Haust

Síða 3 af 6

Mér þykir alltaf óskaplega vænt um haustið...kannski af því mér finnst litirnir í kringum mig vera svo fallegir og haustið þýðir líka að eftir sólríkt sumar (stundum) er komið að heitu súpunum, ofnréttunum, bökunum, pottréttunum og öllu því sem má stinga í ofn eða pott og hita. Ég hreinlega elska heitar súpur...sérstaklega þegar rigningin bylur á rúðunum og það hvín í gamla húsinu mínu. Það er líka eitthvað sérlega traustvekjandi við að nota sínar eigin afurðir eins og rabarbara, blómkál, spergilkál, rófur, gulrætur og allt það sem finna má í görðum landsmanna á þessum tíma. Svo má ekki gleyma berjunum..maður minn. Ég get legið í berjamó tímunum saman.......enda á ég alltaf fullan frysti af bláberjum (sem ég tími svo varla að nota hmmm).

Haustflokkurinn inniheldur sem sagt uppskriftir sem henta vel á haustin og innihalda margar hverjar það sem er "in season" yfir haustmánuðina. Flokkurinn verður opinn fram í byrjun október.


Gulrótarkakan (allra fyrsta kakan sem ég bakaði)

Gulrótarkaka (sú allra fyrsta!)

Þessi kaka er allra, allra, allra fyrsta kakan sem ég „bakaði” á ævinni og ég var orðin 24 ára!!!

Gulrótarkaka með döðlu-aprikósukremi

Þessi gulrótarkaka er svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Munið að í venjulegu gulrótarkökukremi fara um það bil 200 g af rjómaosti ásamt flórsykri og fleiri miður hollu.

Dásamlega (og hráa) gulrótarkakan hans Alberts

Gulrótarkakan hans Alberts

Þessa uppskrift sendi notandi vefjarins, Albert Eiríksson mér og mælti með að ég prófaði. Sem ég gerði daginn eftir og sé ekki eftir því.

Hollar gulrótarkökur

Gulrótarkökur

Þessar gulrótarkökur eru fínar með kaffinu en einnig eru þær upplagðar sem jólasmákökur.

Gulrótarmuffins, hollir og bragðgóðir

Gulrótarmuffins

Þetta er sama grunnuppskrift og í gulrótarkökunni með kreminu. Jóhannesi finnst gulrótarkakan svo góð og af því hann er svo mikill muffinskarl þá datt honum í hug að gæti verið gott að búa til muffins úr sama deigi.

Hálsbólgudrykkurinn fíni

Hálsbólgudrykkur

Ég krækti mér í svæsna hálsbólgu um daginn (sem er óvenjulegt því ég verð aldrei lasin) og vantaði eitthvað til að mýkja hálsinn sem var eins og sandpappír af grófleika 12.

Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum

Þessi súpa lætur lítið yfir sér og virkar ekki svo spennandi á blaði en er bara ofsalega fín, og ekki síst ef þið eigi&e

Svolítið sæt og öðruvísi súpa

Haustsúpa með sætum kartöflum og eplum

Þessi súpa er fín fyrir krakkana því hún er mild og svolítíð sæt. Hún fer einkar vel í maga og er stútfull af C vítamínum. Það er ekkert glútein í súpunni og ekki heldur mjólk.

Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Heitir ávextir með ís

Heitur ávaxtaeftirréttur með hnetum

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá Smára bróður og Önnu Kristínu konunni hans. Þetta er hollur og góður eftirréttur, fullur af vítamínum og andoxunarefnum ásamt hollri fitu úr hnetunum.

Heslihnetu-  og grænmetisborgarar, í miklu uppáhaldi hjá mér

Heslihnetu- og grænmetisborgarar með papriku- og coriandermauki

Þetta er uppskrift, tekin nánast beint frá Deliu Smith. Hún var „prófuð” á Jóhannesi og mömmu hans þegar við bjuggum í Harrow (Bretlandi).

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

Hjónabandssælan hennar mömmu

Hjónabandssælan hennar mömmu

Mamma mín heitin var afbragðs hjónabandssælubakari. Hún bakaði gjarnan á haustin og gaf til vina og ættingja sem fóru lukkulegir heim með hjónabandssælu undir arminn.

Hnetu- og karríborgarar

Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.

Detoxdrykkur

Hreinsandi peru-, gulrótar- og engifersafi

Þennan hreinsandi (detox) drykk er gott að gera í safapressu en fyrir þá sem eiga ekki slíka græju er alveg hægt að mauka perurnar í blandara en þá er drykkurinn aðeins þykkari.

Hreinsandi og nærandi drykkur

Hreinsandi sítrusdrykkur

Þessi drykkur minnti mig alveg svakalega á Afríku þegar ég var að smakka hann til og sérstaklega á Kenya en þar eru appelsínur eilítið súrari en þessar sem við eigum að venjast á Íslandi.

Einstaklega hressandi og kemur á óvart

Hressandi morgundrykkur með sætri kartöflu

Þessi drykkur kemur manni af stað á morgnana. Það er smá leyniinnihald í uppskriftinni en það er sæt kartafla! Það er gaman að bjóða gestum upp á þennan drykk og leyfa þeim að giska á innihaldið.

Indverskt Pachadi með blómkáli

Þessi réttur er hefðbundinn réttur frá Kerala í Suður-Indlandi og í honum er blómkálið látið marinerast í súrmjólk (eða jógúrt) áður en það er eldað.

Mildur og bragðgóður réttur

Indverskur réttur með sætum kartöflum og spínati

Afar mildur, og bragðgóður réttur.

Irio, afar vinsæll, afrískur réttur

Irio (kartöflustappa með lauk og baunum)

Þessi réttur er eins afrískur og hugsast getur. Þetta er hefðbundinn matur hjá Kikuyu ættbálkinum, svona eins og grjónagrautur er hjá okkur. Irio er afskaplega milt og gott fyrir magann.

Vítamínríkur sellerísafi

Járnríkur sellerí-, rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi kemur beint af beljunni svo að segja eða réttara sagt úr bókinni Innocent smoothie recipe book: 57 1/2 recipes from our kitchen to yours og er ein af mínum uppáhalds.

Yndisleg hnetusteik

Karríhnetusteik

Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.

Karrípottréttur með nýrna- og kjúklingabaunum

Það sniðuga við pottrétti er að maður getur búið til heilan helling af þeim í einu og annað hvort átt mat í nokkra daga eða fryst það sem er umfram.

Maukið fagurlitaða

Kartöflu-, maískorna- og gulrótarmauk

Þetta er gott mauk fyrir litla kroppa en hentar ekki vel sem fyrsta grænmetismaukið. Það hentar betur börn sem eru farin að borða fasta fæðu og eru ekki með ofnæmi fyrir lauk.

Kartöfluflögur...svo hollar

Kartöfluflögur

Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.