Þykkir drykkir (smoothie)

Síða 2 af 2

Það er fátt betra en þykkur, próteinríkur og hollur drykkur til að seðja magann. Þykkir drykkir geta nefnilega verið mjög saðsamir, jafnvel heil máltíð hvort sem það er að morgni eða að kvöldi! Uppáhaldssamsetningin mín er hnetusmjör eða cashewhnetumauk, bananar, kanill og sojamjólk. Ég gæti drukkið svoleiðis blöndu á hverjum degi þangað til ég hrekk upp af. Best er að neyta drykkjanna um leið og maður býr þá til því oft vill eitthvað af innihaldinu setjast aðeins í botninn. Alla drykkina hér fyrir neðan er best að búa til í blandara en ef maður á ekki slíkan grip má bjarga sér með matvinnsluvél og jafnvel töfrasprota (ef maður notar ekki ísmola eða frosin ber o.s.frv.).

Til að hlífa hnífnum/blaðinu í blandaranum er alltaf best að blanda ísmolana fyrst (ef þeir eiga að blandast með drykknum). Best er að setja ísmolana í blandarann, hella um 50 ml af þeim vökva sem er í uppskriftinni ofan á ísmolana, láta þá standa í nokkrar sekúndur og blanda svo.


Mango- og appelsínudrykkur

Upplagt er að búa til þennan drykk þegar maður á mango sem er alveg að renna út á tíma! Þetta er próteinríkur drykkur, inniheldur holla fitu og er fullur af C vítamíni og trefjum í þokkabót.

Þykkur og gómsætur drykkur

Mango- og hnetusmjörsdrykkur

Ég var að nota mango og banana sem var á síðasta snúningi og úr varð alveg voðalega góður drykkur (smoothie).

Melónu- og perudrykkur

Melónu- og jógúrtdrykkur

Hreinsandi og nærandi drykkur (smoothie), fullur af vítamínum. Upplagður í morgunsárið eða að loknum krefjandi vinnudegi þegar mann langar í eitthvað sætt... en hollt.

Melónu-, peru- og ananasdrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er einstaklega nærandi og hreinsandi því bæði melónur og perur eru trefjaríkar. Góður drykkur fyrir sál og líkama!

Mildur og góður drykkur

Mjólkurhristingur með döðlum og aprikósum

Þetta er hollur og næringarríkur drykkur sem hentar vel sem létt máltíð á daginn, ég tala nú ekki um ef maður er t.d. á kafi í námsbókunum.

Verulega hollur og góður drykkur

Möndlu-, döðlu- og engifersdrykkur

Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Healing Drinks og er hreint út sagt frábær.

Morgunmatur í glasi, góð byrjun á deginum

Morgunverður í glasi

Þessi drykkur er beint úr bókinni Innocent smoothie recipe book frá Innocent fyrirtækinu hér í London sem gerir bestu smoothie drykki í heimi (að mínu mati!!).

Ferskur og góður sumardrykkur

Myntu-, kiwi- og ananasdrykkur

Þessi uppskrift er úr bókinni Lean Food sem er úr The Australian Women’s Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Nektarínu- og perudrykkur

Nektarínu- og perudrykkur

Perur eru trefjaríkar og fullar af C og K vítamínum. Fæstir vita að perur er sá ávöxtur sem veldur hvað minnsta fæðuofnæmi af öllum ávöxtum.

Hressandi og nærandi drykkur með papaya

Papaya- og bananahristingur

Ég átti papaya sem var á leiðinni að skemmast svo ég ákvað að skera það í bita og frysta það. Var reyndar ekki viss um hvort yrði í lagi með það en ákvað að prófa og notaði í „hristing”.

Mjólkurlaus mjólkurdrykkur

Pistachiomjólk

Þetta er frábær morgundrykkur, mátulega sætur og afar saðsamur.

Prótein og kalk í glasi

Prótein- og kalkrík hnetu- og möndlumjólk

Þessi drykkur er mjög próteinríkur og hollur fyrir hjartað sem og beinin. Upplagður að morgni eftir ræktina, sérstaklega fyrir þá sem vilja ekki neinar mjólkurvörur.

Afar góður drykkur þó hann sé ljósbrúnn að lit

Rabarbara- og bananadrykkur

Ég veit að drykkurinn lítur ekki sérstaklega girnilega út svona ljósbrúnn en trúið mér...hann er dásamlega góður og fyrirgefst alveg ljótleikinn.

Rabarbara- og jarðarberjadrykkur

Elva vinkona mín lagði til að ég prófaði þennan drykk en hann er úr bókinni Innocent Smoothie Recipe Book sem ég held mikið upp á.

Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.

Suðrænn og svalandi drykkur sem er frábær í hitanum

Svalandi ananas- og kókosdrykkur frá Uganda

Í rúmlega 40 stiga sátum við Jóhannes ásamt fleira fólki á Ginger sem er veitingastaður í bænum Jinja sem er alveg við upptök Nílar í Uganda eða þar sem Níl byrjar og Viktoríuvatn endar.

Vítamín og hollusta í glasi

Svalandi melónudrykkur frá Kenya

Ég gleymi aldrei þegar við komum til Mombasa vorið 2006 í kæfandi hita og fengum ískaldan melónudrykk í glasi þegar við komum á hótelið okkar. Nammmmmm. Það er fátt meira hressandi í sumarhita.

Töfradrykkurinn

Töfradrykkur fyrir krakka

Þessi er heldur betur upplagður fyrir krakka. Litirnir eru svo skemmtilegir og ef maður hrærir í drykknum þá breytast litirnir eins og fyrir töfra.

Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!

Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka.