Jólauppskriftir
Jæja, þá eru það jólin....Til að auðvelda ykkur undirbúning birti ég á hverju ári flokkinn Jólauppskriftir sem verður opinn fram til 6. janúar. Hér er ég ég búin að safna saman jólauppskriftum eða jólalegum uppskriftum af CafeSigrun sem passa vel við hátíðarmatinn. Uppskriftirnar eru allar fullar af vítamínum og hollustu þannig að enginn þarf að hafa afsökun lengur fyrir því að geta ekki borðað góðan OG hollan mat um jólin.

Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha
Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Asparssúpa
Fyrir mér er asparssúpa jólasúpa. Heima hjá mér var alltaf elduð asparssúpa og hún var bara höfð bláspari þ.e. einungis á jólunum.

Ástralskt hermannakex (ANZAC)
Þessi uppskrift kemur frá einum notanda vefjarins sem heitir Sólborg Hafsteinsdóttir.

Ávaxta- og cashewhnetuís
Þessi ís er ekkert nema vítamín og hollusta. Uppskriftin að ísnum kemur úr bók sem heitir einfaldlega RAW eftir strák að nafni Juliano.

Ávaxtakonfekt
Lísa Hjalt vinkona mín gaukaði að mér þessari uppskrift sem hún rakst á í dönsku blaði. Uppskriftin er einföld og ódýr (engar hnetur) og nokkuð fljótleg.

Banana- og carobbitakökur
Þessar eru einfaldar og nokkuð hollar þar sem tahini (sesamsmjör/sesammauk) er töluvert fituminna en t.d. venjulegt smjör og hefur þann kost að vera bæði járnríkt og kalkríkt sem og koparríkt.

Banana- og döðlusmákökur
Þessa uppskrift fann ég eftir eitthvert rápið á netinu en breytti henni töluvert. Þessar smákökur eru afskaplega hollar og innihalda trefjar og prótein.

Banana- og engiferbrauð
Bananar og engifer í sömu sæng hljómar kannski svolítið skringilega en útkoman er frábær!!!!

Banana- og hnetukaka með sítrónu-kókoskremi
Þessi holla og sumarlega kaka er óskaplega einföld og það þarf engan bakstursofn til að útbúa hana og hentar því vel t.d. í sumarbústaðnum ef þið eruð ekki með bakaraofn.

Banana-, hafra- og súkkulaðikökur
Mér var bent á þessa uppskrift af Guðrúnu Björgu, notanda CafeSigrun sem búsett er í Frakklandi.

Biscotti með macadamiahnetum og trönuberjum
Þessar biscottikökur eru alveg hreint dásamlega ljúfar. Maður getur sleppt appelsínuberkinum ef maður vill og þá eru þeir enn þá mildari á bragðið.

Biscotti með möndlum
Þetta er nokkuð holl útgáfa af ítalska biscotti kexinu. Eina fitan í þessari uppskrift kemur úr möndlunum en það er holl fita svo við skulum ekkert fá svo mikið samviskubit.

Biscotti með pistachiohnetum
Ég elska biscotti. Það er handhægt (passar vel í t.d. nestisbox og bakpoka), geymist vel, er frekar auðvelt að búa til og er bara nokkuð hollt.

Biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim
Þessar biscotti kökur eru meiriháttar góðar með kaffinu, frábærar til að dýfa í teið eða kaffið.

Bláberja- og súkkulaðiís
Ohhh ég slefa við tilhugsunina. Bláber og súkkulaði , nammi namm. Þessi ís ætti eiginlega að heita andoxunarís með cashewhnetum.

Bláberjaísterta
Hafið þið einhvern tímann spáð í hvort að bláber haldi fegurðarsamkeppni? Ég gat ekki annað eftir einn berjamóinn. Ég valdi þátttakendur í keppnina og við Jóhannes dæmdum.

Bláberjaostakaka
Þessi uppskrift er nánast sú sama og að Ostakökunni með gríska jógúrtinu og pistachiohnetunum hérna á síðunni.

Carobbitakökur
Ef þið eruð bara fyrir dísætar smákökur þá eru þessar ekki fyrir ykkur. Hins vegar ef þið viljið hollar smákökur, og ekki hroðalega sætar þá er þessi uppskrift upplögð!!!

Carobbúðingur
Ekki alveg Royal búðingurinn!!! Þessi hentar vel fyrir þá sem vilja gera vel við sig en vilja ekki óhollustuna sem fylgir venjulegum búðingum.

Cashewhneturjómi
Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum.

Cashewís
Þetta er ægilega góður ís og hentar vel fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða vilja engar dýraafurðir og/eða eru jurtaætur (enska: vegan).

Djúsí kaka með hnetum
Þessi kaka er afar ljúffeng og holl með öllum hnetunum og þurrkuðu ávöxtunum. Hún er ekki hráfæðiskaka því hneturnar eru ristaðar og súkkulaðið er ekki hrátt en auðvelt er að leysa hvoru tveggja.

Dökk súkkulaðikaka (án súkkulaðis)
Þetta er bara ansi sniðug uppskrift. Þessi kaka inniheldur ekki súkkulaði eða kakó, ekkert smjör, ekkert hveiti, engan sykur, engan flórsykur og engan rjóma! Aðaluppistaðan er hnetur og carob.