings).

Mjög líklega hollasta jólakonfektið!

Jólakonfekt

Þetta konfekt er nokkuð hollt og gott jólakonfekt, fullt af próteini, hollri fitu, trefjum, C vítamíni, flóknum kolvetnum, andoxunarefnum og járni.

Litríkt og hollt salat

Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)

Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.

Kakó- og heslihnetutrufflur

Trufflur. Orðið eitt færir bros á varir mínar. Hugsanlega ætti að leynast vottur af samviskubiti líka...en það fer lítið fyrir því. Í reynd örlar ekki á samviskubiti. Trufflur eru svo góðar.