Grænmetissúpur

Síða 2 af 2

Núðlusúpur (þ.e. núðlur og súpur) eru að mínu mati ferlega góð samsetning, sérstaklega ef maður er með bragðsterkan súpugrunn (t.d. með thailensku kryddmauki og kókosmjólk). Með góðan grunn getur maður leikið sér svolítið og bætt út í alls kyns grænmeti, fiski eða kjöti (ef þið borðið kjöt). Núðlusúpur eru drjúgar og saðsamar en gallinn við þær, að mínu mati, er að þær tekur oft langan tíma að undirbúa og það er ekki gott að frysta súpur með núðlum í því núðlurnar vilja verða maukkenndar. Það skynsamlegasta í stöðunni er að frysta súpugrunninn með grænmetinu í og sjóða svo núðlurnar bara sér og bæta út í. Þannig á maður alltaf góðan grunn í frystinum og getur svo hent núðlum út í súpuna þegar maður hitar hana upp sem og grænmeti sem farið er að slappast, ef maður vill bæta meira grænmeti út í.


Afrísk tómatsúpa, holl og góð.

Tómatsúpa frá Zanzibar

Þessi súpa er mjög einföld og æðislega góð (auk þess að hún er að springa úr vítamínum og andoxunarefnum!).

Tómatsúpa Höddu

Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

Tær og heitsúr sveppasúpa

Tær og heitsúr sveppasúpa

Þessi kemur úr bók sem heitir Veggie Chic eftir Rose Elliot. Súpan er sérlega bragðgóð og þó að ég ætti ekki kaffir lime leaves eða enoki sveppi þá tókst hún rosa vel.

Fínasta útilegumáltíð

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum

Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!